Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. júlí 1962.' 5 V’SIR Það hefði einhvern tírna þótt heilög stund á íslandi að vera staddur á kirkjugólfinu í Skál- holti á Þorláksmessu á sumri. Eitt sinn var það mikill dagur á þessum stað, fólk lagði á sig langar ferðir, til að vera þess aðnjótandi og var þá oft mikið um dýrðir. Kirkjuklukkur hljómuðu og helgiblær var yfir öllu. Við lögðum einnig land undir fót til Skálholts á Þorláks- messu, eins og fólk forðum daga. Okkur buðu líka vel- komna klingjandi kirkjuklukk- ur — en helgiblærinn var horf- inn. Níi slá menn hlaðvarpann með vélknúnum sláttuvélum og saga timbur á kirkjugólfinu. Dagar „hins hæsta höfuðstað- ar“ eru löngu liðnir, heyra sög- unni til. En staðurinn er enn þá til og þeir menn einnig, sem hafa fullan hug á að bæta hér um. Þess eru greinileg merki. Ómáluð kirkja, virðuleg og stolt hefur risið af grunni á þeim stað, sem fyrri kirkjur Skál- holts hafa staðið. Þegar gengið er inn kirkjugólfið sést, að hún er enn hálfbyggð. Loftið er full • gert og gluggarnir tilbúnir. en að öðru leyti standa veggirrfi Berir og verkin hálfunnin. ★ En samt, samt finnur maður strax, að þetta er meira en venjulegt hús. Og fyrir þeim til- finningum eru ærnar ástæður. Grunnurinn er grunnur helg- ustu kirkju þessa lands, og kirkj an sjálf hefur verið áhrifamesti staður sama' lands, frá því „kristni var á komið“ árið 1000. Hér sátu ísleifur biskup og Gizur sonur hans, sá merki maður. Hér er Maríustúka Brynjólfs, hér var Nýja testamentið þýtt og hér predikaði Jón Vídalín. Þegar minnzt er þessara at- burða, þegar liðin saga er rifjuð upp, er auðvelt að gera sér grein fyrir hversu þessi staður og hans menn hafa ráðið miklu í baráttu þjóðarinnar fyrir til- veru sinni. En um leið er auðvelt að gera sér grein hvers staðurinn hefur misst, hve hann er mikill svip- ur hjá sjón. Og einmitt sú stað- reynd, hlýtur að vekja hvern heiðarlegan Islending, eftir þessa upprifjun, af vondum draumi og verða honum hvatn- ing til að veita þeim mönnum, sem nú standa að endurreisn Skálholts, allan sinn stuðning og traust. Þetta hafa frændur okkar á Norðurlöndum gert. Frá þeim hafa borizt dýrindis gripir. Dan- ir hafa gefið orgel, viðurinn er norskur, norskir stólar hafa ver ið gefnir ,og danskur maður ís- lenzkrar ættar hefur smíðað skápa. Klukkurnar eru hver frá sínu Norðurlandanna og „enn eru ekki öll kurl komin til graf ar“. Til kirkjubyggingarinnar hefur nú verið varið þremur og hálfri milljón ,sem telja verður lítið. Enn þá vantar 1 milljón kr. svo hægt sé að fullgera kirkjuna, og er það ekki mikið fé. Við byggingu kirkjunnar hafa unnið í vetur 5-6 menn, múrarar og smiðir. Er áætlað að hægt verði að ganga endan- lega frá næsta sumar. Verður þá Skálholtskirkja vígð. — Hafa þær verið nokkrar um dagana, fáar minni og a.m.k. ein stærri. Tvisvar hefur Skál- holtskirkja brunnið, 1309 og 1524. ★ Undir kirkjunni er hvelfing, þar sem gert er ráð fyrir að geyma þá hluti sem í eigu kirkj- unnar eru en ekki verða f henni sjálfri. Or þessari hvelfingu liggja göng þau s$m skólasvein- ar notuðu til að lcomast f kirkju þegar vont var veður. Hafa þessi göng verið grafin upp. * í gólfi þeirra eru hellur sem tald- ar eru 800 ára gamlar. Aðrar merkilegar hellur er að finna þarna — í skólavörð- unni. Sú varða er að vfsu ekki lengur eins og hún var upphaf- lega, því einhvern tfma, notuðu sveitungarnir hellur úr henni í fjárhús .sém þeir reistu sín- um rollum! Petta getur að líta þegar gengið er um staðinn. Þar er að sjá tóftir af gömlum úti- húsum, Staupastein og minjar þess háæruverðuga sómamanns Þorláks helga. Þorláksbúð, Þor- láksbrunn og Þorlákssæti, þar sem sá heilagl kallaði anda- giftina yfir sig. Allt ber þetta fyrir augun og upp rifjast heilu kapitularnir úr íslandssögunni. Það er reyndar auðvelt, þegar kunnugir ganga með út fyrir túngarðinn og benda á þúfurn- ar þar sem Jón Arason og synir hans voru hálshöggnir. Hér hefur risið nýtt hús, hús þess sem ráða skal á þess- um stað í komandi framtíð. Rétt austan við það stendur hálfsmíðuð kirkjan. Þessar bygg ingar eru talandi tákn þeirrar endurreisnar sem þarna á sér stað, undir forystu kirkjunnar manna. Þeir finna bezt tign og virðuleik Skálholts og hjá þeim fylgir hugur máli í starfinu. þeir þurfa aðeins tiltrú og stuðn ing þjóðarinnar til að gera Skál holt aftur að Skálholti. Það var þeirra verk f upphafi og, við skulum láta það verða þeirra verk nú. „Ef kirkjan dugir ekki til þess þá dugir hún ekki til neins“. Þetta eru göngin, þar sem skólapiltar gengu til kirkju, þegar vont var í veðri. — Hellurnar eru taldar um 800 ára gamlar. Biskup stóð í kór kirkjunnar, þegar hann skýrði frá framkvæmd um og lýsti yfir vígslu kirkjunnar á næsta sumri. Gluggarnir sjást fyrir ofan. Þeir eru teiknaðir af Gerði Helgadóttir. Hin nýja Skálholtskirkja. Fullgerð verður hún ein veglegasta kirkja landsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.