Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 15.08.1962, Blaðsíða 5
Mánudagur 13. ágúst 1962. VISIR 5 EBE og undan^águr: Grænlendingar svartsýnir Menn ættu ekki að vera of bjartsýnir um að sérregl ur fáist samþykktar innan Efnahagsbandalagsins varðandi atvinnuréttindi í Grænlandi. Þessa yfirlýs- ingu gaf Grænlandsmála- ráðherrann Mikael Gam á laugardaginn á fundi lands ráðs Grænlands, en þar voru markaðsmálin rædd. Geimförin ••• Framhald af bls. 1. mfnútna millibili. Er þetta haft eft- ir sovézka vísindamanninum Vai- erian Fjedosejev, sem sagði í við- tali við Tass-fréttastofuna, að löndunin væri einstætt afrek. Vestnænir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að ef til vill hafi að þessu sinni verið beitt nýrri tækni við löndunina og verið not- uð tvöföld fallhlíf. SEINUSTU FRÉTTIR: Sovétstjórnin hefur sent boð- skap til allra ríkisstjórna heims, þar sem segir, að sá tími sé upp runninn, að senda megi stór geim- för til plánetanna í sólkerfi voru. Þar segir enn fremur, að með „tvíburageimferðinni" hafi verið unnið nýtt afrek til að „sigra geim inn“ — og kommúnisminn vinni hvern sigurinn af öðrum í hinni friðsamlegu samkeppni við kapital- ismann. í hinni opinberu tilkynningu seg ir, að Nikolayev hafi farið 64 sinn- um kringum jörðu og Popovitsj 48 sinnum. ★ Frá Woomera-tilraunastöðinni x Ástralíu hefur verið sko'tið tilrauna flaug með vísindatækjum nærri 130 km I loft upp. Greinir Hafnarblaðið Berlingske Aftenavis frá ummælum ráðherr- ans. Ráðherrann benti á í ummælum sínum að mikið misræmi sé milli ákvæða Rómarsamningsins og þeirra reglna sem nú gildi um atvinnuréttindi á Grænlandi. Þar verður maður að vera danskur ríkisborgari og hafa að auki dvalizt sex mánuði í landinu áður en at- vinnuréttindi fást. Hins vegar er ráð fyrir því gert í Rómarsamningn um að allar hindranir á atvinnu- réttindum í aðildarríkjunur. verði úr gildi numdar 1964. í fyrra samþykkti landsráð Grænlands yfirlýsingu þar sem það er talið mjög alvarlegt ef útlendingum Deila hefur komið upp vegna vinningsmiða í happdrætti Al- þýðublaðsins nú fyrir nokkrum dögum. Trésmiður einn í Hafnar firði heldur því fram að hann hafi verið búinn að kaupa og greiða vinningsmiða sem Volks- wagen-bifreið kom upp á. En Bókceþjófur ••• Framhald af bls. 1. rúðu á fombókaverzlun Kristjáns Lyngdals á Frakkastíg 16 og hirti nokkrar bækur úr glugganum. Einhver nærstaddur heyrði samt brothljóð og gerði lögreglunni að- vart. Lögreglan var fljót á vettvang og náði bæði manninum og bók- unum. Þjófurinn var geymdur í Síðumúla í nótt og i morgun varð hann að gera grein fyrir verknaði | sínum gagnvart rannsóknarlögregl- i unni. verði veitt réttindi til þess að veiða í grænlenzkri fiskveiðilandhelgi. Grænlandsmálaráðherrann benti á í ræðu sinni að gert væri ráð fyrir því að Efnahagsbandalagsrík- in hefðu frjálsan aðgang að fisk- veiðilandhelginni. Hins vegar myndi Danmörk Noregur og Bret- land fá tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun þess máls, þegar þau fengju aðild að bandalaginu. Tveir þriðju hlutar fjskútflutn- ings Grænlands fara til Efnahags- bandalagsríkjanna og Bretlands. Ráðherrann sagði að ef Bretland og Danmörk gerðust aðilar að banda- laginu þá ættu Grænlendingar engra kosta völ. Þeir yrðu Iíka að ná tengslum við bandalagið. þegar hann ætlaði að vitja vinn- ingsins var honum sagt að öðr- um hefði verið seldur þessi miði. Trésmiðurinn segist vera al- veg öruggur um það, að hann hafi verið búinn að greiða um- boðsmanni happdrættisins