Tölvumál - 01.08.1990, Side 16
Ágúst 1990
Vivid:
Myndræn
framsetning
upplýsinga á
VAX
Eftir Einar Pálsson
og Gísla Má Gíslason
Vivid frá Access Technology er einn
af þeim grafíkpökkum fyrir milli-
tölvur, sem bjóða upp á notendaskil,
sem líkjast því sem menn þekkja á
einmenningstöl vum.
Notendur geta valið á milli sjö
megin afbrigða af myndum:
1. Texti
Með texta eru sett fram orð og
tölur í titlum, málsgreinum,
"bullet lists'' og töflum.
2. Skífurit
3. Staflarit
Skífurit og staflarit sýna hluta af
heild ífortni hringlaga skífu með
sneiðum antiars vegar ogferhyrnds
stafla hins vegar. Staflinn (heildin)
myndast við, að einstökum bútum
(hlutunum) er hlaðið hverjum á
annan. Skífur og stafla má tengja
saman til að sýna hluta afeinni
sneið eða bút.
4. Stöplarit
Stöplarit bera saman stakar stœrðir,
annað hvort afmismunandi tegund-
um eða yfir tíma. Velja má milli sex
flokka af stöplaritum.
5. Línurit
Línurit sýna óslitna breytingu fyrir
tíma eða tengsl tveggja gagna-
mengja. Hér undirfalla einnig
dreifirit (nálgun og brúun).
6. Flatarrit
Flatarrit eru svipuð og línurit.
Svœðiti milli x-ássins og nœstu línu
og milli einstakra lína eru fyllt með
litamynstri. Til eru þrjár tegundir
flatarrita.
7. Spannarit
Þessi mynd ("High-Low-Close")
sýnir gagnaspannir ("ranges of
data'') yfir tíma. Fyrir hvert
tímabil er sýnt hcesta og lœgsta gildi
í spönn ásamt byrjunar- og
lokagildum ("opening, closing
points''). Svona myndir eru oftast
notaðar til að sýna sveiflur í verði
og öðrum fjárhagslegum stœrðum.
Svipmóti myndanna má breyta með
því að breyta einstökum þáttum
þeirra eins og línuþykkt, x- og y-
ásum, staðsetningu titla og neðan-
máls o.fl. Auk þessara stflbragða er
unnt að búa myndimar skýringar-
textum og útbúa "slide show".
Ennfremur má setja fleiri en eina
mynd á blaðsíðu. Vivid getur unnið
með meira en þrjár milljónir lita,
allt eftir því hvaða úttakstæki er
notað. Notendur geta stjómað
nánast öllum hlutum myndarinnar.
Sem dæmi má nefha, að draga má út
eina eða fleiri sneiðar í skífuriti, þrí-
víddarframsetningu, um 20 letur-
gerðir og margvísleg litamynstur til
fyllingar ("fill pattems").
Af öðmm möguleikum kerfisins má
nefha textakosti svo sem snúinn
texta ("text rotation"), stillanlegt
stafamillibil og lóðrétta skrift.
Vivid gefur kost á nálgunarferlum
("data fit") svo sem splæsifalli
("cubic spline"), beinni línu,
veldisvísisfalli, lógaritmafalli og
veldisfalli. Þá má nefha, að hægt er
að velja um tvenns konar útlit á skjá
eða teiknara, gæðaútlit og uppkast.
Með uppkasti er átt við, að ekki em
sýndar sérlegar leturgerðir, sem
kunna að hafa verið valdar áður. Á
þennan hátt teiknar tölvan myndina
mun hraðar á skjáinn, en það getur
verið þægilegt meðan verið er að
leggja lokahönd á aðra þætti
myndarinnar.
Velja má ýmis úttakstæki eins og
HP-teiknara, bleksprautuprentara
svo sem LJ250, PostScript-tæki,
geislaprentara og filmurita ("film
recorders"). Þetta gefur möguleika
á svarthvítu eða litaúttaki á pappír,
glæmr og 35 mm litskyggnur. Ekki
er nauðsynlegt að nota grafískan
skjá til þess að útbúa myndimar.
Vivid má nota eitt sér eða í
tengslum við 20/20-töflureikninn.
Þannig er hægt að taka myndir úr
20/20 og vinna frekar úr þeim í
Vivid. Með "20/20 Database
Connection" má sækja upplýsingar
úr stómm gagnagmnnum eins og
Rdb, DBMS, Oracle, Ingres,
Datatrieve, PowerHouse og Sybase,
og greina þær frekar í 20/20 og
senda síðan niðurstöður til Vivid til
framsetningar. í bígerð er að
innlima Vivid inn í ALL-IN-1
(skrifstofukerfið frá Digital).
Þannig má nýta sér skjalageymslu
skrifstofukerfisins til þess að halda
utan um línurit og myndir á
skilvísan hátt. Gröf má senda milli
notenda í póstkerfi ALL-IN-1 og
stinga inn í ritvinnsluskjöl. Vivid
er aðgengilegt frá venjulegri
valmynd í ALL-IN-1 eða frá 20/20,
sem þegar er innlimað í skrifstofu-
kerfið.
Með milliskrám ("metafiles", CGM
eða GKS) er unnt að færa hluti milli
Vivid og annarra kerfa eins og
Harvard Graphics og Freelance.
Hægt er að flytja öll gögn inn í
Vivid svo framarlega sem þau em til
í ASCII-skrá.
1 6 - Tölvumál