Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 26.06.1962, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. júní 1962. 7 VISIR I BEIRUT OG KEPPTI UM TITILINN MISS INTERNATIONAL Hreifst af móttökunum Fegurðardrottning íslands 1962, Guðrún Bjamadóttir, er nú komin heim úr ferðinni á Miss Evrópukeppnina í Beirut. Blaðamaður Vísis hitti hana að máli skömmu eftir heimkom- una. — Hvað ert þú búin að vera lengi í burtu? — Ég er nú búin að vera hálfan mánuð, þar af viku í London. — Hvernig líkaði þér í Beirut? — Alveg dásamlega. Það hjálpaðist allt að, veðrið, fólkið og staðurinn. Þetta er tilvalinn staður til að fara á í sumarfrí. Það er ekki nema tuttugu mín- útna ferð frá heitri baðströnd, þangað til maður er kominn í skíðaland. Það er þó frekar dýrt að verzla þarna, sér í lagi ef maður er óvanur því. Vissar búðir þarna eru dýrar og hafa fast verð. Á flestum stöðum er þó hægt að prútta og koma verðinu ótrúlega Iangt niður. Það kemur þó ekki fyrr en með æfingunni. Það er íþrótt að verzla þarna. — hefur þú fengið einhver vinnutilboð? — Ég fékk tilboð frá Flau- bert, sem hefur Evrópukeppn- ina, um að fara í sýningar fyrir hann. Það var það sama og María Guðmundsdóttir fór í fyrst. Hann bauð tveimur þeirra sem í keppninni voru vinnu. Ég ákvað að taka því ekki að sinni. Ég ætla bíða þangað til ég er búin að fara á Langasand. Mér finnst ég þurfa svo margt að læra. — Hvað þarftu helzt að læra? — Mig langar að læra meira í tungumálum. Ég kann ensku nægilega vel en aldrei sakar að bæta við sig. Mig langar líka til að læra spönsku. Það getur líka komið sér vel ef ég skyldi fara til Suður-Ameríku. — Hvað ætlar þú að gera næst? — Á næstunni ætla ég að vinna hjá pabba og senniiega fara í einkatíma í málum. — Var mikið að gera í ferð- inni? — Þetta var mjög strangt. Yfirleitt var hver stund skipulögð frá 9 á morgnana til 12 og 1 á kvöldin. Hver stúlka hafði sinn eigin bíi og bílstjóra. Auk þess var fyigdarmanneskja alltaf með og einn blaðaljós- myndari, sem aldrei skildi við mann. — Hver var fylgdarmann- eskja þín? — Sigrún Sigurðardóttir, flugfreyja hjá Flugfélaginu, var með mér. Hún var alveg draum- u ' Ég get ekki hugsað mér að hægt væri að fá betri mann- eskju með sér Hún var svo örugg. — Hvað var ykkur sýnt? — Það var svo margt. Einn daginn var til dæmis farið með okkur á fjailahótel að skoða rústir sem voru þar rétt hjá. Ég fór aldrei að skoða þær. Hitinn var svo óskaplegur. Þetta er kannske ekki loftslag fyrir ís- lendinga. Einn daginn var far- ið með okkur á flugvöllinn, á vegum Mid-East Airlines, og okkur sýnt allt þar. Það var farið með okkur í skartgripa- verzlun, þar sem við máttum velja oklcur stein í kvöldhring og annan dag var farið með okkur í skóbúð, þar sem við fengum gefna skó eftir frjálsu vali. Annars var svo margt sem við gerðum, að ég man ekki eftir því í fljótu bragði. — Hvar var keppnin haldin? — Hún var haldin í spilavit- inu. Þar komum við allar fram eitt kvöidið í þjóðbúningum og gáfum og gáfum gestgjafa okk- ar gjafir. Aldrei fengum við þó að komast inn í sjálft spilavít- ið, hvernig sem á því stóð. — Hvernig er um að litast þarna? — Þetta er ekki ósvipað Sviss. Skíðaland og baðstrend- ur, með, stuttu millibili og mikið af háum fjöllum. — Hvað fannst þér skemmti- legast þarna?