Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. júlí 1962. VISIR Sól og sumar í Hellisgerði Mikið kapp er meðal krakkanna að geta hitt 1 skálina, og flest þeirra sjá ekki eftir þvi þótt þau hendi sfðustu aurunum. Ljósm. Vísir, K. M. „Garðurinn virðist vera allt of nálægt Hafnfirðingum til þess að þeir geti sótt hann vel, en Reykvíkingar láta ekki standa á sér að koma hingað.,“ sagði Sigvaidi Jóhannsson, garðvörð- ur í Hellisgerði, við fréttamann og ljósmyndara Vísis, þegar þeir heimsóttu garðinn einn góð viðrisdaginn fyrir skömmu. Þeir eru áreiðanlega orðnir margir, scm hafa staldrað við í þessum sérkennilega og fal- lega skrúðgarði þeirra Hafnfirð- Sigvaldi garðvörður. inga. En Hafnfirðingar eru ekki einir um að sækja garinn, eins og heyra má af ummælum Sig- valda, því að hann virðist meira sóttúr af Reykvíkingum og það urðum við varir við, þegar við lögðum leið okkar suður í Hafn arfjörð. Er srætisvagninn stað- næmdist á næstu biðstöð við garðinn, tæmdist hann að heita mátti, og flestir lögðu leið sina beint inn í garðinn. Hellisgerði var opnað 1. júlí og síðan hefur að heita má ver- ið látlaus straumur gesta þang- að. Mikið er um að börn sæki garðinn og hafa flest þeirra matarpakka og gosflösku með sér til að neyta úti.í góða veðr- in. Nokkuð mikið er um að út- lendingar heimsæki garðinn, en flestir þeirra staldra mjög stutt við. Aðalaðdráttarsvæðið er auð vitað tjörnin, úti i henni miðri er stytta, sem heitir Litli fiski- maðurinn, sem Bjarni læknir Snæbjörnsson gaf, er hann hafði dvalizt 25 ár í Hafnarfirði. Einn ig er í tjörninni skál og getur fólk spreytt sig á að kasta í hana smáaurum. Er hún önnur af tveimur tekjuliðum, sem garð urinn hefur, hitt er plöntusala, sem er talsverð. Þessa stuttu stund, sem við röltum um garðinn, var margt um manninn þar, mest var af bömum, sem hlupu um og ólm- uðust í góðviðrinu. Á bekkjun- um sat eldra fólkið og masaði, í lautunum lágu „kropparnir“ og sóluðu sig hátt sem iágt. Yfir allt gnæfir svo Iíkneski Bjarna riddara Sivertsens. Á bekkjunum situr roskna fólkið og talar um góða veðrið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.