Vísir - 27.07.1962, Síða 16
Gerðardómurinn, sem kvað upp úrskurð í síldveiðideilunni í gær. í honum sátu, talið frá vinstri: Guðmundur Ólafs, Ágúst Fiygen
ring, Jón Sigurðsson, Jón Þorsteinsson og Klemenz Tryggvason formaður dómsins.
Gerðardómur tók tillit til kröfa
útgerðar um lægrí skiptiprósentu
Gerðardómurinn í síld-
veiðideilunni kvað í gær
upp úrskurð sinn. Aðalat-
riðið í úrskurðinum er, að
tekin er að verulegu leyti
til greina krafa útgerðar-
manna um lækkun á skipta
prósentu á þeim síldveiði-
bátum, sem búin eru hin-
um nýju veiðitækjum,
kraftblökk og síldarleitar-
tækjum.-
Á þeim skipum sem stunda síld-
veiðar með hringnót en hafa
hvorki kraftblökk né sjálfvirkt
síldarleitartæki ákveður gerðar-
dómur, að aflahlutur skipverja
skuli vera óbreyttur 40,5% af
heildaraflaverðmæti skipsins.
Á þeim hringnótaveiðiskipum,
sem hafa tækin er ákveðin nokkur
fjölmennast æskulýðsmóta
Stærsta æskulýðsmót
landsins, landsmót skáta,
verður sett að Þingvöllum
n.k. sunnudag. Mótið verð-
ur haldið á svokölluðum
Leirum og munu sækja kvöldi mánudags 6. ágúst.
það um tvö þúsund skátar M6( þet[a et J3 landsm6t ls.
af mmnst | 11 þjóðcrntun. ra skáta og haldið í tilefni af
Það stendur í 10 daga sam- 50 ára afmæli skátahreyfingunnar
fleytt Og því lýkur að hér á landi. Er það fimmta lands-
mótið, sem skátar halda að Þing-
völlum og það langstærsta.
GEYSILEGUR
UNDIRBÚNINGUR.
Mótsstjórn bauð í gærkvöldi
Framh. á 5. síðu.
lækkun á skiptaprósentunni og er
hún í stuttu máli á þessa leið:
Á skipum undir 60 tonnum
35,5% er skiptist í 10 staði.
Á skipum 60 — 119 tonn 35%
er skiptist í 11 staði.
Á skipum 120 — 239 tonn 34,5%
er skiptist í 12 staði.
Á skipum 240 — 300 tonn 34,5%
er skiptist f 13 staði.
Á skipum yfir 300 tonn 34,5%
er skiptist í 15 staði.
Með þessum úrskurði er að
nokkru gengið að kröfum útgerð-
armanna, en þeir rökstuddu þær
með því, að með tilkomu hinna
nýju síldarleitartækja hafi afli bát-
anna aukizt, vinna um borð í þeim
orðið léttari og því væri sann-
gjarnt að auka hlut útgerðarinnar,
sem verður að standa straum af
mjög miklum kostnaði við hin
nýju veiðitæki.
Til þess að rannsaka þetta fékk
gerðardómurinn m.a. áætlanir frá
Fiskifélagi Islands um aflamagn og
útgerðarkostnað síldveiðibáta
1962, annars vegar með hinum
nýju tækjum og hins vegar án
Framh. á bls. 5.
Mótstjóm Iandssmóts skáta: Anna Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Elín Káradóttir, Páli Gíslason, mótsstjóri, Magnús
Stephensen, Ingolf Petersen, Eðvard Fredrikssen, Rúnar Brynjólfss., Guðrfður Friðfinnsd. Á myndina vantar Ernu Guðmundsd.
4® þús. nté!
og tunnur
I Sl. sóiarhring var nær engin
veiði á vestursvæðinu, þ. e. út
af Siglufirði, aðeins var vitað um
3 skip með samtals 450 tunnur.
Gott veður var og sá flugvél stökk-
síld og þunnar torfur á stóru
svæði. Af svæðunum 50 mílur und-
an Sléttu og 50 mílur undan Langa
nesi var kunnugt um 22 skip með
18.700 mál og tunnur. Grunnt út
af Bjarnarey og norðaustur af
Kögri var gott veður og góð veiði.
Dýpra undan landi var óhagstætt
veður. Síldarleitin á Seyðisfirði
vissi um afla 39 skipa með 21.250
mál og tunnur. Það dró úr veiði i
nótt að veður var heldur slæmt
fyrir austan en það var komið
gott veður í morgun.
i Fréttaritari Vísis á Seyðisfirði
sagði í morgun að honum væri
kunnugt um að Ægir hefði lóðað
á síld í stórum torfum 40 mílur út
af Sléttu. Hann sagði að erfitt væri
að beita asdick leitartækjum hjá
Framh. á bls. 5.