Vísir - 18.07.1962, Síða 15

Vísir - 18.07.1962, Síða 15
inXOViis.uucigui 10. juu ízjxjæj. V'SIR SAKAMÁLASAGA ^ ^ EFTIR CHARLES WILLIÁMS FJÁRSJÓÐURINN ast að segja minnir þú mig á Butler. — Vonandi ekki að neinu ráði. — Hvers vegna ekki? — Hefurðu gleymt að hann er dauður? \ Við ókum áfram án þess að ræðast frekar við í bili og svo sagði hún: — Við erum næstum komin. Húsið er til vinstri í útjaðri bæj- arins — þarna. Það var svo dimmt, að maður sá næstum ekkert, en er ég rýndi betur sá ég þó eins og dökka þúst milli trjánna. Hvergi sást ljós. Hún sveigði til hægri og inn í götu þar sem hús og grasvellir voru beggja vegna og lengra burtu götuljósker. — Þegar ég stanza, sagði hún, erum við fyrir aftan húsið. Þar er limgerði og vírnetsgirðing. Ef hliðið skyldi vera lokað mun ekki verða erfitt að klifra yfir það. — Gott og vel, sagði ég. Og þú kemur hingað á þeim tíma, sem okkur kom saman um. Eftir nokkrar sekúndur var hún horfin og ég var þarna einn. Ég beið til þess að augu mín vendust myrkrinu. Það var ekkert tunglsljós og logn og hlýtt. Ég gekk fram með lim- girðingunni og fann hliðið. Girð- ingin var að minnsta kosti IV2 metri á hæð og limgirðingin miklu hærri. Ég fálmaði eftir læsingunni. Hliðið var ólæst. Það brakaði í hjörunum, er ég opnaði hliðið. Fram undan var nú hið myrka hús, tveggja hæða með risi og háum göflum, sem náðu jafn- hátt og krónur trjánna, sem vax ið höfðu í skjóli þeirra. — Til hægri var einhver lægri bygg- ing, vafalaust bílskúrinn, hugs- aði ég. Ég gekk hringinn í kringum bygginguna til þess að fullvissa mig um að hvergi væri Ijós inn- an vel byrgðra glugga, en allt var með þeim blæ, að engu var líkara en að húsið hefði staðið autt í aldarfjórðung. Við eldhúsínnganginn var skýli undir þaki og nú flaug mér í hug, að hægðarleikur hefði verið að grafa líkið og peningana í þessiim stóra garði og væri þá leit okkar fyrirsjá- anlega til einskis, því að ekki væri hægt að leita í þessum stóra garði nema með stórvirk- um tækjum. Nálægt skýlinu voru tveir gluggar í kjallafaveggnum. Ég fór þangað og kveikti á vasa- ljósinu. Báðir voru lokaðir. Ég valdi þann gluggan, sem betur var hulinn trjágróðri, — límdi límpappír á rúðuna, og braut hana, og svo var hægðar- leikur að komast inn. Ég kveikti aftur á vasaluktinni, er inn var komið. Það var þá miðstöðvarklefi hússins, sem ég var í og undir veggnum gegnt mér var kola- byngur. Við hliðina á honum voru koffort, blaðabúnkar og annað drasl. í næsta herbergi var þvottavél og þvottasnúrur með klemmum á. — Mér fannst tilgangslaust að byrja leitina þarna —■ fyrst yrði ég að fara um allt húsið til þess að fá eins konar yfirlit — og vitanlega varð ég að full- vissa mig um, að konan væri ekki í húsinu. Diana hafði sagt mér, að hún væri áreiðanlega ekki þarna heldur á heimilinu gegn húsinu, sem íbúð hennar var. Og ég hugsaði sem svo, að það yrði ekki Diana, sem yrði að dúsa innan rimlana, ég yrði gómaður. Ég fór aftur inn í miðstöðv- arklefann og var nýbúinn að finna tröppurnar upp á fyrstu hæð, þegar ég varð gripinn ó- notalegum geig og slökkti því á vasaljósinu. Ég lagði við hlust ifhíít.^taer taug í líkamanum var spennt til hins ýtrasta. Það var eitthvað svo óhugnanlegt að við lá að hárin risu á höfði mér. Mér fannst ég allt í einu heyra veikan óm hljómlistar. Hljómlist klukkan 4 að morgni í mannlausu húsi? — Vitleysa, hugsaði ég, en samt beið ég góða stund, unz ég kveikti aftur á vasaljósinu. Svo kveikti ég á því <jg gekk upp tröppurnar. Og eftir örstutta stund var ég kominn inn í eld- húsið. Það var gluggi fyrir ofan upp- þvottavaskinn, en vindutjaldið var dregið niður. Það var eitt af því, sem ég varð að vera ör- uggur um að birta sæist hvergi að utanverðu