Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 4
VISIR Laugardagur 11. ágúst 1962. M«WAVVVWAVWAW.V.WAVíVW.,.V a Blönduós. Þar er mikil umferðarmiðstöð, enda betur sett en flest önnur kauptún að því leyti að þar eru tvö hótel starfandi, annað aðeins yfir sumarmánuðina en hitt allt árið. í öðru þeirra, sem staðsett er í kvennaskólanum á eystri bakka Blöndu hefur Guðmundur Ásgeirsson bækistöð fyrir aila útlendinga sem veiða í Vatnsdalsá. 777 LAXAR Vatnsdalsá í Húnaþingi hef- ur I fyrsta skipti í sumar, svo vitað sé, skipað sér í röð beztu veiðiáa íslands, og meira að segja ekki ólíklegt að hún sé veiðihæzta áin miðað við stanga fjölda, sem í henni mega vera. Að þvf er Guðmundur Ás- geirsson leiguhafi Vatnsdalsár hefur tjáð Vísi, hafa nú til síð- ustu mánaðamóta veiðzt í henni 777 laxar, en þá var veiði- tíminn nákvæmlega hálfnaður. Meðalþyngd laxanna, sem þar r~ hafa veiðzt í sumar er 8,8 pund, sem er með þvf betra sem gerizt. Auk laxanna hafa veiðzt, það sem af er sumri 650 sjóbirting- ar, þar af 50 yfir 7 pund hver ; og 10 yfir 10 pund hver. Þetta er silungur eins og hann gerist : stærstur. Þá hafa veiðzt 500 bleikjur og meðal þyngd þeirra i verið 2 — 3 pund. — Er ekki mestur áhuginn að veiða sem stærsta fiska? __ Jú, vissulega þykir veiði- \ mönnunum gaman að glíma við stórlaxana. Það hefur alltaf ver- ið keppikefli þeirra að fá þá j sem stærsta, enda þótt hitt sé alkunna, að það eru alltaf „stærstu" laxarnir sem sleppa! En þótt undarlegt megi virð- ast, þá eru það ekki eingöngu laxamir og stórfiskarnir sem veiðimennirnir sækjast eftir. Er- lendu veiðimönnunum, sem ver- ið hafa við Vatnsdalsá f sum- ar, þykir ekki sfður gaman að fást við bleikjuna, enda þótt hún sé jafnminnsti fiskurinn f ánni. — Hvað kemur til þess? __Sjóbleikjan, sem þarna véið ist, er heimskautafiskur sem þekkist hvergi í heiminum nema á Islandi, f Norður-Noregi og Grænlandi. Af þeim sökum er hún ekki síður eftirsótt, en t.d. laxinn þótt stærri sé. Veiði- mönnunum þykir það líka vera tilbreyting og hvíld að fást við fleiri fiska en laxinn einn. — Það þótti boðið hátt i Vatnsdalsá, þegar skipt var um leigjendur í vor. __ Þá var þetta hæzta leigu- boð sem til þess tíma hafði þekkst í nokkra veiðiá landsins, eða 311 þúsund krónur fyrir, 6 ' ;; > i9 ób4 .enrnsicx.v^" stengur í þrjá má'n'úði. Einhver hafði reiknað út að hver lax myndi kosta um 1 þúsund krón- ur, miðað við veiðimagnið úr henni frá því í fyrra, en þá veidd ust 300 laxar f Vatnsdalsá. En þetta leigumet stóð ekki lengi því nokkrum dögum seinna var Miðfjarðará leigð fyrir mun hærri upphæð, eða 565 þúsund krónur. — Voru margir, sem buðu í Vatnsdalsá í vor? __ Þeir voru 30 talsins. Næst á undan hafði Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður haft hana á leigu til nokkurra ára, en fullnytjaði hana á engan hátt. Það höfðu fyrirrennarar hans við ána held- ur ekki gert, þannig að segja má að undanfarin 30 ár hafi stangaveiði í henni aldrei verið nýtt eins og lög heimila. __ Það hefur þvf veiðzt bet- ur í Vatnsdalsá f sumar en áður. — Miklu betur en nokkurn gat órað fyrir. í stað þess að fá 300 laxa á-xöllu sumrinu, eins og fengust í fyrra, hafa á hálfu veiðitímabilinu fengizt meir en helmingi fleiri laxar, eða 777 alls. Ef þessi veiði helzt áfrarh ætti hún að verða fimm föld frá því sem hún var í fyrra. — Hvernig stóð á því að þú bauðst svona hátt í Vatnsdalsá? — Mig hafði lengi langað til að fara inn á nýja braut f veiði- málum, m.a. með því að gefa útlendingum kost á að veiða hér