Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 10
10 - Laugardagur 21. júií 1962. Auk œviminninganna er mér- kunnugt um erfiljóð frá 18. öld um eftirtaldar persónur: Jón Þorláksson sýslumaöur, Khöfn, ártal vantar, en Jón deyr árið 1712 þannig að erfi- ljóðin hafa naumast verið gefin út löngu seinna (8 bls.). Jórunn Skúladóttir Khöfn 1761 eða ’62 (4 bls.). Þórunn Guðmundsdóttir sýslu- mannsfrú, Khöfn 1765 (8 bls.). Eggert Ólafsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir, Khöfn 1769 (16 bls.). Magnús Gíslason amtmaður, Khöfn 1771 (15 bls.). Karitas Bjarnadóttir, Hrappsey 1784 (14 bls.). Jóhanna Ormsdóttir, Hrappsey 1784. Ekkert eintak þekkist lengur af þessum erfiljóðum, en það eru til heimildir fyrir því, að þær hafi komið út. á prenti. Um blaðsíðutal er ekki vitað. Hannes Finnsson biskup, Leir- árgörðum 1796 (8 bls.). Þessi erfiljóð voru ýmist ort á íslenzku eða latínu og um höfundana er í mörgum tilfell- um vitað, þótt þeir séu ekki nafngreindir hér. Eru þá upp- taldar allar æviminningar og erfiljóð, sem mér er kunnugt um fram til loka 18. aldar. Hér hefur ekki verið farið út í það að skrá orðréttan titil hverr- ar æviminningar, eins og hann er á titilblaðinu. Það út af fyrir sig hefði orðið of langt mál, þvf á 18. öldinni var það siður að hafa titlana langa og flúra þá með tild- urslegu orðskrúði og hástemmd- um lýsingarorðum. Hér skulu tvö dæmi tekin. Hið fyrra er titillinn á æviminningu Sigurðar lögmanns Björnssonar, Hólum 1726, en hann er svolátandi: „Einföld líkpredikun yfir greftr- an þess eðla mjögvelvísa og guð- hnædda herra, hr. Sigurðar Björns- sonar, (sællar og blessaðrar minn- ingar) lofsverðugs lögmanns sunnari og austan á Islandi. Hver með æskilegu og hægu andláti héðan brottkallaðist þann 3. sept- ember 1723 á því áttugasta og fyrsta ári síns aldurs. En þann 14. sama mánaðar var hann andvana Iíkami 1 margra eðla, göfugra, æru- verðugra, heiðarlegra og ærlegra manna viðurvist, með mjög sóma- samlegri líkfylgd til síns hvíldar- staðar lagður að Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi. Samsett og fram- flutt af sr. Gesti Árnasyrii Hólum 1726. Hitt sýnishornið er af titilblað að erfiljóði um Þórunni Guð- mundsdóttur sýslúmannsfrú, en það hljóðar þannig: „Þess mannlega lífs fallvalta hlutskiptis, hugleitt til verðugrar útfararminningar, þeirrar göfugu, guðhræddu og dyggðumskrýddu höfðingskvinnu eðlamadömu Þór- unnar Guðmundsdóttur er þann 28. 1764 við sáluhjálplegan dauða burtkallaðist, eftir að hún hafði vel og dyggilega framleitt sitt líf i tímanum í 44 ár og þar af í 18 ár verið í yndælu hjúskaparbandi með eðla-göfugum sýslumanni sr Pétri Þorsteinssyni, sem nú ásamt þeirra 4 hjartkærum börnum, syrgir og þreyir sitt ástúðlegt ektahjarta. Þá hennar andvana líkami með sómasamlegri sorgar- fylgd var heimfærður til síns hvíld arstaðar í Vallaness kirkjugarði þann (?) júní 1764. í Ijóðum fram- sett af þeirrar sælu höfðings- kvinnu samt eðla-göfugs sorgar- hússins reiðubúnum þénara Magn- úsi Guðmundssyni. Kaupmanna- höfn, þrykt af A. F. Stein 1765.