Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 12

Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 12
12 VISIR Laugardagur 21. júlí 1,962. Kvennasíða Framh. af 7. síðu. | mennt má segja, að hósti sem staðið hefur einn mánuð sé varasamur og þá ætti maðurinn að láta lækni rannsaka sig. Óðalungnakvef er bólga 1 lungnapípunum. Hún getur staf- ! að af venjulegri ofkælingu eða verið afleiðing inflúenzu, en getur einnig komið án nokkurs undangengins sjúkdóms. Hún stafar venjulega af bakteríum. Það er fljótlegt að draga úr henni með fúkkalyfjum Þess vegna er kannski ekki ástæða til að óttast þennan sjúkdóm, : en þó er batinn mjög undir því kominn að maðurinn fái rétta aðhlynningu og hjúkrun. í fyrstunni á að gefa honum sjúkramat, svo sem ávaxta- d"ykki, súpur, og mjólk- urmat. Heitt te er eitt af beztu meðulunum til að draga úr erfiðum hósta. Síðar má prófa sig áfram með matinn og þá verður ekki aðalatriðið hvaða matartegundir það eru, heldur hitt að maðurinn hafi lyst á matnum. Hann verður því að vera bragðgóður og lystug- ur, uppáhaldsmatur hans. Þegar þannig stendur á verð- ur um tíma að gleyma öllum matarkúr og gefa manninum nóg að borða af þeim mat sem honum finnst lystugastur. Þér skuluð athuga það, að þegar maðurinn yðar hefur einu sinni fengið þennan sjúkdóm verður hann móttækilegri fyrir honum í annað skipti. Og það tekur langan tíma að fá fullan bata eftir að slímhúð lungna- pípanna hefur skaddazt. Þe6ar reykingamaður hef- ur krónískan hósta þarf hann að láta rannsaka sig. Þegar maðurinn yðar hefur stöðugan þurran, þreytandi hósta, þá skuluð þér ekki leyfa honum að láta sem ekkert sé. Nauðið í honum að fara í gegnumlýs- ingu. Hún kostar ekkert og röntgentækið getur fyrr séð Mikid úrval al 4 5 og 6 manna bilum Hringid i sima 23900 og leitib uppíýsinga BÍLA- BÁÍA- OG VERÐBRÉFA- SALAN BERGÞÓRUGÖTlí 23 Kjörbíllinn sími 73900 sjúkdóm á byrjunarstigi, miklu fyrr en hlustunartæki læknis- j ins. En jafnvel þó ekkert sjáist j við gegnumlýsingu, ættuð þér að ráðleggja honum að draga úr reykingunum. Sá sem hafnar því öryggi sem fylgir gegnumlýsingu er heimsk ur, fífldjarfur eða lifir á liðinni öld. Hvað af þessu sem gildir um mann yðar, þá þurfið þér að fá hann ofan af þrjózkunni og skilja það að þetta er heimskulegt. Það er nú staðreynd, sem ekki verður iengur á móti mælt að óhóflegar sígarettureykingar i valda lungnakrabba. Margt af j því sem verður fólki til bless- 1 unar og ánægju, þegar þess er neytt í hófi snýst upp í bölvun, þegar því er ekki haldið innan hæfilegra takmarka og það gildir einmitt um tóbaksrpyking ar. ★ Auk lungnakrabbans geta sfgarettureykingar valdið ýmiss konar hálssjúkdómum og á- kveðnir hjartasjúkdómar stafa og af þeim. Rannsóknir hafa t.d. sýnt það svart á hvítu að hættan á því að stórreykinga- menn fái blóðtappa er miklu meiri en fyrir bindindismenn á tóbak. Reykingamönnum er einnig hættara við lungnaberklum og sígarettureykingar geta valdið magasjúkdómum. Margir af þessum sjúkdómum sem algeng ari eru meðal reykingamanna en bindindismanna valda enn stærri dánartölu en lungna- krabbinn. • Þegar menn kveikja í síga- rettu finnst þeim þeir slappa dásamlega af, — en þegar um stórreykingamenn er að ræða, sem eru forfallnir í tóbak, er ekki Iengur um neina afslöppun að ræða, heldur eykur tóbaks- reykurinn þvert á móti spenn- una. Maðurinn sem fær sér einn vindil eftir matinn, kannski að- eins einu sinni í viku, hefur miklu meiri ánægju af tóbaki en hinn sem kannski keðjureyk- ir 40 — 50 