Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 2
VISIR -Miðvikudagur 15. ágúst 1962. 7/m T~^Æí ___.f. Li— t! Lr—i |~Tl r1 T Spennandi úrslit yngri flokkanna Landsmótunum í knattspyrnu fer nú senn að ljúka. í sumum flokk- um eru úrslit þegar kunn, en 1 öðr- um er allt í óvissu. í 2. fl. A-riðli eru 3 leikir eftir og þar af tveir, sem geta haft úrslitaþýðingu. T.d. leikur Vestmannaeyja við Akranes. Vinni Vestmannaeyjar eru þeir efstir í riðlinum. Þá er leikur Vals við Víking. Vinni Valur, sem búast má við, eru þeir jafnir Vestmanna- eyingum og verða því að leika auka leik við þá um sigurinn. í hinum riðlinum er einn leikur eftir. Leikur Fram við Keflavik. Vinni Fram eru þeir sigurvegarar, en vinni aftur á móti Keflavík eru 3 lið jöfn að stig- um, KR, Fram og ÍBK, sem öll verða að leika aftúr. Það sama er að gerast I 3. fl. Fram með 112 stig samtals í sumar í baráttunni um hið eftirsótta sæmdarheiti „Bezta knattspyrnufé- lagið í Reykjavík" stendur Fram nú bezt að vígi. Þeir hafa hlotið 112 stig það sem af er sumarsins, Valur kemur næst með 94 stig, KR með 75 stig, Víkingur 59 stig og Þróttur 29 stig. Keppnin sem er fólgiri"í að fá sem flest stig út úr keppnistímabilinu hefur oft verið spennandi, t.d. sigraði KR 1960 með 2 stigum yfir Fram. KR-ingar sigr- uðu þá síðasta leik ársins sem var úrslitaleikur í bikarkeppninni og við Fram sem sé tvöfaldur úrslita leikur. Þetta er í 4. sinn sem keppt er um þetta sæmdarheiti og þann fallega bikar sem því fýlgir. Fram hefur sigrað tvisvar og KR einu sinni og búast má við að Fram sigri nú. — klp. VERZLUNIN EFSTASUNDI 11 AUGLÝSIR Mikið úrval af vefnaðarvöru, kvenundirfatnaður úr nylon og prjónasilki, herraskyrtur, terri- lyn og perlon bindi, barnafatn- aður í miklu úrvali. Gallabuxur á karlmenn og drengi. Plastefni o. m. fl. Lítið inn og kynnið ykkur verð og vöruúrval. Póstsendum um land allt. Verzlunin Efstasundi 11 Slmi 36695. TIL SÖLU litið einbýlishús á góðum stað. Uppl. f síma 35077. B-riðli. Þar er einn leikur eftir. Fram — Keflavík. Vinni Keflavík eru 3 lið jöfn, KR, 'Fram og ÍBK. Vinni Fram, sigra þeir riðilinn. í hinum riðlinum er sama sagan og í 2. fl. A. Valur verður að vinna Vík- ing og eru þá búnir að sigra. Vinni aftur Vestmannaeyjar Akranes, og Víkingur Val, eru Vestmannaeyjar og Valur jöfn að stigum og verða að leika hreinan úrslitaleik. 1 4. fl. A eru úrslit kunn. A riðil sigraði Fram, hlaut 8 stig í 4 leik- um, Valur 5, Ákranes 4, Þróttur 3 og Hafnarfjörður 0. B-riðilinn sigr- aði hinn efnilegi flokkur Víkings, sem varð íslandsmeistari í 5. fl. 1961. Þeir hlutu 6 stig, KR 4, Kefla- vík 2 og Breiðablik 0. Orslitaleik- urinn á milli Víkings og Fram verð ur leikinn seinna I þessum mánuði. f 5. fl. A-riðli sigraði Valur, hlaut 10 stig x 5 leikjum, Fram 6, Akranes 6, Hafnarfjörður 6, Þróttur 2 og Sandgerði ekkert. (Gáfu alla ^ína leiki). B-riðilinn sigraði Vlk- ingur, hlaut 8 stig í 4 leikjum, Týr frá Vestmannaeyjum 5, Keflavík 4, KR 3 og Breiðablik 0 stig. Leikur Vals og Víkings fer fram um mán- aðamótin ágúst-sept. . I Miðsumarsmótinu er flestum leikjum lokið eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni. Einn leikur er eftir í 4. fl. B, Fram B þarf að sigra Víking C til að vinna mótið. í 5. fl. B sigraði KR, hlaut 5 stig í þrem leikjum, Víkingur 4, Fram 2 og Valur 1 stig. — klp. Fengu Ráðhúsmót- töku í Vordingborg í morgun komú með fn.s. Heklu hinir snjöííú 2. flokksm?nn Fram, sem hafa að undanförnu leikið knattspyrnu 1 DanmÖrku við góð- an orðstír. Framarar léku fjóra leiki, unnu 2, gerðu eitt jafntefli en töpuðu aðeins einum. Fyrsti leikurinn var gegn jafn- öldrum þeirfa 1 Vordingborg og unnu Framarar með 4:1. Næsta feik gegn sama liði töpuðu Framarar með 2:3, en höfðu þá sett alla áína varámenn. irin á. I Glostrup unnu Framarar fyrri leikinn gegn liðLúr sama aldursflokki, en gerðu jafntefli við meistaraflokkslið fé- lagsins, 4:4. Móttökur voru I alla staði mjög góðar og á myndinni sem hér fylg- ir er aðalfararstjórinn, Jón Þor- láksson að ræða við yfirlögreglu- þjóninn Rasmussen sem sá um móttöku flokksins í Ráðhúsinu í Vordingboi-g. Tveir markverðir Myndimar voru teknar á Dalymount Par í Dublin á sunnudag inn, þegar írland og Island kepptu. Stærri myndin sýnir Helga Daníelsson reyna aö verja eitt af 4 mörkum íra. Oftast tók ust tilraunir Helga betur, enda var hann ásamt markverðin- um Kelly frá enska atvinnuliðinu Preston, (minni myndin) s á maðurinn sem sýndi hvað bezta leikinn, enda er sagt að áhorfendur hafi gjörsamlega heillast er hann lá láréttur í loft inu og var á næsta andartaki búinn að góma boltann í blá- homi marksins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.