Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 6
VISIR Þriðjudagur 14. ágúst 1962. Frá þeirrí stundu vurð hunn unnur muður J baredarískum fangels- um stftja nú um 250 manns sem hafa verið dæmdir til dauða. Á hverri viku er einn mað- ur að meðaltali tekinn af lífi fyrir margskonar grófa glæpi, ýmist hengduc, settur í raf- magnsstól eða gasklefa. Menn skyldu ætla að þar sem dauðadómur og aftökur eru svo algengar vfcmi sterk hreyfing uppi fyrir afnámi dauðarefs- ingar. Að vísu er starfandi í Bandaríkjunnm slíkur félags- skapur eins og í mörgum öðr- um löndum. En honum verður lítið ágengt, e.t.v. fyrst og fremst vegnas þess, hve hinir dauðadæmdu eru margir. Bandarísku blöðin segja frá því í tilfinningalausum skýrslu- tón, að hinn eða þessi glæpa- maðurinn hafi verið tekinn áf lífi og við hliðina birtist frétt um það að 400 eða 500 manns hafi farizt í bílslysum í Bánda- ríkjunum yfir eina góðviðris- helgi. JþJÓÐFÉLAGSVIÐHORFIN í Bandaríkjunum eru þannig að almenningur hefur enga samúð með hinum dauða- dæmdu glæpannönnum. Glæpir þeirra, sem hljóta dauðadóm, eru oftast mjög grófir og ó- geðslegir, morð á saklausum borgurum, líkamsárásir og nauðganir. Og menn segja, að glæpamaðurinn sé óforbetran- legt villidýr, það sé nauðsyn- legt fyrir þjóðfélagið að losna við sb'k óargadýr, engri átt nái að safna hundruðum eða þús- undum slíkra trylltra glæpa- manna saman í fangelsi. Félagsskapurinrt fyrir afnámi dauðarefsingar á því í vök að verjast. Einstaka sinnum nær hann þó árangri í einstökum málum og tekst að fá almenn- ingsálitið á sitt band. Frægasta dæmi þess var mál fangans Caryls Chessmans, sem var sakaður um niauðganir, en hélt stöðugt fram sakleysi sínu. Honum tókst að fá aftöku sinni frestað tuttugu sirmum og mál sitt upp tekið mörgum sinnum af dómstólunum. Þá skrifaði hann bækur I fangelsinu, þar sem hann lýsti sálarástandi sínu, þegar dauðinn beið hans næsta morgun. Þessar bækur hans urðu metsölubækur í Bandarlkjunum og vöktu upp gríðarmikla samúð almennings með Chessman. Þegar kom loks að skulda- dögunum og hann var tekinn af lífi í gasklefanum í Kaliforníu, risu upp háværar mótmælaradd ir og efldist félagsskapurinn fyrir afnámi dauðarefsingar mjög. TVTÚ hefur annað mál komið ' upp, sem hefur verið á margan hátt likt máli Chess- mans. Þar var það þrítugur svertingi að nafni Paul Or- ville Crump, sem var dæmdur til dauða í Chicago fyrir morð á varðmanni. Hann hefur nú setið í fangelsi í níu ár meðan mál hans hefur verið f rann- sókn hjá lögreglu og dómstól- um. Hann var dæmdur til dauða, en lögfræðingar hans hafa stöðugt fengið frestað af- Paul Crump við ritvélina í fangelsinu, þar sem hann skrifaði metsölubók sína. Hann hefur menntað sig í fangelsinu og lesið biblíuna og Sókrates-ritið. tökunni. Crump hefur eins og Chessman átt mörg stefnumót við dauðann. Fjórtán sinnum var búið að ákveða líflátsstund hans og nú síðast var aftakan ákveðin í fimmtánda sinn þann 3. ágúst. En þar lýkur samlíkingunni við Chessman, því að kvöldið áður ákvað ríkisstjóri Illinois- fylkis að náða Crump og breytti hann refsingu hans i ævilangt fangelsi. í fangavistinni skrifaði Crump bók eins og Chessman um líf sitt og dvöl í fangelsinu í návist dauðans. Hún kallast „Brennið, Myrðið, Brennið" og hefur orðið metsölubók eins og bækur Chessmans. Sterkust varð hreyfingin fyr- ir að bjarga lífi hans eftir að hann hafði komið fram í sjón- varpi í Chicago. Var sjónvarp- inu hagað þannig, að sjónvarps- stöðin skipaði nefnd hinna fær- ustu manna á sviði réfsilög- gjafar, guðfræði, félagsfræði og sálfræði og ræddu þeir persónu lega við Crump f sjónvarps- útsendingunni. Þá ræddi nefnd- in einnig við fangaverði um hegðun fangans. Framkoma svertingjans var til slíkrar fyr- irmyndar, kurteisleg, góðlátleg og mannleg, að hann ávann sér samúð allra sjónvarpsáhorf- enda. Þá drógu ummæli fanga- varðanna ekki úr áhrifuhum, en þeir sögðu að Crump væri orð- inn gersamlega umbreyttur maður, fullur af mannúð og góðvilja. T TPPHAF glæpaferils Paul ^ Crumps líktist villustigum ýmissa annarra ungra afbrota- manna. Hann er fæddur og uppalinn í Morgan Park, svertingjahverfi Chicago-borgar. Faðir hans var mótmælendaprestur í hverfinu, hverfinu sem tákn bardagans við djöfulinn. En