- — Þetta var allt svo skemmti legt að það er erfitt að svara því. Það hreif mig ákaflega að sjá móttökurnar sem við feng- um. Ég hafði aldrei búizt við svona móttökum. Það var þarna geysilegur fólksfjöldi, farið með okkur beint inn í hús og veitt kampavín. Músik og hávaði var mikill. Þetta rennur eiginlega saman í draum fyrir mér. Svo var ekið í bæinn. Þið ættuð að sjá hvernig þeir aka þarna. Þeir fara á yfir hundrað kíló- metra hraða í miðjum bænum. Þó að einhver sé á götunni eru þeir ekkert að hægja á sér, en biða bara eftir að fólkið forði sér. Ég er óskaplega þakklát fyr- ir að hafa fengið að fara þetta. Mér fannst ég vera óttaleg sveitakona þegar ég kom þarna fyrst, en maður lærir ótrúiega mikið, að koma fram á þessu. Þetta hefur mikið að segja fyr- ir mig þegar ég fer á Langa- sand. Skráð á stigabífínn Það lagði á móti okkur fisk- iykt, þegar við komum inn á slökkvistöðina um daginn. Við vorum þar komnir til að hitta Bröndu, kettling, sem hefur ver ið búsettur þar undanfarinn einn og hálfan mánuð. Branda reyndist vera sofandi og við fengum strengileg fyrirmæli um að hafa ekki hátt, svo að hún vaknaði ekki. Við athugun kom í ljós að slökkviliðið var ekki að fá sér aukamáltíð, heldur var verið að elda mat handa Bröndu. Hún borðar aðaliega fisk, sér í lagi ýsu og 'úðu og leggur áherzlu á að fiskurinn sé alveg nýr. Steingrímur í Fiskhöllinni hefur gefið kettinum fisk og séð til þess að nann sé nýr. Á bak við dvöl Bröndu á slökkvistöðinni er nokkur harm saga. Þann 14. maí síðastliðinn var slökkviliðið kallað að Digra nesvegi 89 í Kópavogi. Var þar að brenna skúr. íbúar skúrsins voru kattarf jölskylda og var hún heima við þegar íkveikjan varð. Móðirin gætti þar barna sinna og byrjaði á því að bera Bröndu út, þegar kviknaði í. Hélt hún síðan inn í eldinn að ná í fleiri, en átti ekki aftur- kvæmt. Hvar karlinn hélt sig er ekki vitað. Þykir ekki ólíklegt að hann hafi„ af einkenhandi hverf lyndi karlkynsins, verið farinn veg allrar veraldar löngu áður. Að minnsta kosti hefur hann ekki gefið sig fram enn hjá við- eigandi yfirvöldum, til að frétta um afdrif fjölskyldu sinnar Branda var mikið brunnin þegar 'móðir hennar oar hana út. Allt hár hennar var meira og minna sviðið og sérstaklegá var hún illa brunnin á nefi og eyrum. Þennan illa komna mun aðarleysingja tók slökkviliðið að sér og hjúkraði henni af kostgæfni. Fyrstu dagana, sem hún var á slökkvistöðinni var hún mjög ijla haldin. Ekki fékkst hún til að borða og var það ráð tekið að fá handa henni dúkkupela og var sprautað upp í hana úr honum. Þannig varð að fæða hana í fimm daga og stóð glöggt að hún lifði. Þegar við komum inn í'varð- stofuna liggur Branda á legu- bekk, sem þar er. Hún hefur hreiðrað um sig í sólskinsbletti á bekknum. I stofunni sitja nolckrir menn og minnast þess sumir, er hægt var að hvíla sig stundarkorn á bekknum. — Sá tími er nú liðinn, þar sem Branda hefur eignað sér bekk- inn. í sama mund vaknar Branda, teygir úr sér og geispar. Við sjáum strax á henni