Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 7
Sir Oswald Mosley foringi ensku nasistanna. heimsókn til borgarinnar. Um 200 manna hópur mestmegnis ruslaralýður tók þátt í þessum „mótmælaaðgerðum" á Löngu- Iínu, sem minna nokkuð á marseringu kommúnista ofan úr Hvalfirði. Um tíma gerðist þessi skríll ærið uppivöðslu- samur, réðist á fámennan unum Föstudagur 10. ágúst 1962. VISIR Skrílslæti í friðsælum löndum Allir í sumarfrí. Með ágúst er kominn aðal tími sumarleyfanna, bæði hér uppi á ísiandi og suður í Ev- rópu Við það má heita að stjórn málalífið lamist suður í Iöndum og vart að búast við miklum tíðindum, þó ailtaf gæti eitt- hvað óvænt komið upp eins og borgarastyrjöld meðal Serkja í Alsír eða að Krúsjeff færi að ygla brún í Berlín. Á mánu- daginn kemur vérður þess minnzt að eitt ár er síðan „kín- verski“ múrinn var reistur yfir þvera Berlfnarborg. Um síðustu helgi fóru út pm þúfur viðræður Breta og sexveldanna í Brilssel. Þar með er samkomulagsumleitunum lokið að sinni því að allir stjórn málamennirnir og embættis- mennirnir þurftu að komast í sumarfrí. Höfuðborgirnar eins og París og Bonn tæmdust nær því af fólki. Allir þeystu annað hvort upp í fjöllin eða út á bað strendurnar til að teyga að sér útiloftið og láta sólina brúna sinn kropp. Þar úti í náttúrunni mættust háir sem lágir og gleymdu áhyggjum og þrefi hversdagslífsins. En á miðjum tíma sumarfrí- anna er eins og alltaf sé nokkur hópur manna, sem skemmtir sér við að koma af stað ati og áflogum. Við þekkjum þetta hér heima, ævintýralöngunina og ó- regluna, sem liggur að baki skrílslátum á Þingvöllum yfir hásumartímann og hið bjána- lega tiltæki að fara í svokallað- ar mótmælagöngur eftir þjóð- vegum sunnan úr Keflavík og ofan úr Hvalfirði. Skrílslæti. ♦ Og einmitt nú, þegar sólin skín hvað heitast berast fréttir um það frá löndum sem mað- ur hyggur annars að séu hin friðsamlegustu, um að stofnað sé þar til pólitískra æsinga- funda, sem síðan fylgja áflog og ryskingar. Þessir atburðir hafa á sér svo mikinn bíæ fífis- skapar, að víðast hlæja menn að þeim, en þó eru þeir í öðru alvarlegir, því að í þeim leyn- ast angar ofstækis og skrums sem gæti orðið þjóðfélagslegt vandamál, ef það næði að breiðast út. Það má t.d. segja að það hafi verið angi af ægilegu ógn- arvaldi Hitlers-nasismans, þeg- ar brezku nasistarnir Sir Os- wald Mosley og Colin Jordan hafa haldið nasistafundi víðs- vegar í Englandi, þegar þeir stigu upp á vörubílspalla á sitt hvorum fundarstað, ygldu sig og heilsuðú jafnvel með út- réttum armi, nasistakveðjunni. En þessi nasistamót fengu á sig allt annan og hlregiiegri svip en hinir trylltu múgæsinga fundir Hitlers á sínum tíma, þegar vel þroskaður tómati lenti á höku Mosieys og rotið epli á nefi Jordans. Mosley barinn niður. Þegar þessir nazistaforingjar höfðu um sinn haldið sínar ieik- sýningar með tilburðum hins fallna þýzka foringja, og þó ekkert heyrðist hvað þeir sögðu — hófust svo hin ómissandi áflog. Þau enduðu með því að maður með gula stjörnu ,sams ■ konar og merki þau, sem þýzkir nazistar létu Gyðinga bera, réðist að Mosley og gaf honum svo vel úti látið kjaftshögg að nazistaforinginn féll um koll. Því næst ruddi lögreglan fund- arstaðinn og handtók nokkra óróaseggi, sem síðar voru sekt- aðir. En e.t.v. höfðu nazistarnir náð því sem þeir sóttust eftir, skrumi og auglýsingu ásamt sjálfsmeðaumkvun um að þeir væru píslarvottar. Þessir fámennu hópar enskra sérvitringa og öfga- seggja hafa nú í sumar verið að reyna að skapa sér geisla- baug píslarvættis með nokkr- um slíkum útifundum, fyrst á Trafalgar-torgi í London, síðan í Manchester og nú sfðast í East End, fátækrahverfi Lund- úna. Á öllum fundunum hefur komið til áfloga, en flestir