Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. ágúst 1962. Herimann Hesse lésf í gær Nóbelsverðlaunahöfundurinn þýzki, Hermann Hesse, lézt f gær að heimili sínu í Montagola í Sviss, en þangað fluttist hann nokkrum árum eftir aldamótin síð ustu og gerðist svissneskur ríkis- borgari. Hesse fæddist í Suður- Þýzkalandi 2. júlí 1877. Fyrsta bók hans, skáldsagan „Peter Cam enzind" kom út 1904 og var ágæt- lega tekið. Síðar komu margar bækur frá hans hendi, skáldsögur, ljóðabækur og fl. Hann barðist gegn vígbúnaði og í þágu friðar. Hann lýsti oft andúð sinni á Hitl- er í ljóðum. Hesse hlaut bók- menntaverðlaun Nobels 1946. \ ---------- Ráðstefna — Framhald af bls. 1. málarráðherra Gylfi Þ. Gíslason boð inni, en á sunnudaginn verður fulltrúunum boðið í hringferð til Þingvalla, Sogs og Hveragerðis. Ráðstefnur þessar eru haldnar þriðja hvert ár í höfuðborgum Norðurlanda til skiptis, síðast í Oslo 1959. Þetta er í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er haldin á ís- iandi. Draumur — Framhald af bls. 1. margir munu fara frá Akureyri suður á bóginn. Það var ætlunin í fyrstu að bílarnir yrðu frjálsir ferða sinna eftir að þeir hefðu verið ferj- aðir yfir, en flestir þeir, sem fara í förina hafa látið í ljósi óskir um að halda hópinn, þó hverjum fyrir sig sé eftir sem áður frjálst að fara hvert sem hann vill. Líklegt er, að þeir sem koma að sunnan skiptist í tvo hópa, þegar yfir Sprengi- sand er komið, sumir ætia að fara til öskju, en aðrir niður í Bárðardal. Þeir, sem koma að norðan, mtinu hins vegar sumit nota tækifærið og fara f Landmanna- Iaugar og Eldgjá. Geta ferða- mennirnir fengið benzín og olíu við Tungnaá. VISIR Álit Halvards Lange: Efnahagslíf Noregs í hættu án aðildar EBE í NTB-frétt frá Brussel í gær segir frá greinargerð sem þar hefur verið birt, frá Halvard Lange, utan- ríkisráðherra Noregs, þar sem hann leggur áherzlu á, að efnahagslífi Noregs væri teflt í alvarlega hættu ef Norðmenn tækju ekki í efnahagslegu sam- Vestur-Evrópuríkj- þátt starfi anna. Greinargerðin v'ar birt í blaði, sem gefið er út af samstarfsskrif- stofu jafnaðarmannaflokkanna í Iöndum EBE. — Lange segir nauð synlegt að ræða mjög ýtarlega öll vandamál og í einstökum atriðum hvert þeirra varðandi aðild Noregs — og eigi þessar viðræður að fara fram innan ramma Rómarsamn- ingsins, og leggur hann á það á- herzlu. Lange víkur og að stjórnmála- legu samstarfi — hið nána efna- hagsiega samstarf hljóti að hafa áhrif á stjórnmálalega afstöðu þeirra og muni Norðmenn taka þátt í undirbúning áætlana sem á döfinni séu um stjórnmálalegt samstarf. Lange kveður Norðmenn munu vinna að þessum samstarfsmálum öllum heilhuga. 30 þús. mál og tunnur veiddust s.L séhrhrím Að því er síldarleitin á Raufar- höfn tjáði Visi í morgun var mjög sæmileg síldveiði, einkum út af Austfjörðum í gærkveldi og nótt, en iandlega hefur verið hjá báta- flotanum nokkra undanfarna sól- arhrlnga. Heiidaraflinn yfir s.I. sólarhring var tæp 30 þús. mál og tunnur. Aðalveiðisvæðið var á Héraðs- flóa og Seyðisfjarðardýpi, suð- austur af Gerpi, suðaustur af Skrúð og norðaustur af Langanesi. Lengst var á miðin út af Langanesi eða 50 — 60 mílur, en annarsstaðar yfirleitt 20 — 25 mílur. Um 25 mílur suðaustur af Kol- beinsey fengu 5 bátar söltunarhæfa síld, en það voru Eldborgin með 700 tunnur, Hrafn Sveinbjarnarson 350, Þórsnes 150, Áskell Torfason 700 og