Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 13

Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. júlí 1962. V'SIR 13 Olf laska, kex og knattspyrna í hádeginu Gunnar Loftsson á vellinum. Pegar knattspyrna er leikin á Laugardalsvell- inum, eru 22 knatt- spyrnumenn á vellinum, einn dómari, tveir línu- verðir og auk þeirra nokkrir strákar, sem Iiafa það starf að sækja boltann, þegar hetjun- um bregst bogalistin og boltinn fer út af. Fáir munu taka eftir þess- um hetjum hversdagslífsins, svo vér gengum út á völlinn og ræddum við einn þeirra. Við hitt um Gunnar Loftsson, sem er 14 ára að aldri. — Hefurðu gert þettá lengi? — AÍveg síðan byrjað var að spila á Laugardalsvellinum. Ég hef ekki misst úr leik. — Er þetta erfitt? — Alls ekki. — Hvernig líkar þér þessi leikur? (A- og B-landsliðin voru að keppa). — Mér finnst hann ágætur. Mér fannst það þó anzi lélegt að mennirnir, sem áttu að keppa, skyldu ekki mæta. Ak- ureyringarnir Steingrímur, Kári og Jón, komu ekki. Garðar Árna son var að vinna. Þeir urðu að fá menn ofan úr stúku til að spila og annar línuvörðunnn varð að leika með. Svo vantaði markvörðinn hjá B-liðinu. — Hver þykir þér beztur í þessum leik? — Mér finnst Geiri, mark- vörðurinn hjá B-liðinu, standa sig mjög 'Vql., Þórður Jóns og Grétar eru líka góðir. Annars sýnist mér Ríkharður alveg vera hættur að spila. Þeir gera svo miklar vitleysur hinir. — Hver er skemmtilegasti leikur, sem þú hefur séð hér á vellinum? — Leikur Akraness og S.B.U. er sá skemmtilegasti. Hann var harður og mjög skemmtilega leikinn á köflum. — Hverjir þóttu þér beztu mennirnir? — Mér fannst hægri bakvörð ur Akraness vera einna beztur. Hann var mjög harður. Það var bæði sparkað í hann og stigið ofan á andlitið á honum. Hann lét það ekkert á sig fá og lék auk þess ágætlega. Rikharður var líka ágætur. Hann hélt lið- inu saman allan leikinn? — Gerði hann það einn? — Það virtist mér. — Stundar þú íþróttir? — Ég er í knattspyrnu í Fram, körfubolta í Í.R. og hand- bolta í Ármanni, í fjórða flokki. — Hvernig gengur í knatt- spyrnunni? — Við erum búnir að leika tvo leiki og unnum báða. — Hvað þykir þér skemmti- legast af þessu? \ — Körfuboltinn. Það er kannske líka af því að okkur gekk mjög vel. Við urðum ís- landsmeistarar í fjórða flokki. Í.R. á mjög mikið af körfubolta- mönnum. Þeir unnu í öllum flokkum nema einum. — Hvernig er þá með hand- boltann? — Það gekk ekki nógu vel. Við spiluðum á móti sterkasta liðinu fýrst og duttum alveg niður við það. — Hvaða íþrótt er erfiðust af iþeimv‘sem þú iðkar? — Knattspyrnan er érfiðust. Auk þess spila ég á kanti og þar þarf maður að hlaupa mjög mikið. — Er ekki allt þetta erfiði bráðóhollt? — Pafjbi er að segja, að það geti orðið of mikið, Hann yill að ég komi heim í mat í há- deginu frekar en spila knatt- spyrnu. Mér dugir alveg að fá ölflösku og kex. — Hvað ætlar þú að gera f framtíðinni? — Ég var í fyrsta bekk f Langholtsskólanum í vetur og ætla að halda áfram og taka landspróf. Eftir það ætla ég svo í íþróttaskólann á Laugarvatni. Mig langar til að verða