Vísir - 18.07.1962, Side 13

Vísir - 18.07.1962, Side 13
100 hesfavísur Heimskringla hefur nýiega gefið út bók er nefnist 100 hestavísur. Eru f henni vísur eftir ýmsa menn og eru meðal þeirra vísur eftir mörg þjóðskáldanna. Einnig eru í bókinni margir gamlir húsgangar, og vísur eftir ókunna höfunda. Fyrsta vfsan i bókinni er eftir j Jón Arason og fer hún hér á eftir: Ég held hann ríða úr hlaðinu bezt, ! sem harmar engir svasfa, hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæfa. Þessi er eftir Stefán frá Hvíta- ! dal: Gráni fljót og geymi sig, gráni rót og fylli, gráni hótin — gleðji þig Grána fótasnilli. Matthías Jochumson samdi þessa vísu: Skjóna er lúin, löt og körg, lemstrum búin, skökk og örg krafta rúin beztri björg, beinin fúin sundur mörg. Bók þessi er í litlu broti og er frágangur og prentun óvenjulega smekklegt. Hún er prentuð í Prent- smiðjunni Hólar. Stjóm og starfslið Kjötvers h.f., hins nýja kjötvinnslufyrirtæk is, sem nokkrir kjötkaupmenn hér í borg hafa sett á stofn, ný kjötvinnslustöð PÁU S. PÁLSSON hæstarétíarlögmaður Bergstaðastræti 14 Sími 24200. GUSTAF OLAFSSON hæstaréttarlögmaðui Austurstræti 17 Sími 13354 m'RGEIR SIGURJÓNSSOH hæstaréttarlögmaður iVIáiflutningsskrifstofa Austurstræti 10A Simi 11043 Um þessar mundir tekur til starfa nýtízku kjötvinnslustöð í Reykja- vík - KJÖTVER h.f. Fyrirtækið er til húsa í nýrri verksmiðjubygg- ingu að Dugguvogi 3 og er búið nýjum og bezta fáanlegum véla- kosti til framleiðslu sinnar. Um tuttugu manns starfa að fram- leiðslunni, þeirra á meðal kunnir kjötiðnaðarmenn íslenzkir og danskir kjötvinnslumeistarar, en vinnslustjóri er Magnús Guð- mundsson, áður kjötvinnslumaður hjá „Síid og Fiski“. Helztu fram- leiðsluvörur verða m.a. pylsur, bjúgur, fars, búðingar, áskurður og salöt alls konar, en vinnslu- afköstin eiga að geta numið 4 —.5 smálestum á dag. Allar vörur Kjötvers h.f. verða merktar fram- leiðsluheitinu „Karo“. VAXANDI FÉLAG. Reyndar er þarna ekki um nýtt fyrirtæki að ræða, þar eð það er upphaflega stofnað þann 25. jan. 1961, og stóu þá að því sex kaup- menn og kjötvinnslumenn. Var það fyrst í leiguhúsnæði að Laugavegi 32, sem reyndist brátt alltof þröngt fyrir starfsemi þess. Því var hafizt handa um nýja verksmiðjubygg- ingu, hlutafé aukið úr kr. 84.000.00 í kr. 500.000.00 og hluthöfum fjölgað. Eru þeir nú um 30, en gera má ráð fyrir að þeir verði fleiri á næstunni. Heildverzlun SKRIFSTOFA Háskóla Islands verður til 15. ágúst aðeins opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10—12 f. h. Kristjáns Ó. Skagfjörð annast dreifingu á vörum fyrirtækisins út um land, en þ.ær eru nú á boðstól- um í 50 — 60 verzlunum í Reykja- vík og ýmsum bæjum og kaup- túnum. Út á land eru vörurnar sendar með bflúm og flugvélum. TILGANGURINN. Tilgangurinn með stofnun og starfrækslu Kjötvers er fyrst sá að skapa framleiðslunni sem hag- kvæmust skilyrði, og tryggja neyt- endum' þannig í senn fyllstu vöru- vöndun og sanngjarnast verð. í stað þess að margir smáframleið- jendur vinni hver um sig við örð- ugar aðstæður og ónógan vélakost, sem bæði torveldar vöndun vör- unnar og gerir hana dýrari, jafn- vel þótt viðkomandi kunni iðn sína til hlítar, er þarna gengið til samstarfs öllum í hag — vörurn- ar unnar 1 nýtízku vélum af sér*. lærðum og þaulvönum mönnum í hentugum og rúmgóðum húsakynn um, þar sem unnt er að fullnægja ströngustu kröfum um hreinlæti og þrifnað, auk þess sem hin mikla umsetning tryggir sanngjarnt verð til neytenda, þótt hráefnið, sem