láta sér á sama um þá standa, hlæja aðeins og fyrirlíta þessa fáráð- iinga. Á Löngulínu í Höfn. Skyld þeim að viðhorfum er manntegund, sem tók upp á því nú í byrjun vikunnar að hefja setuverkfall niðri á bryggju í Kaupmannahöfn, þeg- ar þýzkt herskip kom í flota- Frá skrílslátum enskra nasista á Trafalgar- torgi. danskan lögregluvörð á bryggj- unni og hrópaði til hinna ungu þýzku sjóliða ,sem horfðu á: „Farið burt nazistarnir ykkar“. Það þarf ekki að taka fram að þýzku sjóliðarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þetta Yffotii, ngsr állt kornungir menn, sumir fæddir á síðasta ári stríðsins, jafnvel eftir endan- legt fall nazismans. Dönsku lögreglumennirnir fengu yfir sig þau ókvæðis orð að þeir væru „Hipo-menn“ og síðan hófust stympingar milli lögregiu og mótmæla-manna. Versti æsingaseggurinn, sem var handtekinn reyndist vera flogaveikur kommúnisti og þurfti að flytja hann á sjúkra- hús, þegar búið var að róa hann. Auðvitað gerði danskur al- menningur ekki annað en að hlæja að þessu fáránlega upp- þoti. Lögreglan leit á þetta sem eitt af fleiri ,,leðurjakka“ upp- þotum. En kommúnistahópur- inn hafði þó e. t. v. náð tak- marki sínu, þeirri auglýsingu og skrumi, sem fylgdi löngun þeirra til að vekja athygli á sér. Heimsmót í Helsingfors. «« Þau skrílslæti sumarsins 19621 sem mest hefur þó borið á erui þó hið svokallaða heimsæsku-’ Iýðsmót kommúnista, sem lauk^ nú um helgina í Helsingfors. Aumingja Helsingforsbúar, aði fá allan þennan félega kömm-] únistahóp yfir sig þúsundumí saman. Meginið af hópnumj voru nemendur úr pólitískumi uppeldisstöðvum Stalin-æsk-J unnar í Rússlandi og leppríkj-1 Þarna streymdu kommúnist- arnir til hinnar friðsælu finnsku höfuðborgar i fullri óþökk borg- arbúa og æskulýðssamtaka Finnlands. Árangurinn varð eins og til var stofnað, pólitísk skrilslæti, sem urðu hinum kommúnísku forstöðumönnum til mátulegr- ar háðungar. Ofríki fundarstjóra. Auk æskuiýðsins úr komm- únistaríkjunum var einnig boð- ið þangað fjölmennum hópum Eftir Þorstein Thorarensen æskufólks frá löndum utan járntjaldsins og stóðu rúss- neskar áróðursstofnanir auðvit- að straum af mestum hluta ferðakostnaðarins. En mörgum þessara þátttak- enda, sem þekkja annað stjórn- arfar en vald kommúnistaein- ræðisins, varð ekki um sel, þeg- ar hið kommúníska ofríki fór að sýna sig ógrímuklætt í fund- arstjórn, þar sem engir fengu að tala nema sauðtryggir rauð- liðar og öll gagnrýni var barin Kreinsum vel — Kreinsum fifétt Hreinsum allan tatnað - Sækjum — Sendum Etnalaugm LINDIN HF Hafnarstræti 18 Sími 18820 Skúlagötu 51. Simi 18825. niður með einræðisaðferðum. Á fundum og í hópgöngum mátti engin rödd heyrast nema rödd Moskvuvaldsins. Mótmælt var kjarnorkusprengingum Bandaríkjanna, en þegar nokkr- ir unglingar héldu á loft spjaldi með mótmælum gegn risakjarn- orkusprengju Rússa, var það rifið niður. Það var lokaþáttur þessa al- ræmda móts, að fjöldi unglinga úr löndum utan járntjalds, sem höfðu áður látið ánetjast af áróðri kommúnista, sögðu skil- ið við þá. T.d. er til þess tekið að um 40 þátttakendur frá eynni Ceylon í Indlandshafi, sem höfðu fengið fh'tt far til Helsingfors með t rússreskri fiugvél, hafi þótt nóg um fram- komu kommúnistaforingjanna, svo að þeir hafi sagt skilið við þá og hafnað ókeypis flugferð til baka. Og loks notaði æsku- fólk frá Austur-Þýzkalandi tæki færið til að flýja sinn flokk og leita hælis sem pólitískir flótta- menn á Vesturlöndum. i Þorsteinn Thorarensen. I KONI Höggdeyfar þessi viðurkenndu stillanlegu höggdeyfar túsi venju lega hjá okkui 1 margar gerðir hifreiða UTVEGUM KONl höggdeyfa i ailar gerðir bifreiða SMYRILI LAUGAVEG 170 - SIMl 1-22-60

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.