Vísir


Vísir - 27.07.1962, Qupperneq 6

Vísir - 27.07.1962, Qupperneq 6
VISIR Föstudagur 27. júlí 1962. nast a Islendingar alþjóðlegu samstarfi Alþjóðlegt samstarf færist sífellt í aukana. Við, afskekktir íslend- ingar, förum ekki var- hluta af því. Á síðustu árum höfum við efnt til samstarfs, samvinnu og tengsla við þjóðir heims á öllum sviðum. íþrótta- menn senda fulltrúa sína á íþróttaþing hinum megin á hnettinum, ráð- herrar og þingmenn sigla í kynnisferðir og bifreiðastjórar bjóða kollegum sínum frá Norðurlöndum hingað og taka við þá skák — í vináttuskyni. Á þessum alþjóðlegu tímum fer það ekki lengur að verða í frásögur færandi, þótt einhver landinn skreppi utan í þess konar erindagjörðum. Það fer jafnvel að verða í frásögur fær- andi, þegar þess er getið. Við sáum ástæðu til þess nú á dög- unum, þegar við fréttum, a5 heim væru lcomnir úr( einni slíkri ferð fulltrúar íslenzkra stúdenta. Þeir eru Jón E. Ragn- arsson, form. Stúdentaráðs, og Styrmir Gunnarsson, ritari ut- anríkisnefndar stúdenta. Sátu þeir alþjóðaþing stúdenta, sern haldið var í Quebec í Kanada. / ★ Við hittum Jón að máli og spurðum hann, hvernig fátækir og fámennir íslenzkir stúdeut- ar hefðu efni á þessu, hvort al- þjóðlegt samstarf sem þetta væri ekki meira að nafninu til frekar en raunhæft og virkr starf. — Þegsi hugsunarháttur er enn mjóg ríkjandi meðal ís- lendinga, því miður. Staðreynd- in er hins vegar sú, að það eru einmitt smáþjóðir eins og Is- land, sem mest hagnast á sam- starfinu, þær fá þar tækifæri ti' að láta álit sitt í Ijós og þjappa sér saman gegn heimsvelda- stefnunni. — Það, hvort við höfum efni á að sækja slík þing, er því ekki höfuðatriði. Hins vegar er kostn aðurinn við för okkar Styrmis að mestu leyti borgaður af ISC (International Students Confer- ence). — En hvernig starfa alþjóða- samtök stúdenta, hvert er hlut verk þeirra? — Alþjóðaþing stúdenta er haldið á tveggja ára fresti. Þingið sækja fulltrúar frá 80 stúdentasamböndum í jafn- mörgum löndum. Þar eru lagðar áætlanir um störf stúdentasam- takanna og afstöðu þeirra, og gerðar samþykktir um verkefri: og samstarf aðíldarþjóðanna Þar er tekin afstaða til ástands- ins í ýmsum löndum út fcé sjónarhóli stúdenta. ★ Milli þinga starfar COSEC á vegum þessara stúdentasam- taka og framkvæmir sam- þykktir þingsins. COSEC hefur aðsetur 1 Leiden í Hollandi. Meðal verkefna þess má nefna námsferðastyrki til stúdenta frá vanþróuðum löndum, rannsókn ir á ástandi og aðbúnaði stúd- enta í ýmsum löndum, rann- sóknir á kynþáttamismuni og imperialisma, og gefnar hafa verið skýrslur um kúgun stúd- enta í Paraguay, um Algiermál- ið og nýlendustefnuna í Afríku. Þannig hefur stúdentasamband- ið í Algier fengið geysimikinn fjárhagslegan og móralskan stuðning frá stúdentasamband- inu. Þá eru gefin út tvö blöð 1 geysistóru upplagi. Þau koma út um 20 sinnum á ári, og eru prentuð á 4 tungumálum. Gefn- ar eru út ferðahandbækur, greitt fyrir ferðalögum stúdenta og stúdentaskiptum. ★ — Sjá stúdentar um alit þetta mikla starf? — Já, þeir sjá um það, stjórna þvi, en hafa svo að sjálfsögðu starfsfólk, vélritun- arstúlkur. Þeir stúdentar, sem veljast til starfa fyrir samtökin, eru auðvitað launaðir. —Hver stendur undir þessu fjárhagslega? — Hvert stúdentasamband greiðir þátttökugjald I hlutfalli við stærð sína. ísland greiðir þannig tæpar þúsund kr., en lönd eins og Bandaríkin og Ind- land greiða háar fúlgur. Auk þátttökugjaldsins fást styrkir frá ýmsum alþjóðasamtökum. T.d. þegar samtökin beita sér gegn ólæsi, er leitað til alþjóð- legra sjóða, sem stofnaðir hata verið í þeim tilgangi að útrýma ólæsi. — Eru samtökin mjög póli- tísk? — Aðilar og fulltrúar á þing- inu, voru eins og fyrr er sagt, frá 80 þjóðum. Eru það full- trúar frá velflestum ríkjurn heimsins fyrir utan kommún- istaríkin í Austur-Evrópu og fylgiríki þeirra s. s. Kúbu. Á þessu er þó sú undantekning að Júgóslavar eru aðilar að þessum samtökum. — Hvenær stóð þingið yfir, Jón? Jón E. Ragnarsson. þýzkum stúdentum. Til Ame- ríku fórum við síðan með sér- stakri flugvél á vegum stúd- enta-samtakanna, sem sérstak- lega hafði verið leigð af þe'rn til fararinnar. Var vélin setin stúdenttum eingöngu. I Dart- mouth í New Hampshire, sem er einn frægasti háskóli Banda ríkjanna var haldið alþjóðlegt seminar um stjórnmálalega, Rætt við Jón i. Rngnarsson form. stúdentaróðs, kom- inn af alþfóðaþingi stúdenta i \ — Þingið stóð dagana 