“ Þessir tveir titlar eru ekki vald- ir sem sýnishorn vegna þess að þeir séu eitthvað afbrigðilegir, heldur eru þeir teknir af hreinu handahófi. Og það er ekki fyrr en líða tók á 18. öldina að menn tóku að stilla hinunr hástemmdu bókartitlum í hóf. Þá er æviatriða íslenzkra manna getið í nokkrum erlendum ritum, sem komu út til loka 18. aldar. Meðal þeirra má nefna: Nils Aufvedsson Dal: Speionen biographicum de antiquariis Sve- ciæ, in quo, Johannis Hadorphii, Eliæ Brenneri & Islandorum curæ enarrantur, Sthm 1724. Þar er get- ið nokkurra þeirra íslendinga, sem Seinni blníi hvað mest unnu að fornfræðistörf- um og útgáfum í Svíþjóð á 17. og byrjun 18. aldar, m. a. þeirra Jóns Rúgmanns, bræðranna Guðmund- ar og Helga Ólafssona, Lofts Jós- epssonar, Guðmundar Guðmunds- sonar, Jóns Vigfússonar o. fl. C. Gjessing: Nye Samling af danske, norske og islandske Jubel- Lærere med hosfögede Slægt- Register og Stam-Tavler I-p-III Khöfn 1779—86. 1 fyrsta bindinu eru ýtarleg æviágrip biskupanna Ólafs Hjaltasonar, Gísla Jónsson- ar, Guðbrands Þorlákssonar. Steins Jónssonar og Jóns Árna- sonar með ættartölum þeirra allra. Öðru bindi þessa ritverks er tví- skipt og komu engar ævisögur ís- lendinga út í fyrri hlutanum, en í seinni hlutanum eru æviágrip eftirtalinna manna: Arngríms Jóns- sonar lærða, Bjarna Gamalíeis- sonar rektors, séra Páls Björns- sonar í Selárdal, séra Halldórs Pálssonar Selárdal, séra Jóns Einarssonar i Reykholti, séra Böðvars Jónssonar í Reykholti séra Halldórs Jónssonar t Reyk- holti, séra Halldórs Jónssonar á Stað í Grunnavík, Finns Jónsson- ar biskups, séra Hjörleifs Þórðar sonar á Valþjófsstað, séra Gísla Jónssonar í Staðarhólsþingum og Sigurðar Jónssonar á Holti undir Eyjafjöllum. Með æviágripi Arn- gríms lærða fylgir löng ættartala í þriðja og síðasta bindinu komu æviágrip séra Einars Sigurðsson- ar I Eydölum með langri ættar- tölu, séra Gísla Einarssonar í Vatnsfirði, séra Ólafs Einarssonar að Kirkjubæ, séra Eiriks Ólafs- sonar að Kirkjubæ, séra Sigurðar Oddssonar < Stafholti, séra Þor valds Stefánssonar á Hofi í Vopnafirði, séra Gísla Bjarnasonar á Melum, séra Ólafs Sigfússonar á Reynistað í Vopnafirði, séra Eyj- ólfs Jónssonar á Völlum, séra Sveins Jónssonar á Barði, séra Jóns Sveinssonar á Barði svo og séra Páls Sveinssonar í Goðdölum. Auk ættartölu séra Einars í Ey- dölum er í þessu bindi ættartala afkomenda séra Sveins Jónsson- ar á Barði. Eve Malling: Store og gode Handlinger af Danske, Norske og Holstenere. Khöfn 1783. Auk þess kom rit þetta út á fleiri tungu- málum, þar er stuttlega drepið á nokkra íslendinga, þá Odd Gott- skálksson, Sighvat Þórðarson, Daða Guðmundsson, Auðunn vest- firzka, Guðbrand Þorláksson, Stef- án Stephensen, Skúla Magnússon, Magnús Ketilsson, Guðmund Runólfsson, Árna Þórarinsson, Guðlaug Sveinsson, Jón Stein- grímsson, Jón og Guðmund Egils- syni, Nikulás Halldórsson, Erlend Sigurðsson, Brynjólf Sveinsson, Þormóð Torfason, Snorra Sturlu- son og Árna Magnússon. Jens Worm: Forsög til et Lexi- con over danske, norske og is- Iandske lærde nMæncLmeam; ved trykte Skrifter haye-:gjQrt Sig be-; kæntde, saavelsom andre herstud- erede, som noget have skrevet, hvorude deres Födsel, betydeligste Levnets Omstandigheder og död ved Aarstal kortelig erindres og deres Skrifter, saavidt smæligt, fuldstændig auföres I—III