Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 14.08.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. ágúst 1962. VISIR JC’ngir munir hafa fundizt í fornleifagreftrinum í Lance aux Meadows á Nýfundnalandi, sem sanni það með stíl sínum eða tegund, að hér sé um nor- rænar Ieifar að ræða. Aðeins hefur fundizt þar brot af ein- hverjum hlut úr bronzi með skrautverki, en svo einföldu að það gæti verið hvaðan sem er og nægir ekki tii að tegundar ákveða það. I hlutinn eru steypt nokkur samhliða strik og síðan eitt strik þvert yfir þau. Hins vegar hafa fundizt þarna járnnaglar og talsvert miklar minjar um járngerð úr mýrarauða, hundruð gjaiimoia. viðarkol og fleira, sem allt bcnt’ ir til þess að hér sé um að ræða leifar norrænna manna, því að óhugsandi er að innfædd ir steinaldarmenn, eskimóar og indíánar hafi unnið að járn- gerð. Þá er líka harla ólíklegt að síðari tíma landnemar, eftir daga Kolumbusar hafi verið þarna að verki, því að þá hafði Yfirlitsmynd, sem Kristján Eldjám tók yfir Helguvík við Lance auk Meadows. Vinstra megin sést matarskálinn, hægra meg- in tjöldin. Brúin yfir Svartandarlæk í miðju, en skammt frá henni fer uppgröfturinn fram. Lance aux Meadows notkun mýrarauða til járngerð- ar lagzt niður víðast hvar og þar kemur líka bronzmolinn til sögunnar, það er mjög ólíklegt að hann stafi frá síðari tíma landnemum. ☆ Tjannig var í heild niðurstað- an á blaðamannafundi, sem þeir Kristján Eldjárn þjóðminja vörður' óg próf. Þórhallur Vil-. mundarsön héldu í gær eftir heimkomuna frá Nýfundnalandi Blaðamennirnir spurðu beint út? — Eru þetta þá leifar eftir norræna Vínlandsfara? — Það viljum við ekki full- yrða um. — Eruð þið þá tortryggnir á fornleifarnar? -rr. Nei, þvert á móti. Líkurn- ar benda til þess að hér sé um norrænar leifar að ræða. En uppgreftrinum er enn ekki fylli- lega lokið og eftir er að rann- saka gjallið, viðarkolin og aðra hluti á rannsóknarstofum. Og það er ekki rétt að fullyrða neitt fyrr en niðurstaða þeirra rannsókna liggur fyrir. Þýðing- armest þeirra rannsókna er kol efnarannsóknin til aldurs- ákvörðunar á viðarkolum. — Fóru ekki fram einhverjar kolefnarannsóknir í fyrra eftir fyrsta gjallfund Ingstads’’ — Jú, og þær rannsóknir bentu til að leifarnar væru frá því í kringum árið 1000. A/'ið sátum þarna blaðamenn ~ Reykjavíkurblaðanna kring um þá Kristján og Þórhall í skrifstofu þjóðminjavárðar. Fá mál hafa vakið eins mikla at- hygli á síðari árum eins og fund ur þessara fornminja á Græn- landi, en þess er skemmst að minnast að Vísir birti s.l. vetur langan greinaflokk um leiðang- ur Helge Ingstads og auk þess kom þessi norski feðagarpur Á blaðamannafundinum í gær. Prófessor Þórhallur Vilmund- aron og dr. Kristján Eldjám ræða um árangurinn af forn- Ieifagreftrinum í Lance aux Meadows. yður þessar rústir líkar því sem þér hafið kynnzt í byggðum hinna fornu I'slend- inga á Grænlandi? spurðum við þjóðminjavörð. — Það get ég ekki sagt, sagði Kristján Eldjárn. Það sem ein- kennir sérstaklega fornleifa- fundi á Grænlandi er hinn mikli urmull alls konar muna sem þar finnast. En hér fannst enginn gripur. Aðstaðan er nátt úrlega allt önnur. Á hinum grænlenzku bæjum var byggð í fleiri aldir. Og þar höfðu þeir hinn skemmtilega tálgustein, sem fjöldi muna er gerður úr. Hér á Nýfúndnalandi er ekkert slíkt. I þessúm húsum hefur ekki verið búið nema eitt eða tvö ár. — A/'ið höfðum auðvitað von- azt til að finna ein- hvern merktan hlut, sagði Þór- hallur Vilmundarson, eitthvað vísitkort, sem sýndi ótvírætt að þetta væru leifar víkingaald- ar. Við vorum alltaf á höttum eftir því, en fundum aldrei neitt. Síðustu dagana sem ég var þarna, fór ég ásamt fleirum upp að þremur steinvörðum sem hafa verið hlaðnar þarna uppi á hæð og við tókum bær allar í sundur og leituðum á hverjum