í Hafnarfirði miðann. Var hann vanur að borga stundum nokkra mánuði fyrirfram, en hirti ekki um að sækja miðann á afgreiðsl una. Þegar dráttur hafði farið fram sá maðurinn að hans númer hafði komið upp og þá gerðist það m.a. að umboðsmaður happ- drættisins í Hafnarfirði hringdi til hans og óskaði honum tii hamingju með vinninginn. Síðan fór hafnfirzki trésmiðurinn á af- greiðslu happdrættisins í Reykja vík og ætlaði að taka á móti bílnum, en þá var honum sagt að öðrum manni hefði verið seld ur miðinn hinn 4. ágúst. Kann Hafnfirðingurinn illa við þetta og undirbýr málssókn. Hélt að hann hefði unnið bíi — en miðinn vor seldur Sendibifreið Ford Tanus ’56 sendibifreið í úrvalsstandi og vel útlítandi, með hliðarrúðum, til sýnis og sölu að Hagamel 43, sími 12309. SaHað— Framhald af bls. 16. Sigurður SI 900, Tjaldur 600, Jón Guðmundsson 1000, Húm 600, Steingrímur trölli 500, Fagriklett- ur 600, Guðrún Þorkelsdóttir 500, Ásólfur 500, Stefán Árnason 550, Arnkell 700, Pétur Sigurðsson 500, Gjafar 550, Skírnir 1600, Gullver 700, Hringver 700 og Höfrungur 500. Trésmiðafélag Reykjavíkur heídur félagsfund í Breiðfirðingabúð í kvöld | kl. 20,30. - Fundarefni: Kjaramál. Stjórnin. Almenna Fasfeigna- salan Höfum til sölu íbúðir af ýmsum stærðum, einn- ig kaupendur að íbúðum i Divanar og húsum. - Komið og Dívanar allar stærðir með sængurfatageymslu j reynið viðskiptin. 1 og með listadún og fjörðum. 4LMENNA I F ASTEIGN AS ALAN Laugavegur 68 Laugavegi 133, 1. hæð. (inn sundið) Sími 14762. 1 Sími 20595. Sluppu — Framhald af bls. 1. harður Þorsteinsson. Áætlað var að fljúga yfir Biskupstungur, Gullfoss og Geysi. Áætlaður flugtími var 2 klst. og 30 mín. Flugþol vélarinnar er 4 klst. Tal að var um að láta flugstjórnina vita símleiðis ef Ient yrði í ferð- inni. Á leiðinni frá Gullfossi flaug ég yfir bæinn Auðsholt í Biskupstungum og svipaðist um eftir lendingarstað. Ég flaug tvo hringi yfir túninu í 500 feta hæð miðað við jörðu til að at- huga hindranir, svo sem raf- magnslínur, símalínur, girð- inga, skurði o. fl. Mér virtist eyri við ána heppi legasti Iendingarstaðurinn í nám unda við bæinn og ákvað ,að athuga hann nánar. Lækkaði ég því flugið til að sjá betur svæð ið, en hafði þó í huga háspennu- línu, sem er þar skammt frá. Þegar ég kem inn yfir sandinn verð ég var við snöggan kipp og áleit það vera uppstreymi eða aðra ókyrrð. Ég jók þá gas gjöfina og ætlaði að hækka flug ið, en flughraðinn var þá 80-85 MPH. Var ég þá var við að hreyfillinn hristist og erfiðaði ó- eðlilega mikið. Ég minnkaði því gasgjöfina, en þá strax stöðvaðist hreyfill- inn. Sá ég þá að brotið var af öðru skrúfublaðinu og varð þá strax ljóst að nauðlending var óhjákvæmileg. Þar sem ótækt var að ná fyrii-huguðum Iending arstað ákvað ég að reyna að ná næstu eyri, sem mér tókst. — Heppnaðist snertingin vel, en vélin rann út af eyrinni í grunrfá kvísl, sem efcki sást fýrr en að var komið og endurkast- aðist þar og stöðvaðist á hvolfi. Ekki urðu nein slys á mönn- um. Við nánari athugun kom í ljós að stál símaþráður hafði undizt utan um sveifluás hreyf- ilsins milli skrúfu og þrýstilegu. Við höfðum lent á símavír, sem ég aldrei sá. Hann vafðist utan um skrúfuna og braut hana af. Allir kunnugir eru á einu máli um það að vfrinn sé gjörsam- lega ósýnilegur bæði að ofan og neðan. Hann er strengdur mjög hátt og um 350 m eru á milii staura. — Var þetta ekki glæfralegt hjá þér að í-eyna Iendingu þarna? — Ég held varla. Það hafa margir farið glæfralegar og þó sloppið. Ég var öruggur og mér