Hels- ingör og Khöfn 1771—84. í þessu riti kemur stór hópur íslendinga við sögu. í danska tímaritinu Minerva 1786—88 birtist ævisaga Þormóðs Torfasonar, samin af Jóni Eirfks- syni. Hún kom þar út í mörgum heftum. í öðru dönsku tímariti sem heitir Kiöbenhavnske Nye Tidend- er om lærde og cusiense Sager hef ég rekið mig á allýtarleg ævi- söguágrip nokkurra merkra Is- lendinga, þeirra á meðal Jón Vídalín, Eggert Hannesson, Odd Einarsson og Árna Oddsson nokkrum heftum á árinu 1752. 1 danske Magazin III. 1747 birt- ist ævisaga Ögmundar biskups Pálssonar eftir Jón Ólafsson Grunnvíking Af hinum mörgu ritum sem Jón samdi um ævina er þetta ævisögubrot hans nálega það eina sem birtist á prenti að honurn lifandi. Ég efa ekki að eitthvað kunni að vera til fleira af ritum frá því fyrir aldamótin 1800 þar sem ís- lenzkra manna er getið og ævi- atriða þeirra að meira eða minna leyti. Þeirra á meðal má nefna Sciagraphiu Hálfdáns Einarssonar og Kirkjusögu Finns biskups Jóns- sonar, svo að tvö merkisrit ís- tenzkra fræðimanna séu nefnd. Þ. Jós. Ákriffasimi Visis er 1 16 60 ua Framh. af 6. síðu. — Já, þegar þú nefnir það, minnir mig, að það sé 45 km. skilti, rétt austan við Shell. — Já nánar til tekið, austan við beygjuna hjá Lækjar- hvammi. Einnig er skilti á Reykjanesbraut sunnan við skrifstofur Loftleiða. — En hver er þá hámarks- hraði á þjóðvegum? spyr öku- maður. — Það eigið þér sjálfur að vita. — Hann er 70 km. fyrir fólksbifreiðir og léttari bifreið- ir. Hámarkshraði miðast við beztu skilyrði. En þá skjilum við snúa okk- ur að sjálfu brotinu. Þér ókuð á 70 km. hraða, þegar þér mætt uð jeppanum á hæðinni. — Já, ég viðurkenni það, en það er ekki of hratt ekið, ekki sögðuð þér það áðan. — Þér verðið að taka það með í reikninginn, að hámarks- hraði miðast við beztu skilyrði. Góðan og opinn veg, þar sem vel sézt til ferða annarra. Þár áttuð að draga úr ferðinni, áður en þér komuð að hæðinni og viðbúnir að mæta þeim tálm- um, sem handan hæðarinnar geta verið. T. d. var auðséð áðan, að þér áttuð í erfiðleik- um með bifreiðina, þegar þér mættuð jeppanum. Hefði ekki ökumaður hans verið svona fljótur að hemla, og það í möl inni úti við vegabrúnina, hefði getað orðið stórslys. — Já, það er vandlifað i þessu landi. Ég hef nú verið er Iendis og ekið þar nokkuð mik- ið. Þar kom aldrei neitt fyrir mig og pólísarnir voru ekki að elta mann — Þér eruð einn af þeim heppnu. Hvorki slysavaldur né á skrá lögreglunar. En nú má búast við því, hvenær sem er, ef þér ætlið að hafa þennan háttinn á. Hratí ekið hjá Brúarlandi Eftir að Sigurður hafði veitt ökumanninum áminningu, stig- um við upp í bílinn og ókum hægt austur á leið. Þegar móts við Lágafell kom, fór Sigurður að hafa orð á því, hversu sumir bílstjórar aka óvarkárnislega hjá Brúarlandi. Varla hafði hann sleppt orðinu, þegar bif- reið af Ford-gerð ekur fram hjá okkur á nokkuð mikilii ferð, svo ao við höldum í hum- átt á eftir. Stuttu fyrir ofan kaupfélagið ekur billinn fram hjá skilti, sem að vísu lætur ekki mikið yfir sér (minni gerð umferðarskilta) merkir það börn að leik. Einnig stendur á því varúð næsta 1,1 km. En bílstjórinn virðist ekki hafa tekið eftir skiltinu, því að ekki hægir hann