27. júní til 10. júlí. Við Styrmir fórum' þó utan 12. júní, fórum fyrst til Kaupmannahafnar og sátum formannaráðstefnu Norð- urlanda. Var þar rætt um sam- eiginlega afstöðu og reynt að samræma störf norrænu fulltrú- anna. Þaðan fórum við til Ham- borgar og sátum fund með þjóðfélagslega og efnahagslega kúgun og þátt stúdenta í bar- áttpnni gegn slíku. Lenti ég þar sem ritari nefndar, sem þurfti að gefa skýrslu um „jafnrétti til æðri menntunar", þ.e. hvo'T allir hefðu jafna möguleika tii háskóianáms. Frá New Hampshire vai haldið til Kanada Var þar mót- ið sett og fór fyrsti dagurinn i að ræða fundarsköp. Á öðr- um degi fluttu fulltrúar ávörp, ræddu skoðun sína á samstarf- inu og hvað gerzt hefði. Sem talsmaður Isiands ræddi ég um skyldur þingsins gagnvart stúd- entum, um hlutverk smáþjóð- a'nna í samstarfinu og almennt um sjónarmið Islands í því sam- bandi. íslendingar gerðu sér fuila grein fyrir alþjóðlegum skyld- um sínum, enda gerðu þeir sér grein fyrir að heiðarlegt og ein- art samstarf, væri stærsta von og traust smáþjóðanna í heim- inum, á sama hátt og slíkt sam- starf væri eina von þeirra þjóða sem enn byggju við kúgun og meiri og minni stjórn erlendra aðila Sá atburður gerðist á þing- inu að fulltrúar um 20 þjóða gengu af fundi, vegna ágrein- ings um kjörbréf einnar þjóðar- innar. ' ★ — Hvernig var störfum þings ins liáttað? — Fyrst voru haldnir fyrir- lestrar, síðan farið í gegnum grundvallaratriðin í stefnum að- iidarríkjanna og síðast var að kjósa í supervision Committee. þ.e. eftirlitsnefnd. I henni sitja 12 menn og eru þeir æðsta vald stúdentasamtakanna. — Evrópa hefur oftast haft tvo til þrjá fulltrúa í þessari nefnd, þar af Norðurlönd einn. Það hafði orð- ið að samkomulagi meðal Norð- urlandafulltrúanna að ísland væri í framboði sem fulltrúi þeirra. Var það þó gert með þeim fyrirvara að fyrir lægi vilji annarra Evrópuþjóða til að sfyðja okkur. Var þessi fyrir- vari gerður, vegna andstöðu Dana, sem sjálfir höfðu áhuga á að komast í nefndina. Hef ég ástæðu til að halda að þeir hafi síðan unnið ötullega gegn stuðningi við okkur. Þeir fengu Þjóðverja til að stinga upp á sér og eftir mikið þjark og stapp, drógum við okkur til baka. Hafði þá komið fram ákveðin andstaða gegn okkur m.a. hjá Skotum, Hollendingum og Þjóðverjum. Aðal rökin voru þau að við værum of mikil smá- þjóð og ekki nógu þekktir utan Evrópu. Það er af kosningunni að segja, að eftir 40 klst. sam- felldan fund, var endanlega gengið frá framboðum og at- kvæðagreiðslum. Danir rétt komust inn, en svo mikil harka var í kosningunni að ekkert land frá N-Ameríku komst inn. ★ — Létu þið nokkuð að ykkur kveða á þinginu, Islendingarnir? — Ég bar fram eina fyrir- spurn. Var henni beint til full trúa stúdentasamtaka kommún ista, sem voru áheyrnarfulltrú- ar á þinginu. Var fyrirspurnin varðandi kjarnorkusprengingar Rússa í Norður-íshafinu og bað ég um skýringu á hvers vegna stúdentasamband þeirra hefði ekki sent nein mótmæli, á sama hátt og mótmælt hefði verið sprengingum Bandarfkjamanna. Svarið var ekkert annað en út- úrsnúningar, en fyrirspurn þessi vakti mikla athygli. Auk þess bárum við fram nokkrar tillög- ur. — Varst þú ánægður með störf þingsins, Jón? — Þingið og sambandið f heild er jákvætt og ég var ánægður með niðurstöður þess. Einn hlutur kom þó ljóslega fram hvað okkur íslendinga , snertir, og hann er sá að við tökum alltof lítið þátt í alþjóð- legu samstarfi. Það verðum við að auka og fylgjast betur með. Við reyndum að hafa okkur sem mest í frammi, en ókunn- leiki á Isl. málefnum er Þránd- ur í Götu fyrir okkur. lír þvl ætti að vera auðvelt að bæta. ) Myndsjá — Framh. af 3. síðu. Delannoy stjórnar. Hún leikur þar hlutverk hinnar glæsilegu Paulinu Bonaparte, sem varð fræg fyrir mörg ástarævin- týri og hneyksli, sem hún olli vegna þeirra mörgu, sem hún átti vingott við. ★ Það var árið 1811, sem hún sat fyrir hjá hinum fræga mynd - höggvára Canova, og sat nakin fyrir. Vinkona hennar spurði hana: — Hvernig geturðu gert þetta? Paulina svaraði: — Það var enginn vandi, hann læsti dyrunum. ★ Þegar Gina Lollobrigida sat fyrir kvikmyndatökumönnunum í kvikmyndabænum Cinecitta hjá Róm, krafðist hún þess einn ig, að öllum dyrum væri læst. Jafnvel lögregluvörðum var vís- að á dyr. Engir fengu að sjá hana nema kvikmyndatöku- mennirnir, sem voru önnum kafnir við að stjórna v'L.uuiU.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.