Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 1
f VISIR 18% tollur á freðfisk ef viS stöndum utun EBE Gylfi Þ. Gíslason ræddi þrjór leiðir tii að gæta viðskiptahagsmuna íslands Þessari merkilegu mynd náöum við af biskupinum yfir íslandi, séra Sigurbirni Einarssyni, þar sem hann stendur í Þorlákssæti. Nýja kirkjan í Skálholti er í baksýn. Ef ísland fær engin tengsl við Efnahagsbanda- lag Evrópu mun 18% tollur leggjast á íslenzkan freðfisk, sem seldur er til Vestur-Evrópu meðan keppinautar okkar í Noregi, Bretlandi og Þýzka- landi geta selt afurðir sínar tollfrjálst. Þannig gæti svo farið, að það yrði erfitt fyrir íslendinga að halda freðfisksmörkuðum sínum í Vestur-Evrópu, hvað þá að auka sölu þangað. Það yrði einnig torveldara að koma hér á fót nýjum greinum útflutningsiðnaðar, sem selt gæti á Vestur-Evrópumarkaði. Tollur efnahagsbanda- lagsins á aluminium verður t. d. 9% og mundi slík- ur tollur útiloka aluminiumvinnslu hér á landi, ef helzti keppinautur okkar á þessu sviði, Noregur, væri aðili að bandalaginu. Að tryggja viðskiptahagsmuni. Þetta eru þær staðreyndir sem liggja að baki athugunum íslendinga á tengslum við Efría hagsbandalag Evrópu. Skýrði Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamáía ráðherra frá þessu í fréttaauka í ríkisútvarpinu í gærkvöldi. En hann kom úr ferð til Evrópu 1 fyrrakvöld eins og Vísir skýrði Framh. á bls. 2. Skálholt verður biskupssetur „Skálholt verður bisk- upssetur. Hvort þar situr biskupinn yfir íslandi, ann ar af tveim biskupum eða vígslubiskup Skálholts- biskupsdæmis, er ekki vit- að. Hitt er víst, að þar verður biskup setztur í ná- inni framtíð“. Séra Sigurbjörn Einarsson, nú- verandi biskup, bauð fréttamönn- um til Skálholtsstaðar í gærdag og fræddi þá um málavexti varðandi framtíð staðarins. „Um Skálholt sem biskupssetur eru menn á eitt sáttir, en hvaða embættismaður og með hverjum hætti það skuli gert, standa aftur á móti deilurnar um.“ „Mín skoðun er sú,“ hélt bisk Framh. á 4. síðu. átök í Naustinu Mokafli áfram á austurmiðunum Um hádegisleytið í gær kom til lítils háttar átaka í veitinga- húsinu Nausti þegar fulitrúar frá Alþýðusambandinu ætluðu að hindra eiganda veitinga'núss- ins, Halidór Gröndal í að ser- vera sjálfur veitingahúsgesti. Þar sem Halldór er meðal eig enda veitingahússins taldi hann sér heimilt að annast þjónustu sjálfur fyrir gesti sína. En með an hann var að bera súpuna á borð komu fulltrúar Alþýðusam bandsins og reyndu að hindra thann í því. Halidór hringdi þá á lögregl- una og bað hana að fjarlæg ;■ þessa fulltrúa og var svo ger< Gátu veitingahússgestír siðan Iokið máltíðinni. Hins vegar taldi Udór sér ekki fært að halda Naustinu opnu um kvöldverð í gær, vegna þess. að aðsókn myndi verða svo mikil, að hann p,aat.i ?'.tki annað þjónustunni. Áframhald er á moksíldarafla á j austurmiðunum. Samkvæmt upplýs ingum frá fréttaritára Vísis á Rauf- arhöfn í gærkvöldi komst Víðir II í tnikla síld, kastaði og fyllti sig, um 40 sjómílur NNA af Hraun- j hafnartanga, og fann hann þessa síld á eigin spýtur. — Ægir fann nokkrar torfur a 67.12 og 17.05 á I 30 faðma dýpi og ætlaði að doka j þar við og vita, hvort þær grynnk- 1 uðu ekki eitthvað á sér Nokkur ' skip eru á léið á báða staöina. ! Þá fékk Gullfaxi 1400 tn. 25 sjómílur NA frá Bjarnarey og eru fleiri skip þar. Sigurður Bjarnason , sprengdi pótina og voru þeir að j gera við nótina i gærkvöldi á ní- j unda tímanum. Nokkur skip eru á leið’á báða staðina, sem að ofan eru nefndir j Mikil síld er austur af Langa nesi og nokkru norðar en i gær i Ekkert var saltað á Raufarhöfn j í gær. — Löndunarbið á Raufar- höfn er sólarhringur eða meira. j Frá Siglufirði var símað í gær, 1 að sólarhringinn fram til kl. 8 í gærmorgun hafi verið meiri síld- veiði en nokkurn annan sólarhring á sumrinu til þessa, — 94 skip fengu samtals 85.700 mál og tn. Veiðin er sögð á svipuðum slóðum og áður fyrir austan land. Mörg skip frá Siglufirði hafa farið jafn- óðum og þau hafa losað á leið á þær slóðir, sem Víðir II kastaði, og er talið, að þarnu sé söltunarsíld. Stanzlaus löndun var á Siglufirði f gær og nær eingöngu bræðslu- síld, en f fyrrinótt var saltað þar 2813 tn. 1 nótt sem leið voru ■nörg skip væntanleg með sílb. I fyrrinótt kom Ljósafell til Fá- skrúðsfjarðar með 1200 mál og tn. og var nokkuð saltað. I fyrrakvöld var búið að salta á Seyðisfirði í 7216 tn og 800 fryst- j ar. Stokksnes lestar bræðslusíld \ til Siglufjarðar. Flutningaskipið Baldur er þar og er verið að lag-.; færa það. Lítið var saltað á Seyð- isfirði í gær. í fyrrinótt og í gær komu 7 bát- ar með 5000 mál og tunnur til Nes- kaupstaðar. Lítið saltað. Frá Siglufirði frétti Vísir í gær- kvöldi, að Víðir II hefði fengið 1700 tn. í kastinu, sem um var getið hér að ofan og að Ægir væri; nokkru vestar og mundu verða j nokkpð mörg skip á báðum veiði- j svæðunum í nótt. Þó mundu ekki; verða eins mörg skip að veiðum og aðfaranótt föstudags, þar sem nörg hafa verið að landa eða bíða í löndunar. Góðs viti væri talið, að ágæt síld veiddist á nýjum stöð- um — sama góða síldin og bezta söltunarsíldin til þessa. Demantssíldin. Fréttaritari Vísis á Raufarhöfn hringdi til blaðsins á ellefta tíman- um í gærkvöldi og sagði, að dem- antssíldin væri aftur komin efst á dagskrá. Víðir II væri á leiðinni til Ólafsfjarðar með 1700 tunnur af ágætri söltunarsíld og Guðmund ur Þórðarson hefði fengið gott kast á sömu slóðum. Þá sagði hann, að kl. 8 í gær- kvöldi hefði Hafrún IS 400 lent í mjög mikilli vaðandi síld ein skipa 35—40 sjómílur ANA af Langanesi. Var hún búin að kasta og fékk ágætí kast af stórri og fal’egri síld. Nokkur skip voru á Jeiðinni þangað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.