keypt er til framleiðslunnar, sé að sjálfsögðiu alltaf eingöngu fyrsta flokks. Hið sama gildir auðvitað um hvaða framleiðslu sem er, en er þó hvergi eins áríðandi og varð- andi alla matvælaframleiðslu, sér í lagi þegar um jafn vandmeðfarin matvæli og kjöt er að ræða. Fram- leiðslumerkið „Karo“ á þvl stöðugt og alls staðar að tryggja neytend- um vönduðustu og heilnæmustu vöru við sem hagstæðustu verði, og eins tryggir fullkomið dreif- ingarkerfi, að þær vörur séu alltaf í því bezta ásigkomulagi, sem kraf- izt verður, hvar á landinu sem er. STJÓRN OG STARFSEMI. Yfirsmiður við hina nýju og glæsilegu verksmiðjubyggingu Kjötvers var Vermundur Eiríksson. Múrverk annaðist Ólafur Bjarna- son, Heigi Guðmundsson sá um pípulögn, Raftækjastöðin um raf- lögn alla, Óskar Ólason um máln- inguna, en Ársæll Magnússon um terrasólögn. Ofnasmiðjan hefur smíðað vinnuborð og vagna, Tækni h.f. reykofna og lyftu, en Glófaxi h.f. hefur annazt blikksmíð alla og Alúminíumsmiðjan það, sem gert er úr alúmíni. Um 600 ferm. af hinu nýja húsnæði er þegar tekið £ notkun. Framkvæmdastjóri Kjötvers h.f. er Viggó M. Sigurðsson, eigandi Hlíðarkjörs, en stjórn þess skipa Jónas Gunnarsson, Kjötborg, for- maður, Jón Bj. Þórðarson, Heima- kjöri og Garðar S. Svavarsson £ Kjötverzlun Tómasar Jónssonar. Sex ferðir F.í. um helgina Ferðafélag Islands efnir til sex ferða, tveggja sumarleyfisferða og fjögurra helgarferða sem hefjast n. k. laugardag. Sumarleyfisferðirnar eru annars vegar um Landmannaleið og austur £ Skaftafellssýslu, en hins vegar um Kjalarsvæðið. Fyrr nefnda ferðin er 9 daga ferð og er þá farið sem leið liggur í Landmannalaugar, Kýlingar, Jök- uldali og Eldgjá og þaðan niður í Skaftártungu. Eftir það liggur leið- in austur á Síðu og Fljótshverfi og alla leið inn £ Núpsstaðaskóga. Hin sumarleyfisferðin er 6 daga ferð um Kjalarsvæðið, fyrst ekið að Hagavatni, en síðan austur að Hvftárvatni, Kerlingarfjöll, Hvera- velli og Þjófadali. Skoðaðir verða merkustu og fegurstu staðir á Kili og gengið á ýmis fjöll. Báðar fram- angreindar leiðir eru óvenju svip- miklar og fjölbreyttar, farið um eldstöðvar, inn á milli jökla, um eyðisanda og gróðurvinjar f öræf- unum. Eru þær hvor um sig meðal fegurstu leiða sem getur að líta í óbyggðum. Helgarferðirnar eru að venju i Þórsmörk og Landmannalaugar, en þangað eru áætlunarferðir um hverja helgi yfir sumarmánuðina, en auk þess verður efnt til ferða norður á Kjöl, allt norður á Hvera- velli, og loks til ferðar á Trölla- kirkju. Ekið verður á laugardag- inn norður um Borgarfjörð að Fornahvammi og gist þar. Á sunnu- daginn verður ekið upp á Holta- vörðuheiði og þaðan gengið upp á Tröllakirkju. Á heimleið verður ek- ið um Kaldadal. Happdrætfi Krabbameinsfélagið hefur ákveð- ið að efna framvegis til þriggja happdrætta á ári hverju og annað á þessu ári er nú hafið, nefnist það Sumarhappdrætti og verður dregið f þvf 31. ágúst n.k. Félagið hefur ákveðið að gefa fólki úti á landi kost á þvf að skoða vinningana og um leið að kaupa sér miða. 1 því skyni hefur félagið sent bifreið með hjólhýsi til Siglufjarðar og gekk ferðin að óskum. Vinningar verða tvö hjólhýsi og ensk jappabifreið, og verð hvers miða kr. 25. Í.S.I. K.S.Í. A-lmdslið — B-landslið keppa á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn hefst kl. 8.30. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 30.00 Stæði kr. 20.00 Barnamiðar kr. 5.00 Komið og sjáið 22 beztu knattspyrnumenn íslands. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.