Vísir - 27.07.1962, Síða 8

Vísir - 27.07.1962, Síða 8
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 1.8. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Nú skjálfa þeir af hræöslu! Umboðsmenn Moskvu-valdsins á íslandi eiga mjög í vök að verjast og hafa átt um alllangt skeið. Fylgi kommúnistaflokksins fer þverrandi, og það, sem einkum veldur foringjunum áhyggjum, er hve lítið bætist þar við af ungu fólki. Þetta er ekki eiusdæmi, því hið sama gerist í öllum lýðræðislöndum. Því er stundum haldið fram, að ungt fólk fylg- ist ekki með stjórnmálum, að örfáum einstaklingum undanskildum, og að tilviljun ráði því oft, hvar í flokki það lendi, eða hvern það kjósi. Þetta er röng ályktun. Mikill meiri hluti æskufólks myndar sér sjálfstæða skoðun á stjómmálum, og fjölmörg dæmi sanna, að þær eru ekki teknar „að erfðum“ frá foreldrum. Þróun heimsmálanna upp á síðkastið bendir ótví- rætt í þá átt, að kommúnisminn sé á undanhaldi. Yf- irgangur Rússa og kúgun þeirra á þjóðunum fyrir austan járntjaldið hefur opnað augu margra vinstri- sinnaðra manna fyrir þeirri staðreynd, að kommún- isminn er ekki frjálslynd vinstri stefna, heldur hin svartasta einræðis- og afturhaldsstefna, sem nú er til. Eitt af því, sem veldur erindrekum Moskvuvalds- ins á íslandi þungum áhyggjum um þessar mundir, er starfsemi Varðbergs, en það er, svo sem kunnugt er, félag ungs áhugasams fólks um vestræna sam- vinnu. Þetta unga fólk ann hugsjón lýðræðis og-frelsis og hefur bundizt samtökum við áhugahópa í öðrum vestrænum löndum um að vinna gegn útbreiðslu hinn- ar rússnesku kúgunarstefnu. Og það hefur komið í ljós, svo að ekki verður um villzt, að ungt fólk hér á íslandi kýs heldur að skipa sér undir þetta merki en hamarinn og sigðina, tákn hinnar andlegu kúgunar. Hræðsla Þjóðviljans við þessi samtök leynir sér ekki. Það er óbrigðult einkenni á kommúnistum um allan heim, að þegar þeir verða hræddir, grípa þeir til skamma og svívirðinga -- þá fara þeir að öskra, bæði í ræðu og riti! Stóryrði Þjóðviljans um starfsemi Varð- bergs sanna þetta afdráttarlaust. Eystrasaltslöndin Þeir, sem hafa ekki enn þá áttað sig á, hver örlög bíða þeirra þjóða, sem verða rússneskum valdhöfum að bráð, ættu að kynna sér sögu Eystrasaltslandanna, Lithauens, Eistlands og Lettlands. Þessi þrjú smáríki áttu enga ósk heitari en þá, að fá að lifa í friði sem sjálfstæðar þjóðir, utan við átök stórveldanna. En sú von brást. Eftir síðari heimsstyrjöldina innlimuðu Rússar öll þessi ríki og hafa síðan gengið hreint til verks við að uppræta þjóðerni þeirra og tungu. Forystumenn þessara ríkja voru hnepptir í þræl- dóm eða teknir af Iífi, án dóms og laga. Fólk var rekið í tugþúsundatali frá heimilum sínum og eignum og Rússar settir þar í staðinn. Rússneska var gerð að að- almáli í skólum og yfirleitt allt gert til þess að upp- ræta þjóðerniðo Er nokkur furða þótt æskan í lýðræð- islöndum vilji forðast sams konar örlög? VISIR Föstudagur 27. jt Bifreiðin Iengst til vinstri ekur yfir ó hægri akbraut til að aka fram úr bifreið, sem þegar er að fara fram úr annarri. Réttar stöður Þegar haldið er af stað til öflunar efnis í Umferðarþátt blaðsins, ásamt Sigurði Ágústs- syni, lögregluþjóni, er á- kveðið að þátturinn skuli vera um umferð- ina í borginni. Og Sig- urður ákveður að taka fyrir staðsetningu öku- tækja í umferðinni. Þá er átí eingöngu við öku- tæki, sem eru á ferð. flkb' Þegar menn koma saman og ræða um umferðarmál, er það ekki sjaldan, ef í hópnum er maður eða menn, er dvalizt hafa erlendis, að þeir segja á þá leið að akstur hér heima séíalla staði óviss og frábrugðin því öryggi, sem maðúr finni ef ekið er í stórþorg erlendis. — Hver Einn fyrirferðarmikill vegfarandi. Ljósm. Vísir, Bragi Guðm. Ipr er þín skoðun á þessu Sigurð- ur? — Ég álít að þetta sé fyrst og fremst því að kénna, hve ökumenn staðsetji sig óvisst á akbrautinni. Einnig hinn mis- munandi hraði hinna ýmsu öku manna. Umferðarlög og reglur eru til þess fyrst og fremst sett að skapa greiða umferð. Á- rekstralausa og á þann veg, að menningarbragur sé á henni. — Það er talað um tvistefnuveg og einstefnuveg. Tvístefnuvegi er skipt í vinstri og hægri akbraut, þegar við ræðum um akbraut meinum við þann hluta götu, sem ökutæki stefnir í eina átt. Sá sem kemur á móti er að sjálfsögðu á hægri akbraut mið- að við okkur. Nú ökum við austur Lauga- veginn, innanverðan, og Sig- urður bendir okkur á bláan fólksbil og segir. Takið eftir þessum bláa fólksbíl. Hann ek- ur á vinstri akbraut, er vel á ■vinstri vegabrún. Nú gefur hann stefnuljós til hægri og færir sig yfir að miðlínu. 1 því, að ökumaður bláu fólksbifreiðar- innar sveigir til hægri þvert yfir, kemur stór vörubifreið að austan á móti. Ökumaðurinn flautar, hemlar og verður að draga mikið úr ferð bílsins til að lenda ekki á fólksbifreiðinni. Þegar Ijósmyndari Vísis B. G. var á ferð niður Laugaveg tók hann eftir þessum Volkswagen- bil. Öllum ætti að vera Ijóst, hvert brotið er.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.