sígarettur á dag. Og mesta ánægju veita pípureyking arnar þegar allt kemur til alls. © Nú spyrjið þér kannski: — ] Á maðurinn minn að hætta al- ■'og að reykja? Því er til að svara, að ef maðurinn yðar er vanur að keðjureykja allan liðlangan dag inn, þá er ótrúlegt að hann geti dregið úr reykingunum nema með þvi að hætta alveg. Ef maðurinn getur hins vegar dregið úr reykingunum svo að þær verði hæfilega miklar, þá þarf hann ekki að hætta alveg til að vernda heilsuna og máski bjarga lífi sínu, Læknirinn getur hjálpað manninum yðar við að draga úr reykingunum. Hann getur bæði gefið góð ráð og gefið meðul. En hvað er hæfilega mikil reyking? — Ef um sígarettur er að ræða, ætti neyzlan ekki að fara fram úr fimm á dag. • Margir sem hafá getað hætt að reykja I nokkrar vikur verða þess allt I einu vísari, að þeir þurfa ekkert á tóbakinu að halda. Ef maðurinn yðar er mikill reykingamaður, verður hann að íiætta I dag að reykja. Það er ekki skynsamlegt að fresta því ið hætta að reykja. Margir nenn segjast ætla að hætta á ' ■■■• 'n það hafa þeir sagt ntir. Árbækur Hins íslenzka bók- menntafélags árið 1961 eru komn- ar út, en þær eru 135. árg. Skírnis og Baldvin Einarsson og þjóðmála- starf hans eftir Nönnu Ólafsdóttur magister. Skírnir er að vanda fjölbreyttur að efni. Ritstjórinn,', Halldór Hall- dórsson ritar um Háskóla íslands fimmtugan, Einar Laxness aldar- minningu Jóns Sigurðssonar, Bo Almquist grein, er hann nefnir Um ákvæðaskáld, Erik Sönderholm Samtíning úr Fóstbræðrasögu, Árni Björnsson Hjátrú á jólum, Ein ar Bjarnason Um íslenzka ættfræði og sýnishorn af ættarrannsóknum eftir fornbréfum, Sven Möller Kristensen um Kaj Munk, Trausti Einarsson Nokkur orð um sumar- aukagreinina I íslendingabók, Að- algeir Kristjánsson Lok einveldis í Danmörku og stofnun íslenzku stjórnardeildarinnar 1848, Jónas Pálsson og Hjálmar Ólafsson At- huganir á landsprófi miðskóla, Steingrímur J. Þorsteinsson Dokt- orsrit um Hómersþýðingar Svein- bjarnar Egilssonar, Einar ól. Sveinsson Athugasemdir um Alex- anderssögu og Gyðingasögu. Þá er þar bréf frá Jóhanni Sveinssyni, sem hann nefnir Hugleiðingar jm verðiaunabók, en ritfregnir skrifa þeir Jakob Benediktsson, Aðalgeir Kristjánsson, Magnús Már Lárus- son," Þórhallur Vilmundarson, Hall dór Halldórsson, Alejtftnd^iíóhE&Wi essonf Þóroddur Guðmundsson og Gunnar Sveinsson. Baldvin Einarsson og þjóðmála- starf hans er að stofni til ritgerð Nönnu Ólafsdóttur til meistara prófs. Höf. segir m.a. í formála: „Hið ýtarlegasta, sem til er am Baldvin á einum stað, er eftir Boga Th. Melsteð I Tímariti Bókmennta- félagsins 1904... Rækileg rannsókn hefur þó ekki farið fram á starfi Baldvins. Með þessari bók er reynt að bæta úr því að nokkru leyti og.. lýsa verki Baldvins og áhrifum hans á fslenzk málefni, menningar leg og atvinnuleg og stjórnmála- leg.“ Bókin er 202 bls. að stærð að nafnaskrá meðtalinni og nokkrar myndasíður að auki. Þessar bækur verða nú sendar félagsmönnum. Þær og aðrar bæk- ur Bókmenntafélagsins eru auk þess til sölu hjá Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, og geta menn gerzt þar félagar I Bókmenntafé- laginu. Mil« M tieii LIM UliftUeiÝSINOAS BARNAVAGNAR. Notaðir barna vagnar og kerrur. Einnig nýir vagn ar. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er Tökum í umboðssölu. Barnavagnasalan, Baldursgötu 39, sími 20390. KÆRKOMNAR tækifærisgjafir — málverk, vatnslitamyndir, litaðar ljósmyndir hvaðanæfa að af land- inu, barnamyndir og biblíumyndir. Hagstætt verð. Ásbrú Grettisg. 