Reynir Ve 80 — 90 tunnur. Á svæðinu norðaustur af Langa- nesi fengu 13 skip smásíld, allt frá 500 og upp í 1400 mál hvort. í Héraðsflóa var allt fullt af smásíld g miklum erfiðleikum bundið að fást við hana. Alls hafa 35 skip tilkynnt til síldarleitarinnar landanir á Aust- fjarðahöfnum og eru þau með 500 —1000 mál hvert. Á Seyðisfjarðardýpi fengu nokkur skip söltunarhæfa síld og suðaustur af Skrúð fékk a. m. k. eitt skip, Jón á Stapa, 1000 tunnur af sæmilega góðri síld. Annars voru veiðihorfur suðaustur af Skrúð næsta góður í nótt. Þaðan barst tilkynning um vaðandi síld kl. 3 í nótt og voru mörg skip á leið- inni þangað þegar síðast fréttist, en ekki vitað um árangurinn. Aflaskipið Víðir II fékk i fyrra- kvöld 600 tunnur á austursvæðinu og fór summt af því I salt. Þegar hann kom aftur á miðin I gær fékk hann tvö köst og annað svo stórt að hann sprengdi nótina, en náði samt 400 tunnum úr þvl. Og I morgun kl. 5 var skipið búið að fá 1100 tunnur. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi íslenzkra útvegs- rnanna I morgun hafði aflinn s.I. sólarhring verið 29450 mál og tunnur, sem skiptist niður á 48 skip. Þau, sem fengið höfðu 500 mál og tunnur og þaðan af meir voru sem hér segir: Til Siglufjarðar: Eldborg 700, Ásgeir Torfason 700. Til Raufarhafnar: Áskell 500, Hringsjá 1400, Jón Finnsson 500, Þorvaldur Rögn- valdsson 550, Heígi Flóventsson 800, Húni 670, Fagriklettur 600, Héðinn60fr*SuTan 600, Snæféll 900. Til Seyðisfjarðar: Amkell 700, Skipaskagi 700, Guðmundur Þórðarson 1000, Seley 800, Haraldur 700, Birkir 500, Vörð iir 800, Pálína 600, Höfrungur II 550, Ólafur Magnússon EA 600, Ó- feigur II 500, Dofri 800, Jósafat 600, Kambaröst 800, Hilmir KE 500, Hrafn Sveinbjarnarson II 700, Víðir II 1500, Steingrímur trölli 900, Leifur Eiríksson 80Ó, Árni Geir 650, Jón á Stapa 1000, Sæfell 700, Pétur Sigurðsson 500 og Nátt- fari 850. Veður á miðunum var gott. Fjórar skíðavikur í Kerlingarfjöllum Ferðafélag íslands efnir til fimm skemmtiferða um næstu helgi og n. k. mánudag hefst skíða- vika í Kerlingarfjöllum á vegum félagsins. Ferðirnar um næstu helgi eru hálfs annars dags ferðir I Land- mannalaugar, Þórsmörk, á Kjöl og I Langavatnsdal, en auk þess verð- ur farið á sunnudagsmorgun I gönguferð á Þórisjökul. Ekið verð- ur upp á Kaldadal og gengið það- an á jökulinn. Á mánudaginn hefst fjórða skíðavika Ferðafélagsins á þessu sumri I Kerlingarfjöllum. 11’ þær þrjár sem haldnar hafa verið til þessa hefur alltaf verið fullskipað, en nú eru ennþá nokkur sæti laus. Ferðafélagið tók upp á þeirri ný- breytni I fyrra að efna til skíða- vikna I Kerlingarfjöllum, þar sem þátttakendur dvöidu I skála fé- lagsins og fengu tilsögn I skíða-1 íþróttinni hjá ágætum kennurum. Þá urðu þátttakendur að sjá sér sjálfir fyrir fæði, en nú hefur sá háttur verið tekinn upp að sjá þeim fyrir fæði. Vikudvö! i skálanum, með fæði og húsnreði. kennslu og ferðalögum kostar þó ekki nema 1700 krónur. Er þó bíll þar efra, sem flytur fólkið eftir þörfum milli staða. Skíðavikur Ferðafélagsins hafa náð geypimiklum vinsældum og ailar líkur til að framhald verði á þeim næstu árin. Félagið hefur verið einkar heppið með kennara, en þeir eru Valdimar Örnólfsson og Eiríkur Haraldsson, hvort- tveggja kunnir skíðagarpar og kunnáttumenn miklir I íþróttinni. Um 30 ihanns geta komizt að á hverju námskeiði. Þátttaka I ferðum Ferðafélags- ins hefur