og á þann hátt að örva ferða- mannastrauminn til landsins. Það er góð auglýsing fyrir land- ið ef þessum útlendu veiðimönn- um líkar vel. Þetta eru nær allt vellauðugir menn, sem horfa á engan hátt í skildinginn, kaupa mikið af hvers konar luxus- vörum hér heima, leigja sér einkaflugvélar eða önnur dýr farartæki og borga ríkmannlega alla þjónustu. Yfirleitt hærra en upp ér sett. Þessir menn hafa féiög eða „klúbba“ með sér er- lendis og það er fljótt að spyrj- ast hvort heldur þeim hefur lík að vel eða illa. Ég tel persónu- Séð inn Vatnsdal, sem af ýmsum er talin ein fegursta sveit þessa lands. Um hann miðjaan fellur Vatnsdalsá, sem nú má telja í röð beztu laxveiðiám Iandsins. i 'vwwWWWWWWWWWWWWftWW%WWWAWAV!AWW.W.SV.,.V/.%W/.W lega að þarna hafi verið farið inn á rétta braut, en að sjálfsögðu svo fremi, sem unnt er að gera gestunum til hæfis og að þeir fari héðan ánægðir. __ Hvers vegna varð Vatns- dalsá fyrir valinu hjá þér? — Það bar margt til. Áin sjálf er mjög fjölbreytileg, lygn hið neðra, straumharðari efra og endar í gljúfrum. Hún fell- ur auk þess gegnum tvö vötn, Flóðið og Húnavatn og það hef- ur mikla kosti, ekki sízt fyrir erlenda veiðimenn sem oft og einatt vilja stunda veiðar af bát- um. Þá er landið viða fallegt umhverfis hana og loks er auð- velt að komast á öll aðalveiði- svæði hennar á bifreiðum. Þá er það mjög mikilsvert atriði að á næstu grösum við ána er ágætt hótel þar sem veiðimenn- irnir geta fengið jafnt mat sem gistingu, en það er gistihúsið í Kvennaskólanum á Blönduósi, sem frú Steinúnn Hafstað rekur. __Búa veiðimennirnir þar yf- irleitt? — Erlendu veiðimennirnir gista þar undantekningarlaust. Þeir óska eftir því að séð sé um þá að öllu leyti. Þeim út- vegað gistihús og nesti, leiðsögu menn og flutning á veiðisvæðið dags daglega og þaðan aftur að kvöldi. íslendingarnir sjá hins vegar að öllu ieyti um sig sjálf- ir, en það lætur nærri að Vatns- dalsá skiptist að jöfnu í sumar milli erlendra og innlendra veiði manna. __Hverrar þjóða eru erlendu veiðimennirnir, sem stundað hafa veiði í Vatnsdalsá í sum- ar? — Það eru Englendingar, Skotar, írar, Frakkar og Banda- ríkjamenn. _ Og virðist þér þeim líki dvölin nyrðra og veiðin f ánni. — þeir virðast allir vera hæzt ánægðir og hafa látið óskerta ánægju 1 ljós, ekki aðeins með veiðina í ánni sem þeir telja hafa verið miklu betri en þeir gerðu sér nokkrar vonir um ,áð- ur en þeir komu hingað. Lika með viðurgerningarnar f Kvenna skólanum á Biönduósi, er þeir telja vera fyrsta flokks og eins og þeir geta bezt kosið sér. Hafa þeir undantekningarlítið eða undantekningarlaust látið f ljós ósk um að mega koma næsta ár aftur. __ Hefur þú aðstoðarmenn fyrir útlendingana, sem veiði stunda f ánni? — Já ég hef tvo ágæta að- stoðarmenn sem jafnframt eru túlkar þeirra og bifreiðarstjórar. Það eru þeir Magnús Ólafsson íþróttakennari og Peter Kidson frá Bretlandi. __ Hvað hefur veiðin orðið mest hjá útlendingunum f sum- ar? — Þeir hafa fengið allt upp í 16 laxa á stöngina yfir dag- inn. 1 þeirra augum er það stór- kostleg veiði, miklu meiri en yf- irleitt fæzt f veiðiám í Evrópu. _ Og þú ert sjálfur ánægður með þennan fyrsta árangur? — Ekki get ég annað sagt, þrátt fyrir leiðindaatvik og ó- vænta erfiðleika í byrjun veiði- tímabilsins. Síðan hefur allt gengið betur en ég bjóst við, enda er svo komið að hver ein- asti veiðidagur er fullskipað- ur til loka tímabilsins og mikið farið að berast af fyrirspurnum fyrir næsta ár. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.