Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 11.08.1962, Blaðsíða 16
wm VISIB Laugardagur 11. ágúst 1SM>2. Hagerup Isaksen, skifulagninga- maður, Ásvallagötu 63, verður 75 ára gamall, sunnudaginn 12. ágúst. Mun hann dvelja á heimili sínu á afmælisdaginn. Söltunarfólkið að fara frá Siglufirði Frá fréttaritara Vísis Siglufirði í gær. Söltunarfólk ér sem óðast að týnast burt frá Siglufirði og til heimkynna sinna, þar eð það var vonlaust orðið um meiri söltun á staðnum. Lágu til þess ýmsar ástæður, fyrst og fremst söltunarbannið, í öðru lagi illveðurskastið, sem skall á fyrir helgina og loks það að síldin færðist austur á bóginn ásamt fiskveiðiflotanum. Nokkuð var einnig um það, að eigendur Steinaldarminiar Norskir vísindamenn eru um þessar mundir að kanna steinald- arminjar, sem fundizt hafa í Finn- mörku. Minjar frá liðnum öldum ihafa aldrei fundizt svo norðarlega í Noregi, og þykir þessi fornleifa- fundur mjög merkilegur fyrir þær sakir, en einnig af öðrum ástæð- um. Er sú helzt, að fornminjar þessar leiða f ljós, að nokkur sam- gangur hefur verið milli Finnmerk- urbúa þeirra tfma og Egypta. Með- al gripanna, sem fundizt hafa, er nefnilega hálsfesti, sem enginn vafi leikur á, að er til orðin í Egyptalandi. Á stað þeim, þar sem rannsókn- ir þessar fara fram, en hann heitir Loppa, hafa alls fundizt tóftabrot af um 300 húsum. söltunarstöðva, sem áttu stöðvar bæði á Siglufirði og eins austar á landinu, fluttu fólkið austur eft- ir jafnhliða og flotinn færðist á austursvæðið og söltunarhorfurn- ar á Siglufirði minnkuðu. Þá var enn fremur lokið bræðslu í verksmiðjunum á Siglufirði, því bræðslusíld hefur heldur ekki borizt þangað um nokkurt skeið. I’ morgun bárust þau tíðindi til Siglufjarðar, sem gerðu íbúana bjartsýna á að meiri síld kvnni að berast til Siglufjarðar í sumar, en það var fréttin um að síldar hafi orðið vart austan við Kolbeinsey. Fimm skip komu inn til Siglufjarð- ar af þessu svæði f morgun með um 2 þúsund tunnur síldar, sem reyndist að verulegu leyti söltunar hæf. I dag bárust fregnir um að þarna væri um talsverðar síldar- torfur að ræða, sem næðu allt austur á móts við Sléttu. Voru skip á leiðinni á þetta svæði ár- degis í dag. Lengra úti á þessum slóðum stunda Norðmenn reknetaveiðar og hafa veitt vel. Á Siglufirði var í dag gott veð- ur og milt, blæjalogn en dumb- ungs veður í lofti. Á miðunum var veður sagt mjög gott. 1 illveðurskastinu um síðustu helgi lágu 30 skip inni á Siglu- firði, flest Islenzk. Þrátt fyrir land- leguna kom ekki til neinna átaka né óeirða og allt fór fram með friði og spekt. Hér sést Norðurlandsborinn, þar sem hann hefur verið reistur við hólana hjá Kaldárseli. NorðuHandsborim reyndur við Kaldársel Síðustu daga hefur hár og mikill bortum staðið við Kald- Dýrari vörur að austan Eins og annars staðar segir í blaðinu f dag þá flytjum við yfirleitt meira út til Rússlands og annarra Austur-Evrópulanda en við kaupum frá þeim. Ástæð umar eru fyrst og fremst þær, að vörugæði austan við tjald em ekki sambærileg við vöm- gæði I Vestur-Evrópu, af- greiðslufrestur lengri, o.s.frv. Hér em nokkur dæmi um þetta: I 1) Þilplötur frá Tékkóslóvakiu og Póllandi em um 30% dýrari en þilplötur frá Vest- ur-Evrópu. 2) Múrhúðunarnet er 40% dýr- ara f innkaupi frá sömu löndum. Hið sama gildir um mótavír. 3) Hætta varð innflutningi að mestu á ljósaperum frá aust antjalds löndunum, sökum þess að upplýsingar Raf- magnseftirlltsins sýndu að þær entust miklu skemur og Framhald á bls. 5. Tjald mikið hefur verið reist rétt hjá Langhaltsskólanum. Er það Kristniboðssambandið sem stendur fyrir því flg heldur þar samkomur á hverju kvöldi. Fyrsta samkoman í tjaldinu var haldin i gærkvöldi og var þessi mynd tekin á henni. ársel fyrir sunnan Hafnarfjörð. Ferðamenn, sem þarna hafa kom ið, hafa verið að velta því fyrir sér, hvort farið sé að leita að heitu vatni svolftið nær Hafnar- firði en í Krfsuvík. En það er ekki tilfellið. Bor þessi er hinn frægi Norður- landsbor, sem sveitarfélög norð- anlands hafa lengi beðið eftir að hæfi starfsemina. Og þarna suður hjá Kaldárseli var verið að reyna borinn. Þar var bomð grunn hola, aðeins um 30 metr- ar á dýpt. Nú í vikunni verður aftur far- ið að taka borinn niður og verð- ur hann væntanlega kominn Heimsókn K.F.U.H kvenna Undanfarnar vikur hafa verið hér í heimsókn 50 konur úr KFUK á Norðurlöndum, sem komu hing- að í boði KFUK hér á landi. Er hér um að ræða stærstu heim- sókn, sem félagið hefur fengið tii þessa. Konurnar \komu hingað til lands | þann 30. júlí. Var haldið kristilegt mót í Vindáshlíð, sumarskála 1 KFUK, i tilefni af heimsókninni og stóð það 3.—6. ágúst. Þrer fóru auk þess í ferð í Borgarfjörð og komu þá við í skála KFUM í Vatnaskógi. Einnig fóru þær í ferðir austur fyrir fjall og suður ' með sjó. KFUK sá algerlega um móttöku þeirra hér og dvöldu flestar þeirra 1 heimilum meðlima meðan á heim ! sókninni stóð. Heimsóknir sem þessar hafa tíðkazt undanfarin ár, j bæði að héðan færu hópar og aðr- j ir kæmu hingað. Allar létu kon- ' urnar mjög vel af ferðinni, enda voru þær mjög heppnar með veð- ur. norður til Ólafsfjarðar í seinni hluta mánaðarins og starfið haf- Með h'jrinn norðanlangs verð- ur blandaður mannskapur að sunnan og norðan og fjölgar þeim mönnum, sem hafa æfingu í notkun þessara fullkomnu tækja. Hér rís borinn í aliri sinni hæð. Hann verður kominn norður til Ólafsfjarðar í lok mánaðarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.