íþrótta- kennari. „Amazonas", mynd Jörgehs Bitsch, sýnd hér Merk fræðslumynd er sýnd í Stjörnubíói af Valgarði Runólfs- syni í Hvergerði, sem að sýning- um loknum æltar að ferðast með hana um landið og byrjar á Aust- fjörðum í næstu viku. Myndin er hin fagra litkvikmynd Jörgens Bitsch — AMAZONAS — er hann tók á ferð sinni í Suður-Ameríku 1956. Myndin, sem fylgir er af Aatti-þjóðflokknum. — Bókin kom hér út í þýðingu s.l. haust og nefn- ist GULL OG GRÆNIR SKÓGAR. Þess má og geta, að hér á Iandi kom út fyrir allmörgum árum stór merk bók, Inkamir í Perú, gefin út af Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guð- jónssonar, svo að Islendingar hafa fengið af bókum, þeir er vildu, góð kynni af þjóðflokkum þeim, sem myndin fjallar um. Jörgen Bitsch segir annars sjált'- ur um bók sfna: „Tilgangur farar minnar var ekki að'finna olíu eða uraníum, ekki að leita gulls eða huldra fjársjóða, heldur að festa á filmu lifnaðar- háttu hinna frumstæðu þjóðflokka, sem eru óþekktir í dag, en verða e. t. v. horfnir af sjónarsviðinu eftir nokkra áratugi. Og um leið vil ég gefa fólki kost á að taka þátt í því, sem ég hef sjálfur séð og reynt — allt frá hinu litauðuga og fjölbreytta jurta- og dýralífi til hinna stórkostlegu fornminja frá dögum Inkaþjóðarinnar". Jörgen Bitsch var eini hvíti mað- urinn í förinni. Hann fór yfir hinn háa Andesfjallgarð, gegnum hið ó- Barna- og miðskólanum í Hvera i gerði var slitið 28. maf s.l. Við skólann, stunduðu nám 212 nemendur, 166 í barnaskólanum og 46 í miðskólanum og voru bekkjardeildir alls 10. Við skólann störfuðu 7 fastir kennarar og 3 stundakennarar auk skólastjórans. Prófum í barnaskólanum iauk síðast í apríl, en í miðskólanum Iauk þeim 19. maf Á barnaprófi varð efst Ásdís Ólafsdóttir, með einkunnina 9,09. Á unglingaprófi varð efstur Sigurður Þráinsson með 8,81 og á miðskólaprófi varð Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir efst með 8,72. Landsprófsdeild var ekki í skól- anum s.l. vetur, en ákveðið er, að hún verði á vetri komanda. Eru væptanlegir n^mendur.í III. bekk„ greiðfæra fenjasvæði Amazonlands ins og komst loks til Matto Grosso. Þar dvaldist hann lengi hjá Awatti- Indfánunum, sem eru meðal hinna viUtustu og grimmustu þjóðflokka Suður-Ameríku. Þetta er stórmerk mynd, sem menn ættu ekki að setja sig úr færi að sjá. Tækifærin eru í dag og á morgun. bæði í landsprófsdeild og almennri miðskóladeild, beðnir að senda um sóknir sínar sem fyrst. Sýning á handavinnu og teikn- ingum nemenda var opin 27. og 28. maí, og komu fjölmargir gestir er gerðu mjög góðan róm að hand- bragði nemenda. Garðyrkjumenn- irnir Gunnar Björnsson og Paul Michelsen lánuðu blóm á sýning- una. Að afstöðnum prófum fóru allir nemendur f l-2ja daga ferðalög, nema 2. og 3. bekkur miðskólans, sem fóru 4ra daga ferð til Vest- mannaeyja. Tóku Vestmanneyjing- ar sérstaklega vel á móti hópnum, og sénda nemendur og kennarar, sem með hópnum voru, þeim al- úðarþakkir fyrir ánægjulega 4völ f pyjum. 212 í skóla Hveragerði \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.