steini eftir einhverjum rúnamerkjum. Við vitum að Is- lendingarnir skildu eftir rúna- merki á nyrztu vörðu sinni á austurströnd Grænlands og við vonuðum að kannske hefðu þeir líka skilið eftir merki á ,syðstu‘ vörðunni. En við fundum ekk- ert. — rófuð þið núna upp vr sjálfar húsarústirnar? — Nei, það var ekki ástæða til þess, Anna Stina Ingstad gerði það sl. sumar og ekld á- stæða til að endurtaka þaö. Nú var rannsóknarsvæðið stækkað og uppgreftir gerðir alls scaðar ENGIR MUNIR, + + EN GJALL OG jifVIÐARKOLjsf + GETA SANNAÐ yf. + AÐ RÚSTIRNAR ^ ^ SÉU FRÁ VÍK- ^ + INGATÍMUM þar sem ástæða þótti til. Og margt athyglisvert kom í Ijós Skammt frá húsunum, sem standa austan hins svokallaða Svartandalækjar fundust allmik- il mannvistarlög á tveimur stöð- um. Var þar hreyfður jarðveg- ur og mikið af viðarkolum í. Þar fundust líka nokkrir járn- naglar, lítil járnbrot og bronz- molinn. Það kom hins vegar í hlut okk ar íslendinganna í leiðangrm- um að grafa upp svæði sem er hinum megin, eða vestan megm við lækinn. Þar var á einum stað stór bolli eða skál í lækj- arbakkann og kom í ljós, að þar var þykkt lag af hreyfðum sandi með miklu af viðarkolum og gjalli í. Fundust þarna mörg hundruð gjallmolar, flestir smá- ir, en sumir allt að því hnefa- stórir og einnig fundust þar nokkrir molar af ryðguðu járni og mikið af örþunnum flísum, sem virðast vera merki um að heitt járn hafi verið hamrað þarna, jall þetta kom fyrir sjónir eins og gjall það sém finnst bæði á íslandi og í mörgum öðrum löndum, þar sem rauða- blástur hefur verið stundaður, enda eru mikil lög af mýrar- rauða þarna rétt hjá. Þegar grafið var niður í þetta lag af kolum og gjalli sást að í miðjum bollanum, niðri s gólfi var steinn fastur í jörðu, slétt- ur að ofan og hjá honum e!d- stæði, og töldu allir sem síu, sð þetta væri steinn til að lýja járn á og eldstæðið væri afl. Kring- um steininn var lag af hvftum diglumó. Staður þessi virðist því vafalaust vera smiðja eða járn- gerðarstaður, þó hefur þar ekki verið hús heldur verið unmð undir beru lofti. — Tjó að þið viljið ekki full- yrða að svo komnu máli, að þetta séu norrænar rústir, — ef svo væri, mynd- uð þið þá telja að þetta væri Vínland, og búðir Leifs heopna? — Nei, það væri ekki hægt að staðhæfa neitt um, sögðu þeir tvímenningarnir og nú kom það fram hjá Þórhalli VLmundur syni, að þó að hægt væri að fall ast á að þetta væri norrænar rústir, þá var hann greinilega á annarri skoðun en Helge Ing- stad um það, hvort þetta væri Vínland. En Helge Ingstad ’nef- ur lýst því ákveðið sem sinni skoðun að Vínland væri þarna á norðurodda Nýfundnalands. — Það var eitt aðalhlutverk mitt, sagði Þórhallur að aðgæca staðhætti þarna og bera þá sam- an við lýsingar íslenzkra frá- sagna um Vínlandsferðir. Og ég tel, að lýsingar á landgæðum og veðurfari í Islendingasögun- um komi illa heim við það sem þarna er. I íslendingasögunum er sagt að búpeningur hafi gene ið sjálfala og vetur verið mildur. En í Lance aux Meadows er hart land og ströng veðrátta. Hafís lokar þar landi og Ieysti hann t.d. ekki fyrr en um 20. júní I sumar. Vetur eru líka miklu kaldari en hér. Jþá er það með staðarlýsing- una: Þar greinir sögurnar tvær nokkuð á. I Grænlendinga sögu eru Vínlandsfarar sagðir hafa komið á einn og sama stað í fleiri Ieiðöngrum. En í Eiríks sögu rauða er talað um tvo staði, Straumfjörð, sem þeir komu fyrst til og síðan Hóp þar sem landskostir voru miklu meiri og þeir fundu vínvið. Kom Þor- finnur karlsefni á báða þessa staði. Ef þetta eru norrænar minjar, þá væri freistandi að imynda sér, að í Lance aux Meadows væri nyrðri staðurinn. Straum- fjörður og þá væri Belle Isle Straumey en Strait of Belle Isle milli norðurodda Nýfundnalanas og Labrador væri Straumfjörð- ur. Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.