fannst þetta hættulaust og það hefði verið það, ef ekki fyrir vírinn. — Þið sluppuð vel. — Okkur varð ekkert meint af, blotnuðum ekki einu sinni, þó að við lentum í vatni. Ekki er einu sinni hægt að finna skrámu á okkur, þótt vel sé að gáð. — Kom ekki strax fólk á slysstað. — Jú, fólkið í Auðsholti kom strax og nutum við alveg sér- staklega góðrar fyrirgreiðslu og hjálpsemi hjá því. Skeljasandur ... Framhald af 16. síðu: frá því að talið væri að um 6 mánuðir færu í að vinna að vei-k efnum fyrir sementsverksmiðj- una. Nokkur tfmi til viðbótar fer í viðhald og alltaf má búast við að skipið verði nokkurn tíma frá verki vegna veðurs. SAND OG MALARNÁM í HVALFIRÐI Samt er það greinilegt, að skipið mun hafa tíma afgangs til að sinna öðrum verkefnum. Hafa eigendurnir nú mikinn hug á þvf að taka byggingarefni, sand og möl af hafsbotni og flytja það hingað til Reykjavík- ur. Byggist þetta á því að sand- urinn og mölin geti þannig orð- ið ódýrari heldur en ef flytja þarf byggingarefnið á bílum í bæinn. Yrði þetta mjög niikil- vægt, þar sem hörgull er á góðu byggingarefni. Þeir gera ráð fyrir þvf að dæla möl og sandi upp úr Hval- firði nálægt Eyri í Kjós og flytja hann til Reykjavíkur. Verðnr honum í fyrstu dælt á land við Vatnagarða. Hefur steypustöð Benedikts Magnússonar frá Vallá þegar látið í ljós áhuga á að fá byggingarefni frá félag- inu. AF 35 METRA DÝPI Sandey er fimm ára gamalt skip. Það var upphaflega byggt í Hollandi en hefur verið skrá- sett í Þýzkalandi sem flutninga- skip. Það kostar hingað komið um 24 milljónir króna. Það hefur tæki til að dæla skeljasandi upp af 40 metra dýpi, en skeljasandslögin f Faxa flóa eru á um 35 metra dýpi. Sandi og möl myndi það dæla upp af grynnra svæði. Forstjóri Björgunar h.f. er Kristinn Guðbrandsson, en skip- stjóri á Sandey er Hreinn Hreins son, sonur Hreins Pálssonar for- stjóra. Skemmfireisa - Framhald af bls. 7. og hershöfðingi, gaf sér meira að segja tíma til að taka Ijós- myndarana tali. Það var sagt í gamni eftir leikinn, að Helgi ætti að Uætta að keppa í öðrum leikjum en landsleikjum — og þá þar sem minnst 10 þúsund manns horfðu á. „Jafnvel æfingalaus mundi hann brillera“. Kannski er einhver alvara f þessu gamni. Það kom að því að írarnir fengu skorað, fyrst eitt og svo annað, 4—1 og enn voru fimmtán mínútur eftir. Það var ekkert eftir af úthaldinu og flest ir okkar gengu fyrir viljanum frekar en mættinum síðustu mínúturnar. Og svo, kom markið, sem bjargaði leiknum og mikill var fögnuðurinn. Það voru þreyttir menn en glaðir, sem gengu af vellinum. Leikurinn hafði tapazt, en flest- ir hugsuðu það sama — við höfum sigrað. Færri morð í Danmörku Skýrsla hagstofunnar dönsku um morð, sjálfsmorð og fleira á sl. ári hefir nú verið gefin út. Þar kemur fram, að Danir hafa verið eitthvað rólegri á taugum á sl. ári, en árið 1960, því að tala morða var aðeins þriðjungur þess árið 1961, sem hún hafði verið 1960. Á síðasta ári voru framin í Danmörku 8 morð, en þau höfðu verið 24 árið 1960. Þá dró einnig verulega úr sjálfsmorðum, en þó engan veg- inn eins mikið tiltölulega og morðunum. Á síðasta ári réðu 766 manns sér bana í Danmörku eða meira en tveir á degi hverj- um allan ársins hring, en árið 1960 var sjálfsmorðstalan 916 - sjálfsmorðin voru m.ö.o. 150 færri eða tæpum sjöttungi. Þess má geta hér til fróðleiks, að ó- víða í heiminum er eins mikið um sjálfsmorð og einmitt í Dan- mörku, og er mönnum hulin ráð- gáta, hver ástæðan er fyrir því.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.