sá vondi er alls staðar. Crump féll fyrir freistingunni, þegar hann var tíu ára og stal þá fyrsta reið- hjólinu. Síðar hætti hann að ganga í skóla, lét sér vaxa skegg, festi Paul Crump vur nóðoður vegnu hugurfarsbreyflngur í fungelsinu en stundaði jafnframt kolasölu. Börnin voru þrettán. Þegar Paul litli var sjö ára gerðist sá óskiljanlegi atburður, að faðir hans hvarf skyndilega einn dag og yfirgaf fjölskyldu sina. Það má geta nærri hvílík áhrif hvarf heimilisföðurins hafði á fjölskylduna. Móðirin Leonide Crump fór nú að vinna af veik- um burðum fyrir fjölskyldunni, fyrst með því að taka að sér þvotta og síðar með því að taka kostgangara, leigja þeim herbergi, þó að nógu þröngt væri í húsinu, selja þeim mat og sjá um þvottana fyrir þá. Morgan Park er fátækra- hverfi svertingja með þröng um götum, billjarðstofum, skemmtistöðum og dansstöð- um. Margar litlar kirkjur eru i eyrnalokk I annað eyrað og setti litaðan klút á höfuð sér. Þannig leit hann æði vígalega út og hugðist nú gerast sjó- ræningi á þurru landi. JpEGA.v hann var sextán ára stal hann bíl og framdi ásamt tveimur félögum sínum allmarga þjófnaði og rán. Fyrir það lenti hann í ríkisfangelsinu i Pontiac. Fangelsið varð eins og fullkomnasti háskóli fyrir hann, ekki í neinum æðri menntum, heldur í glæpum. Þar kenndu forhertir fangar þessum unga pilti reglurnar úr frum- skógi malbiksins. Hann hafði vegna æsku sinnar aðeins verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Þegar hann kom aftur út úr fangelsinu flæktist hann víða, fékk sér atvinnu og stundaði þjófnaði þess á milli. Loks fékk hann vinnu hjá matvælafyrirtækinu Libby. Það var vinna við kornmölun og pökkun á mjöli. Launin voru góð en vinnan mikil. Starfi hans þar lauk með atburði, sem Ieiddi til þess að hann var skömmu síðar færður i fang- elsi og dæmdur til dauða. AÐ morgni dags þann 20. marz 1953 var rauðri Olds- mobile bifreið ekið upp að verksmiðju Libbys. Út úr henni stigu þrír menn í svörtum frökkum með rauða gúmmí- hanzka. Þetta var svo snemma að enginn var kominn í verk- smiðjuna. En þetta var útborgunardag- ur og nokkru síðar kom bryn- varinn flutningabíll upp að byggingunni, sem bankar nota til að flytja peninga. Starfs- menn bankans og fyrirtækisins báru útborgunarpeningana í leðurtöskum og kössum að and- dyri verksmiðjunnar. En allt í einu hlupu þremenningarnir úr Oldsmobile-bifreiðinni fram, drógu upp skammbyssur, af- vopnuðu verðina og tóku pen- ingahylkin frá -þeim með valdi. Síðan stukku ræningjarnir burt upp í bíl sinn. Á flótt- anum skutu þeir nokkrum skot- um upp í loftið. En þá vildi svo til, að varðmaður fyrir- tækisins, Theodor Kukowski, kom fyrir hornið á húsinu. Hóf- ust átök milli hans eins ræn- ingjans, sem lauk með þvi að varðmaðurinn fékk skamm- byssuskot í sig og féll dauður niður. Innan tveggja sólarhringa hafði lögreglan fundið rauða Oldsmobílinn og nokkru síðar komst hún í greni ræningjanna. Eigandi . bílsins, svertinginn Hudson Tillman var handtekinn og sömuleiðis fylgifiskar hans. Tillman játaði á sig brotið og tilnefndi Crump sem morðingj- ann. TVTÚ var Crump handtekinn og fluttur á lögreglustöðina. Þar misþyrmpu lögreglumenn honum, börðu hann, hýddu með leðurólum og létu hann hanga í lausu lofti, þangað til hann gafst upp og játaði að hafa skotið varðmanninn. Mál hans varð all frægt þetta sumar í Chicago. Þegar kom fyrir dómstólinn, neitaði Crump ákveðið að vera hinn seki. Hann sagði að játning sín væri einskis virði, þar sem lögreglan hefði neytt hann með misþyrm- ingum til að játa. Hann sagðist hafa verið úti að skemmta sér þetta kvöld með ákveðinni stúlku, en hún var þó aldrei kölluð fyrir rétt til að bera vitni. TTÓMUR var kveðinn upp og Tillman fékk tiltölulega vægan dóm, 17 ára fangelsi, þar sem hann hefði komið upp um Crump. Aðrir meðsekir fengu ævilangt fangelsi. En Crump var dæmdur til dauða. Lögfræðingur hans áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar Banda ríkjanna. Hæstiréttur sá ýmsa vankanta á málsmeðferð, svo sem að Crump hefði verið þvingaður til að gera játningu og enn fremur að Tillman, sem hafði kært hann, hefði verið eiturlyfjaneytandi, svo að ekki væri mikið upp úr vitnisburði Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.