frá af vasaljósinu mínu. Dyr voru þarna úti í skúr inn og aðrar í nánd við elda- vélina að göngum. Og loks voru þriðju dyrnar, sem ég gizkaði á að væru að stúlknaherberginu og reyndist það rétt. Ég var stöðugt óstyrkur á taugum og bjóst hálfvegis við, að einhver lægi í leyni og myndi senda kúlu í höfuð mér. Ég lokaði dyrunum á eftir mér og fór inn í borðstofuna. Þar höfðu þykk gluggatjöld ver- ið dregin fyrir glugga og hús- gögn voru hér dökk og þung. Á hliðarborði var silfurborðbún- aður, sem vafalaust hefur kost- að affjár. Ég skoðaði mig um þarna og ég var að hugleiða, að það væri ekkert furðulegt við það þótt frú Butler skvetti í sig, — ekki gat það verið skemmtilegt að vera tíðum ein í svona húsi. Borðstofan var gríðarstór og elliblær á öllu tréverki þar. — Gluggatjöldin virtust vera úr vín rauðu flaueli, og yfir sum hús- gögnin var breitt.og voru hús- gagnahlífarnar annaðhvort kol- sVartar eða dökkrauðar. Einn veggurinn var þakinn bókahill- um. Bækurnar vöktu sérstaka athygli mína, því í hillunum var allt á rúi og stúi, jafnvel bind- um alfræðiorðabókar var ekki raðað í hilíurnar, þau voru hing- að og þangað og ekki einu sinni í sömu hillunni. Aftur varð ég gripinn geig og leit í kringum mig, en ég varð einskis var og hélt áfram at- hugunum mínum. Varð ég þess 'pV,1 1) Hinn risavaxni garpur ætlar að kremja Tarzan undir fæti sér. 2) t'ji Tarzan er snar í snúning- um og veltir sér undan á síðustu stundu. 3) Um leið kippir hann í einn af köðlunum, sem tengdir eru við ur þegar hryggur risans brotnar við hálsband risans. Það heyrist smell hið snögga átak. VJW öarnasagan Kolli og eldurl. Þegar illit hðfOi, -.-r»n«i ->r ui,ú vsn^hto?., eekk gr<*i/in» , n.e’i jV'Sti J'V. .ra',.T r.i'eu* r.: f vri -'s*'*, t ■ ’Z .'?*•» mönrinre ,-orhðgp, i-oypO af V*ikrnyndatðWurA lael, «•“ vNOi byggt F.f ég Hi' hér > rriánuð 1 -agði greifinn hiiíinn. ug þó hef- há mundi þ-i'; írnis nu-ð því að urðu ekki séð nema nelminginn ég yrði í uefjv<:<k»»splta!a, 1 enn. <ngði Kalll -- Vj iia?- v-irkilegs 15 Nei nei, mamma þú truflar okk- ur ekkert. 92-'/ Á ég að segja mömmu þinni, hvenær þú kemur heim aftur frá v tunglinu? nú var, að einn sófinn hafði verið færður til og kraup ég á kné til þess að athuga það bet- ur. Svo ýtti ég honum frá veggn um og sá að rist hafði verið með hníf í stólbakið og einnig í sófa- púðana. Notaður hafði verið beittur hnífur. Ég settist á hækjur mér og kveikti mér í sígarettu. Einhver hafði verið að leita á undan mér. Hver var hann — eða hún? Og — sem enn mikilvægara var — hafði leitin að fjársjóðnum borið árangur? Ef hún hafði ekki gert það mátti ganga að því vísu, að leitinni yrði haldið áfram. Mér virtist augljóst, að lögreglan mundi, ekki hafa skemmt neitt við leit sína, og Butler og þernan mundu ekki hafa skilið svona við bækurnar. Þar sem aðrir voru að leita hér var augljóst, að við Diana vor- um á réttri slóð, en við vorum þannig ekki ein um það að halda, að frú Butler hefði drep- ið mann siun, áður en honum tókst að fíýja. Og nú var ég þarna kominn og átti að halda áfram skipu- lagðri leit þar til Diana kæmi eftir mér, að ég gæti ekki snúið við og hætt við allt saman. Ég slökkti í sígarettunni í öskubikar og lagði leið mína upp á hæðina fyrir ofan. Stig- inn var lagður þykkum teppa- dregli, en samt brakaði í einu þrepinu. Mér varð biit við og oölvaði. Taugarnar voru ekki í ;em beztu lagi, En svo hélt ég áíramupp. Hví skyldi ég hræð- *st í mannlausu húsi? Ég lét ljósgeislann frá vasa- ljósinu falla beint fram og er ég var kominn upp csra ég staðar dcuðskelkaður . Framundau vo.iu hálfopnar dyr og lagfii þp/r.n daufa ljósskímu. viitiju dauðera ,'jós ©o - -

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.