Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 10.08.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 10. ágúst 1962. VISIR SAKAMÁLASAGA ^ ^ EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSIÓÐURINN 25. að en að snúa sér til umsjónar- mannsins og þá gæti hún gengið rakleitt að hólfinu. Allt í einu fór að rigna og ég leitaði í skjól undir hálfþaki verzlunarinnar. Brátt var kom- in úrhellis rigning og ég varð að bíða — ég mundi verða hold votur á Ieiðinni í bílinn meðan rigndi svona mikið, en rétt hjá var kvikmyndahús, svo að ég fór þangað. Keypti mér miða og fór inn. Ég sat í sæti mínu án þess að fá nokkurn áhuga fyrir myndinni, sem sýnd var, og loks fór ég út. Þá var stytt upp, kom- ið myrkur, og blautar göturnar glitruðu í bjarmanum frá glugga ljósum og götuljóskerum. Blaðsölustrákar æptu og ég náði seinustu kvöldútgáfu eins blaðsins. Þegar ég leit á fyrir- sögnina brá mér illa í brún. Hún var með risaletri: UNGUR MAÐUR JÁTAR Á SIG MORÐ Á BUTLER BANKA STJÓRA. Ég átti alllanga leið í bílinn. Mér fannst ég vera allsnakinn og ég þorði ekki að hlaupa. 16. kapituli. Ungur maður hafði játað á sig morðið: En hvað þá um Madelon Butler. Og — þar sem lögreglan hafði handtekið systkinin og bróðirinn játað á sig morðið hafði hún vafalaust fengið hjá þeim iýsingar á mér. Þegar heim kom hljóp ég upp stigann og læsti dyrunum á eftir mér. Ég heyrði skvamp í bað- kerinu, svo að hún var heima, og nú reyndi ég að vera rólegur og fór að lesa það, sem í blaðinu stóð: Ljósi var óvænt varpað á Butl er-málið í dag, þegar Jack D. Finlay frá Mount Temple bugað- ist við yfirheyrslu og játaði hlut deild í morðinu á bankastjóran- um, sem hvarf fyrii tveimur mánuðum, en lík hans fannst þriðjudag síðastliðinn. Náfölur og skjálfandi á bein- um skýrði pilturinn frá því, að það hafði verið frú Madelon Butler, hin fagra ekkja banka- stjórans, sem skipulagði morðið. Ég kveikti mér í sígarettu til þess að róa taugarnar. Það kom mér sannast að segja ekki ó- vænt með öllu, að piltræfillinn hafði verið verkfæri í höndum hennar. Og ég las áfram: Finlay var handtekinn f 80 km. fjarlægð frá bænum af lög- reglumönnum, sem höfðu lýs- ingu á bflnum, en þeir voru ný- búnir að frétta að slíkur bíll j | hefði sést á þessum slóðum, en fyrst í stað neitaði pilturinn, að hann vissi neitt um málið, en | þar sem hann gat ekki látið í té fullnægjandi skýringu á því ! hvaða erindi hann og systir háns voru að reka svo fjarri bænum, var farið með þau á stöðina — og svo höfðu þau reynt að kom- ast undan, er þeim var gefið stöðvunarmerki. Þau systkynin voru ekki í bílnum, — þau voru fótgangandi, en icádiljákinn hafði fundist við hú: nálægt veginum.'Sem þau fóru. Systkin in játuðu þá allt — og sögðu að frú Butler og maður, sem þau vissu ekki deili á, hefðu neytt þau til þess að láta af hendi bíl þeirra og lagt á flótta. Lögregl- an hefir nú birt lýsingu á þess- um ókunnuga manni. Þarna kom það! Ég missti blaðið úr höndum mér og sat eins og dasaður og starði fram undan. Vonlaust var þetta nú kannske ekki. Þegar allt kom til alls höfðu þau bara Iýsingu sér til bendingar. Enginn vissi nafn mitt nema Diana Jame og hún var dauð. Medelon kom inn og skotraði augum á blaðið: — Nokkuð í fréttum? Lesið um það sjálf, sagði ég og henti til hennar blaðinu. Þeir voru að handtaka vin yðar. — Það er nú vart hægt að kalla hann vinar nafni, þar sem hann reyndi að drepa mig. Ann- ars var hann ekki ástfanginn í mér, heldur Cynthiu Cannon — eða Diönu James, eins og þér kallið hana. — Ég skil ekki. — Ekki ég heldur, en menn hafa svo ólíkan smekk. — Hættið þessu bulli. Ef þér viljið ekki svara fyrirspurnum mínum þá látið mig fá blaðið. Hvort ykkar var það, sem drap Butler? Hún skrúfaði frá útvarpinu og stillti á sígilda tónlist: — Er ekki dásamlegt að hlusta á Debussy á þeSsum tíma dags? — Farið í heitasta, nei. Svarið mér. — Það var ,ég. — Peningarina vegna? — Ég hata bæði hann og Cynthiu og það var höfuðatriði, en ekki peningarnir, þótt hann í rauninni stæli þeim ekki frá bankanum heldur frá mér. — Nú skil ég ekki. Það stend ur þó í blöðunum, að þetta hafi verið bankans fé. — Já, en það var langafi minn, sem stofnaði bankann, og þótt afkomendur hans væru dug legri að eyða fé en afla, þá átti faðir minn