verið með mesta móti I sumar, og um s.l. helgi fóru 350 manns á végum þess I Þórsmörk, Landmannalaugar, Fjallabaksveg syðri, Kjöl og á Snæfellsnes og Breiðafjarðareyjar. Var fólk veður heppið I öllum ferðunum og hið ánægðasta I hvívetna. Sæbjörg ú Raufarhöfn Sæbjörg, sem f sumar hefur verið notuð sem einskonar skólaskip fyr ir ung sjómannsefni, Icom til Rauf- arhafnar í gær til þess að fá gert við dýptarmæli skipsins. Jafnframt landaði skipið 2 lest- um af nýjum fiski, sem það hafði veitt á Digranesflaki. Strákarnir á skipinu, sem eru 12 eða 13 tals- ins, voru allir hinir hressustu og létu ágætlega af sér. Piltar þessir, þótt ungir séu, vinna öll venjuleg sjómannsstörf á Sæbjörgu og á skipinu er ekki ann- að fullorðinna manna en skipstjóri, stýrimaður og einn bátsmaður. Hörður Þorsteinsson stýrimaður, sem jafnframt er leiðangursstjóri piltanna og aðalkennari þeirra hef- ur látið óskerta ánægju I ljós yfir árangrinum og telur að drengirnir fái með þessu hinn ákjósanlegasta skóla um allt er Iýtur að sjó- mennsku og telur að þeir hafi stað- ið sig með mikilli prýði. Sæbjörg hafði- lokið erindi sínu á Raufarhöfn I nótt og fór út kl. 4 eftir miðnætti. En í morgun bár- ust fregnir um að skipið væri aft- ur á leið inn til Raufarhöfn með bilaðan bát I eftirdragi. Hafði Sæ- björg komið v.b. Reyni frá Akra- nesi til aðstoðar, en hann hafði orðið fyrir.vélarbilun út af Langa- nesi og bað Sæbjörgu um að að- stoða sig til hafnar. Bílar — Framhald af bls. 16. Austin verksmiðjurnar hófu ný- lega framleiðslu á jeppabifreiðum og hafa þær reynst mjög vinsæl- ar, engu síður hér en erlendis og hefur umboðið, Garðar Gíslason, vart undan að afgreiða bílana. — Frekar lítið hefur verið um inn- flutning hinna veiþekktu og gam- alreyndu Willys jeppa, sem Egill Vilhjálmsson hefur umboð fyrir. Lítill innflutningur bandarískra bíla. Ekki er hægt að segja annað en mjög lítið sé um innflutning banda rískra bíla og er hann að komast í algert lágmark. Hins vegar færist innflutningur á enskum, þýzkum og frönskum bílum í vöxt. Enskum bílum er skipað um borð í Hull og er einna mest um að ræða enska Fordinn af öllum gerðum ,en mest mun þó seljast Consul 315 og hin nýja tegund Zephyr 4. Einnig selst nokkuð af Vauxhall og Hilmann. Þýzku btlunum er skipað um borð í Hamborg. Og er auðvitað mest um Opel og Mercedes-Benz. Frönsku bílunum er skipað um borð í Amsterdam og skipa þar stærsta hópinn Renuell Dophine, en innflutningur þeirra og vinsæld ir fer ört vaxandi, einnig er nokk- uð mikið um Zimga. Frá járntjaldalöndunum virðist Skoda, eiga hér mestu fylgi að fagna. Til marks um það hvað innflutn- ingur bifreiða hefur verið mikill, má geta þess að fyrsta ársfjórð- unginn voru fluttar inn 2000 þús. bifreiðir fyrir 44 milljónir 208 þúsund. Vestmannaeyjafiskur til vinnslu í Sænska Sumarfrí eru komin í Vest- mannaeyjum og hafa öll fiskiðju- ver og frystihús hætt starfsemi sinni i háifan mánuð til þrjár vik- ur. Sumir Vestmannaeyjabátarnir liggja þó á meðan í höfninni, en aðrir sigla með afla sinn til hafna í Iandi. Þannig fór Gullbðrir me? afla sinn 17 tonn til Grindavíkur. Var fiskurinn tekinn þar á bíla og fluttur til sænska frystihússins í Reykjavík. Muggur frá Vest- mannaeyjum er að landa 7 tonn- um af fiski hjá Meitli f Þorláks- höfn og líklegt er að Suðurey landi einnig í Þorlákshöfn. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.