ferðina, og bíllinn heldur áfram með sama hraða næsta 1,1 km. Móts við Sandver h.f. stöðv- ar Sigurður bifr^iðina til að tala við ökumanninn, sem var hinn kurteisasti. — Tókuð þér ekki eftir um- ferðarmerkinu, sem merkir börn að leik og varúð á næsta 1,1 km. löngum vegarkaflá? — Nei, ég tók ekki eftir þvi, en ég tók eftir umferðarskilti, sem merkti beygju við Hlégarð. — Þér verðið að beita allri athyglinni við aksturinn. Hérna uppi á hæðinni er umferðar- skilti, sem merkir börn að leik og varúð næsta 1,1 km. löngum vegarkafla. Báðum megin við veginn er nokkurt þéttbýli og börn fara oft yfir þessa götu. I nágrenninu er sundlaug, skóli, íþróttasvæði félagsheimili, svo að eitthvað sé nefnt. Einnig ók- • uð þér helzt til hratt, eða á rúmum 70 km. hraða. — Nei, ég stend í þeirri mein ingu, að ég megi aka hér á 70 km. hraða. — Þér skuluð athuga það, að hraðinn má aldrei vera meiri en svo, að þér getið stöðvað bif- reiðina á þriðjungi þeirrar vega lengdar sem er auð og hindrun- arlaus fram undan og ökumað- ur hefur útsýni yfir. Einnig hvílir sérstök skylda á öku- manni að aka hægt og sýna ýtr- ustu varkárni í þéttbýli. Og það er hægt að kalla þetta umhverfi hérna þéttbýli. Ökumaðurinn lofaði að Iáta sér þetta að kenningu verða og við höldum á leið í bæinn. Slæmt viðhald á vegum. Okkur datt í hug að ná tali af vöruflutningabílstjóra og spyrja hann um umferðina í nágrénni borgarinnar og sitt- hvað fleira. Þegar við ókum nið ur Laugaveginum tókum við eft ir stórum Volvó flutningabíl fyrir utan M. R. búðina. Bíllinn heyrði til flutningafélagi Kjósar hrepps og ökumaður hennar hét Hreiðar Grfmsson, frá Gríms- stöðum í Kjósarhreppi. — Ertu lengi búinn að aka þessum vöruflutningabíl, Hreið ar? , — Þessum bíl er ég búinn að aka f 4 ár. — Hvernig finnst þér menn aka hérna á vegunum í ná- grenni borgarinnar? — Almennt vel, á þeirri leið sem ég ek, en það eru alltaf innan um menn, sem sýna ó- kurteisi og ekki vott af tillits- semi. Um hraðan akstur er það að segja að það er svo lítil! kafli á vegunum ,sem hægt er að aka hratt á. —1 Er ekki erfitt að aka svona stórum og þungum bíl á mjóum vegum? — Jú, það getur verið það, annars eru flestir bílstjórar til- litssamir við okkur þessa vöru- flutningabílstjóra. — Hvernig gera menn yfir- leitt vart við sig, þegar þeir ætla fram úr? — Mjög algengt, að þeir kveiki á ljósunum og depli þeim og auðvitað flauta þeeir. — Svo að við snúum okkur að öðru, hvað finnst þér um vegina hérna í nágrenni borg- arinnar? / — Viðhaldið á þeim er mjög lélegt. Ef á að minnast á veg- ina hérna við bæinn, ber sér- staklega að geta þess, hvað hvörfin eru slæm, og þau mynd- ast alltaf á sama stað. Það þarf nauðsynlega að ,,púkka“ þessa staði upp. Eins ber líka að geta þess, hversu ræsin eru stór hættuleg. Þau eru flest mjórri en vegirnir og vegirnir eru svo grafnir við þau. Hreiðar var að flýta sér, en kvaðst að síðustu vilja segja það, að nauðsynlegt væri, að allir stærri bílar væru vel auð- kenndir t.d. með ljósum, svo að bílstjórar . gætu, fyrr og betur áttað sig á þeim. Að síðustu þetta ökumaður góður: Það er betra að fara sér hægt og komast það. — p. sv.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.