hlutabréf í bankan- um, yfir 120.000 dollara virði, og ég var einkaerfingi hans Maður- inn minn átti aðeins sína ein- stæðu hæfileika til þess að töfra konur og komst í forstjórastöðu vegna hlutabréfanna minna, en þegar hann varð ástfanginn f Cynthu ákvað hann að hlaupast á brott með henni og sölsa undir sig eign mína. Hann fór þannig að því að hann stal peningum, en bankinn hafði lilutabréfin í sinni vörzlu og sleppir þeim ekki og tryggði sig þannig. Við höfðum félagsbú og ég hafði treyst honum. — En fyrst. þér nú,t vissuð hvað hann var að baúka af hverju fóruð þér ekki til lögregl unnar í stað þess að — — Ég kann því illa að vera höfð að fífli og ég var í hefndar hpg. Cynthia var nefnilega ekki sú eina, þær voru margar, sem hann hafði átt vingott við — en það er mér að þakka, að hún varð sú síðasta. Clarissa Finlay vann í bankanum og hún var R 2 A N PETEKWINEPLY, TA.HZAN FOLLOWEP’ THE SPOOZ OF HIS ENEVC/j SUKFRISEI7 WHEN IT LEC7 TO ONE OF MT. LUNYA'S COCKV TKAILS. ,7ic* VWjnMH • OW-1 Cít/M5 BStT’bTúTtír’pMifnrsjwZML. in< II-Zo-5709 5UT THIS WAS FAKT OF HIS MYSTEKIOUS QUAKKYS PLAN, FOK HE HAP STATIONEF , OTHEK IN7IAN VEN IN AVBUSh! Tarzan fylgdi sporum óvinar j undrunar lágu þau beint upp eina i En þetta var ilður f hans furðu-1 öðrum Indíánum að taka sér stöðu síns eftir og honum til mikillar af hlíðum Mt. Lunys fjallsins. lega áformi, því hann hafði skipað í launsátri. Sarnasagan Kalli og eldurínn öllum til mikillar furðu leidd- ust þeir Slapðky og Ruffiano. — Þetta gat Kalli ekki skilið. „Fyrst ásetur Ruffiano að slökkva slpzky anska eldinn og nú þegar hans, r "'y/w^fwé eigið hús er taliið, sleikir hann yð- ur, Slapzky upp. Það er ekki hægt að treysta svona mönnum." „Þetta er öðruvísi en þér haldið skipstjóri“, sagði Ruffiano. „Þegar logarnir úr eldinum okkar læctvst saman, sáum Við að þeir drógu sig saman. Það er merki þess að nú séu okkar áhugamál þau sömu. Á sama augnabU.ki dó eldurinn út - slapzkyanski eldurinn", sagði greif inn sigri hrósandi. 75 Sfðan Bjössi belt hann í eyrað leit- . ar hann alltaf öryggis þarna. fyrirrennari Díönu — og aðrar á undan henni. Ég hafði þolað honum lengi, en þagar hann ætl- I aði að hverfa og lifa hátt með frillu sinni fyrir mína peninga, fannst mér að hann hefði lifað nógu lengi. Mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa, og þegar þannig er ástatt fyrir mann- eskju, finnst henni, að hún þurfi ekkert að óttast. — En~ pilturinn? — Það er kannske dálítið flók ið — en hann var hafður að fífli. Hann heldur kannske, að tvær konur hafi blekkt hann, en hann lét í rauninni blekkjast vegna peninganna. — Ég skil þetta ekki. Hún brosti. — Afsakiö, ég gleymdi að ég er að tala við mann, sem ekki getur skilið að menn geri neitt nema vegna peinga. Cynthia hefur sjálfsagt sagt yður, að hún hafi verið nokkra mánuði í Mount Temple og við hjúkrun. Sjúklingurinn var móðir Jacks og Clarissu, og kannske skiljan- legt, að Jack félli fyrir Cynthiu. Hún hefur kannske haft hann að leikfangi um stund, en kastað honum frá sér, þégar hún kynnt ist manninum mínum. Ég hafði enga hugmynd um þetta fyrr en mánuði eftir að hún var flutt til Sanport. Maðurinn minn var á laxveiðum að vanda laugardag nokkurn. Þá kom Jack og var nær frávita. Hann bar upp þá hlægilegu tillögu, að ég reyndi að fá manninn til þess að hætta við Cynthiu, svo að allt gæti lagast þeirra milli. Ég sá, að hann var alveg að bugast. Hann hafði veitt þeim eftirför til gisti húss nokkurs og það lá við, að hann myrti þau bæði. Hann fór upp á hæðina þar sem þau voru með hlaðna skammbyssu, en þegar hann stóð fyrir utan dyrn ar á herbergi þeirra bilaði kjark urinn og hann rauk burt. Ég reyndi að koma honum í skiln- ing um hversu lítils virði Cynth- ia var, en hann sór þess dýran eið, að hann skyldi verða bana- maður mannsins míns. — Verkfærið var þannig bein- línis lagt upp í hendurnar á yður. Hún hristi höfuðið. — Ég sagði, að ég hefði reynt að koma vitinu fyrir hann, en svo fór mér að skiljast, að í rauninni voru þau systkinin, i Clarissa og hann, að æsa mig upp. — Útskýrið þetta nánar. greip ég fram í fyrir henni — Ég sagði yður, að það væri flókið allt saman. í upphafi var bara ungur, kjánalegur piltur,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.