mikinn gáfnasvip og tökum hana tali. Hún er í fyrstu ekki málug, enda nývöknuð. Það lagast þó fljótt. — Hvernig hefur farið um þig hér? — Afbragðs vel. Allir hafa verið mér mjög góðir. Satt að segja kann ég því vel að láta stjana við mig. — Þú færð náttúrlega góðan mat hér. Hvað er þín uppáhalds fæða? — Ég held mest upp á fisk, ef hann er alveg nýr. Ég hef líka stundum fengið kjöt sem tnér líkar vel og svo drekk ég tnikið ai mjólk. — Er þér gefið mikið sæl- gæti? — Ég neld að olessaðtr fóst- urfeður rnínir séu hræddtr um að eyðileggja mig á eftirlæti, ef þeir gefa mér sælgæti. Þeir hafa þó gefið mér Opal, sem mér þykir mjög gott. Raunar má bæta því við að ég held að ég hafi nægilega sterk bein til að þola góða daga og að alveg óhætt sé að gefa mér meira sælgæti. — Eru allir jafngóðir við þig hér? — Það held ég að sé óhætt að segja. Mér er þó alveg sama hver er góður við mig. Ég hef nú samt vit á því að láta þá aldrei finna hverjum ég hef mest uppáhald á. Það gæti vald ið óheppilegri afbrýðisemi. Mað ur veit hvað karlmenn eru barnalegir í svona málum. — Hafa þér verið falin nokk- ur sérstök verkefni hér á staðn- um? — Það hefur komið í ljós, að ég er ekkert lofthrædd. Ég hef því verið skráð á stigabíl- inn síðan ég fór að hressast. Þú veizt það kannske ekki, að það er merkilegt verkfæri. — Hann er 28 ára gamall, senni- lega eldri en þú, og á honum er tólf metra hár stigi. Það er eins gott að vera ekki ioft- hræddur. Þetta er engin drusla, þó gamall sé. Hann er ekki keyrður nema 4115 kílómetra. — Hvernig er með framtíð- aráformin? — Ef ég held áfram að vera eins vinsæl og ég er nú þarf ég engu að kvíða. Þér að segja held ég að þeir séu allir meira og inna skotnir í mér. Ef ég get haidið þeim þannig er allt í lagi. Annars held ég að það sem þeir kvíða mest, sé það að ég auki kyn mitt. Það er nú óþarfi að óttast það strax. Eri .... sleppum því. Branda hallar sér makindalega upp að húfu varðstjórans, Kjartans Ólafssonar. í þessu stendur Branda upp, gengur út úr herberginu. Mat- urinn er tilbúinn og okkur skilst að hún ætli okkur ekki meira af tíma sínum. Maturinn hefur mikíð að segja, þó að hún seg- ist vera farin að halda aftur af sér. Það verður að passa línurn- ar, ef halda á tugum karlkyns- ins skotnum í sér. írafossstöðin stækkuð Eins og kunnugt er hefur verið 'ákveðið að stækka írafossstöðina |f Soginu, bæta við 15 þúsund ikílóvatta vélasamstæðu og hafa .vélarnar verið pantaðar frá tveim- 'ur verksmiðjum í Svíþjóð. Áætlað kostnaðarverð þessarar stækkunar er 65 milljónir króna. ,Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári og að verkinu ' júki seint á árinu 1963. Seðla- Jbankinn hefur, að beiðni stjórnar LSogsvirkjunarinnar, haft með Íhöndum lánsútvegun til greiðslu erlends fjármagns, sem þarf til bessara framkvæmda. Bankinn hefur nú tekið að sér að selja skuldabréf fyrir 700.000 dollara í Nevv York. Vextir eru 5<4% og endurgreiðist lánið á árunum 1964 — 1968. Stjórn Sogsvirkjunar- innar hefur samþykkt að taka þetta lán og er þegar byrjað að nota það. i ». m a r u i 1 ■ ■ ■ ■ ■ ■ I ^ugðýsið i Vísb

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.