54 HITAVATNSDUNKUR (spíral) til sölu. Sími 23243. (1020 VEIÐIMENN. Ánamaðkur til sölu. Grettisgötu 31. Sími 23973. (1019 TIL SÖLU vegna brottflutnings. Skrifborð, ísskápur (Atlas), sófa- borð, barnakerra, útvarp með plötuspilara, eldhúskoliar, stuttur dfvan, hægindastóll, búrvigt, karl- mannsföt o.fl. Til sölu að Álfheim- um 26 4. hæð. Sími 35119 og 10444 eftir kl. 2 I dag. (958 ELDHÚSBORÐ með skápum til i sölu, Seljaveg 21, efstu hæð. — I Hentug í sumarbústað. SÖLUSKALINN á Klapparstíg 11 kaupir og selur alls konar notaða muni. Sími 12926 (318 HÚSGAGNASKÁLINN, Njá'sgöti. 112, kaupir og selur notuð hús gögn, herrafatnað, gólfteppi og fl Sími 18570 (000 SÍMI 13562 Fornverzlunin Grett isgötu. Kaupum húsgögn ve) með farin, . karlmannaföt og útvarps tæki, ennfremur gólfteppi o.m.fl Fornverzlunin Grettisgötu 31. (135 TIL TÆKIFÆRISGJAFA: — Mál verk og vatnslitamyndir Húsgagna verzlun Guðm. Sigurðssonar, — Skólavörðustig 28. — Sími 10414. ÖSKA EFTIR vel með förnum dúkkuvagni. Uppl. I síma 35658. DODGE VIBON til söilu, til sýnis sunnudag frá kl. 1-5 á Miklubraut 90. (1014 KAUPUM kopar og eir Jámsteyp- an h.f. Ánanaustum. — Sími 24406 NÝLEGUR rafmagnsþvottapottur til sölu. Uppl. I síma 18278. (1021 • • .•.•.•••.v.y.v.%y. ...... •’•••• r. .•p*-* - -J’.Vu.- -«• SAMKOMUR K. F. U. M. Almenn samkoma ann- að kvöld kl. 8,30. Gunnar Sigur- ‘ jónsson guðfræðingur talar Allir \ velkomnir. SMURSiODlN Sætúni ». - Seljum allar tegundir af smuroliu. Fljót og góð afgreiðsla. Sími 16-2-27. KISILHREINSA miðstöðvarofna og kerf með fljótvirki tæki. Einnig viðgerðn breytingar og nýlagnir Sími 17041 (40 VÉLAHREINGERNINGIN s'lgliSiltí góða Fljót- leg, þægileg vönduð vinna, van- ir menn ÞRIF h/t - Simi 35357 AFGREIÐSLUSTÚLKA óskast strax. Uppl. I síma 12529 og 23398. (1008 BíSa- og SE'.UR: Volkswagen ’55 — ’62 Corvair ’6G Ford ’5" Ford '55 góður bíll Chevrolet ’55 Skoda '56 — ’59 Moskowitch '55 — ’60 Jeppar 42 — ’55 Austic '46 — '55 VÖRUBÍL4R Mercede. Benz ’55— ’Gl Chevrolet ’55 —’61 Volvo '55 — ’57 Bedford ’60-’61 Chevrolei ’47 Ef þér ætlið að selja bíl, þá lítið inn. Ef þér ætlið að kaupa bil, þá iítið inn. Ennfremur höfum við ávallt all- Bíb- og búvéiasalan við Miklatora Slmi 2313f EGGJAHREINSUNiN Munlö liina þægilegu kemisku vélhreingemingu á allar tegundir híbýla. Simi 19715 HREINGERNING ÍBÚÐA. Sími 16-7-39. REIÐHJÓLAVIÐGERÐIR, — örin umst viðgerðir og sprautun á hjálp armótorhjólum, reiðhjólum, barna- vögnum o.fl. Einnig til sölu upp- gerð reiðhjól flestar stærðir. Reiðhjólaverkstæðið LEIKNIR Melgerði 29, Sogamýri. Sími 35512 (2254 FIREINGERNINGAR - GLUGGA HREINSUN. Fagmaður í hverju starfi. Sími 35797. Þórður og Geir. Þýzk STÚLKA, enskumælandi 22 ára vill dvelja í mánuð og vinna hálfan daginn hjá íslenzkri fjö!- skyldu. Susanne Krumrey Hildesheim Goslarschelandstr na6. (1022 FÉL/tSSlÍF Frjálsiþróttadeild KR. Innanfélags- mót í kúluvarpi kl. 15,30 í dag. Stjörnin HUSKADENDUU - uatið okkui leigja — Leigumiðstöðin. Lauga- vegl 33 B. (Bakhúsið) Simi 10059. ÓSKA EFTIR stórri stofu eða ? samliggjandi herbergjum. Helzt í Hliðunum. Uppl. i síma 32274. (1013 HERBERGI sem næst Landsspítai- anum fyrir erlenda læknastúdenta óskast í ágúst og september. — Uppl. í síma 19444 og 17836. (1023 VANTAR 2ja-3ja herb. íbúð nú þegar eða um næstu mánaðamót. Uppl. í síma 13914. (1009 KJALLARAHERBERGI með sér inngangi og baði óskast í Vestur- bæ innan Flringbrautar. Uppl. í síma 17122 1-4. (1016

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.