Tölvumál - 01.08.1990, Page 15

Tölvumál - 01.08.1990, Page 15
Ágúst 1 990 Staðallinn hefurfengið auðkennið ÍST 32 og heitið "Almennir útboðs- og samningsskilmálar um þróun gagnavinnsluketfa Fyrirhugað er að byggja verk- samning um eitt stœrsta verk, sem boðið hefur verið út á tölvusviðinu hér á landi í ÍST 32. um hugbúnaðarverkefni, eins og t.d. ákvæði um fomminjar, náttúmvætti og gangstéttar. Fjölmörg atriði hans em þó almenns eðlis og hafa verið tekin óbreytt eða lítið breytt upp í ÍST 32. ÍST 30 hefúr því gjaman verið notaður í stærri hugbúnaðar- útboðum hér á landi á undanfömum ámm, einkum á tæknisviðinu. Fyrsta stóra verkið, sem fór fram samkvæmt ÍST 30 og íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki bauð í var stjómkerfi eða kerfiráður fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta verk var boðið út árið 1983. Mjög vel var að þessu útboði staðið af hálfu verkkaupa og ráðgjafa hans. Þrátt fyrir samkeppni frá u.þ.b. 10 erlendum stórfyrirtækjum fékk íslenska fyrirtækið verkið. í kjölfarið fylgdi ítarlegur verksamn- ingur, þar sem aftur var byggt á ÍST 30. Sennilega þýðir það, að þama hafa í fyrsta skipti verið fyrir hendi ákvæði um tafabætur í verki, sem hugbúnaðarfyrirtæki tekur að sér. Allt eftirlit af hálfu ráðgjafans var mjög gott á verktímanum. Um- fangsmikið formlegt viðtökupróf fór fram áður en kerfið taldist afhent. Kerfið hefur verið í notkun í nokkur ár og afar fáar villur hafa fundist í því. Frá þessum tima hefur hefur ÍST 30 verið beitt á nokkur verkefhi á tölvusviðinu bæði tæknilegs og við- skiptalegs eðlis. Sú reynsla hefur sýnt fram á hagnýtt gildi ÍST 30, en jafnframt leitt í ljós ákveðna annmarka hans fyrir hugbúnaðar- verkefni, enda var hann alls ekki saminn með slík verkefhi í huga. í fyrrasumar hófst síðan undir- búningur að gerð ÍST 32. Þriggja manna nefnd var skipuð til að vinna að staðlinum. í henni eru fulltrúar Staðlaráðs íslands, Félags íslenskra iðnrekenda og Ráðgjafamefhdar ríkisins um upplýsinga- og tölvumál. Um þessar mundir er nefhdin að fjalla um þær athuga- semdir, sem fram hafa komið við frumvarp staðalsins. Að því loknu verður ÍST 32 gefinn út sem for- staðall, en svo skemmtilega vill til, að hann verður fyrsti forstaðallinn, sem Staðlaráð Islands gefur út. Eftir að forstaðallinn kemur út ætti það að vera hagsmunamál allra, sem standa að þróun gagnavinnslukerfa að hann verði notaður við útboð og samningagerð í sem flestum verk- efhum. Fyrstu viðbrögð benda til þess, að staðallinn eigi eftir að hljóta tölu- verða útbreiðslu. M.a. má nefha að fyrirhugað er að byggja verk- samning um eitt stærsta verk, sem boðið hefur verið út á tölvusviðinu hér á landi á ÍST 32. 1 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.