Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. ágúst 1962. VISIR Hamingjusami barnakarlinn J£ristófer heitir yngsta barn í Chaplin-fjöl- skyldunni. Þegar hann fæddist þurfti ekki að kaupa nein ný barnaföt á hann. Hann notar bleyjurnar, vögguna og fötin af eldri systkinum sínum. Því að Chaplin kærir sig ekk ert um nein óþarfa útgjöld eða eyðslusemi. Þó hann sé nú orð- inn vellauðugur maður, eignir hans nema hundruðum milljóna króna, hefur hann ekki gleymt því, þegar hann var sjálfur að alast upp í sárustu fátœkt í austurhverfi Lundúnaborgar. Þá átti móðir hans Pownall Terrace, bróðir hans Sidney og hann sjálfur aðeins ein pör af skóm sameiginlega. Það var því ekki verið að kaupa nein ný blúnduföt á Kristófer þegar hann fæddist, en hann fekk fóstru, og lítið rólegt barnaherbergi í failega 18. aldar húsinu í bænum Ban á bökkum Genfarvatns, en hús þetta keypti Chaplin fyrir um 15 milljónir króna árið 1952. k næstu hæð fyrir neðan *■ herbergi Kristófers litla eru herbergi systkina hans, en þau eru nú flest tóm. Geraldine syst ir hans er í Englandi að læra að dansa, Mikael stundar nám við alþjóðaskólann f Genf, Eugene og Jane-Cecile eru í fríi uppi í Alpafjöllum. Aðeins Viktoria og Anette eru heima hjá foreidrum sínum. Þær una sér bezt f garðinum, sem er mjög stór og ein af helztu ástæðunum fyrir því að Chaplin keypti þetta hús á sfn- um tíma. Hann er 40 hektarar og með stórum sléttum grasflöt um. I þessari paradís barnanna gildir þó eitt bann, þau mega ekki fara of nálægt stéttinni, þar sem faðir þeirra vinnur að -skriftum vetur jafnt sem sum- ar. Þegar kalt er á veturna fer hann í peysu og breiðir yfir sig teppi. j síðustu viku var hann að reka endahnútinn á verk sem hann hefur unnið að í sex ár. Verk sem allur heimurinn hefur beðið eftir. Hann var að rita endurminningar sínar. Þarna liggur ritið tilbúið, 1031 vélrituð örk. Hefur hann lesið einkaritara sínum Eileen Burn- er það fyrir. Hún vélritaði það, síðan með breiðum línubilum. Þá hófst aðalverk Chaplins, að móta að nýju næstum því hverja setningu. Tjetta hefur verið mikið verk og tekið á þollnmæðina. Chaplin hefur ekki unnið lengi í einu. Hann hefur þurft að ganga og hreyfa sig, já hlaupa og leita að andríkinu. Meðan á því hefur staðið hefur hann ver ið uppstökkur og ekki þolað neina truflun. Þannig getur Chaplin, hinn frægi „flæking- ur“ enn verið miskunnarlaus, æstur, harður, sem skeytir eklci um aðra. Þannig var litið á hann fyrir tuttugu árum. Þá var hann fordæmdur í Ameríku fyrir lifnaðarhætti sína. Hann átti sök á þvi að þrjú fyrri hjónabönd hans voru óhamingjusöm og leystust upp, óteljandi ævintýri hans settu svartan blett á hann. Verst af öllu var þó að þá var litið á hann sem vonlausan mann, er hafði eitt sinn verið friegur, listamann sem hafði misst anda gift sína, fallna hetju. Eins og ástatt var, er því of- ur skiljanlegt, að hinn frægi leikritahöfundur Eugene O’Neil hafi ekki verið sérlega hrifinn, er hann heyrði áform uppá- haldsdóttur sinnar Oonu. TJún var barn að aidri, aðeins A átján ára og nú skýrði hún föður sínum frá því að hún ætiaði að giftast Charlie Chap- lin, sem var 54 ára, eða 36 árum eldri en hún. O’Neil baröist gegn hjóna- bandi þessu. Fyrst grátbændi hann dóttur sína að flana ekki út í þetta, síðast hótaði hann henni öllu illu og kvaðst aldrei vilja sjá hana framar, ef hún Anna dóttir Chaplins leikur sér að Kristófer bróður sínum. Henni finnst hann eins og stór dúkka. Chaplin kemur inn í stofuna á fæðingarheimili til að óska hinni ungu konu sinni til ham- ingju. færi í faðm þessa alræmda manns. En litla írska stúlkan lét ekki beygja sig. Hrakspár fylgdu henni þegar hjónavígslan fór fram. Menn spáðu henni að hjónabandið yrði víti, — en skammvinnt víti, því að hún myndi ekki þola meira en sex mánuði í hjónabandi með þessu villidýri. En nú eru tuttugu ár liðin og þetta hjónaband er ástúð- legra en flest önnur hjónabönd. Og nú á dögunum voru þau Charlie og Oona aá eignast átt unda barnið sitt og hamingja þeirra er óendanleg. Enginn skyldi þó imynda sér, að þau dveljist allan daginn í barnahópnum. Hús þeirra er um leið vinnustaður foreldranna og er því skipt þannig niður að börnin eru á einni hæðinni, en á annarri hæð vinna þau hjón- in að skriftum og að ýmsu öðru sem þau hafa fyrir stafni. jpn siðdegis, þegar vinnunni er lokið kemur öll fjölskyldan saman og þau fara út í garðinn eða taka einhverja bifreiðina, en fjölskyldan á þrjár bifreiðir. Síðan er ekið niður I bæinn, blöðin keypt og farið í búðir. íbúar bæjarins eru orðinir vanir þessu fræga fólki á götunum og ásækja þau ekki. Stundum kem ur það þó fyrir að erlendir ske'mmtlferðamenn leita á þau að gefa rithandarsýnishorn. En stundum kemur það fyrir að ferðamennirnir þekkja þau ekki. Oona kaupir kjóla á sig i búð- um bæjarins, en Chaplin kaupir hinsvegar öll föt sín 1 London. Hann á þau í fimm ár. Hann gengur oftast bindislaus með skyrtuna flakandi frá sér. Það er ekki mjög gestkvænt í húsi Chaplins, en tekið er vel á móti þeim gestum sem þang- að koma. Vínkjallarinn er vel birgur. Chaplin sjálfur vill frek ar viskí en frönsk vín. Klukkan níu á kvöldin fer Oona og börnin I háttinn, en Chaplin heldur áfram að vinna fram að miðnætti. Tjau lifa þarna reglusömu og rólegu lífi. Oona er góð húsmóðir og stjórnandi starfs- liðsins. En þjónustuliðið er fjöl- mennt. Það er ítalskur húsvörð- ur, matreiðslukonu og eldhús- stúlka sem eru svissneskar, tvær spánskar þjónustustúlkur, tvær fóstrur, önnur ensk, hin skozk, einkaritari, þrír garð- yrkjumenn og einn bílstjóri. Chaplin er einkennilegur mað ur og erfiður í skapi. Það er vafalaust unga konan hans, sem á mestan þátt í hamingju þeirra, því að hún hefur alltaf gert allt fyrir hann. Chaplin þarf varla að opna munninn til að setja fram óskir sínar. Kona hans hefur þegar framkvæmt það. Chaplin er illa við kulda. Það er séð um að miðstöðin sé kynt upp. Hann verður þreyttur á að ganga upp stiga, Oona lætur setja upp lyftu fyrir hann. Hann hefur andstyggð á Framhald á bls. 2 !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.