Tölvumál - 01.12.1991, Síða 6
Desember 1991
byggingunni (hlutverk aðgerðar-
hnappao.s.frv.) Þegar notendur
fara sfðan að vinna í OS/2-
umhverfí og á einmennings-
tölvum þurfa þeir einungis að
kynna sér:
* Hvernig nota á aðgerðir
viðkomandi forrits.
* Hvernig gluggar virka.
* Hvernig mús er notuð auk
hefðbundins hnappaborðs.
Reynslan sýnir að þegar notendur
hafa vanist OS/2-umhverfmu er
erfitt fyrir þá að hverfa aftur að
stafaskjástöðvum. Fólk kann
vel við myndræna framsetningu
og liti og ekki er síður mikils
virði að geta haft mörg verk í
gangi samtímis og auka þannig
afköstin. Það getur verið örðugt
að fara að vinna aftur í umhverfi
þar sem aðeins er hægt að vinna
eitt verk í einu.
3. Munu samrœmd notendaskil
hafa áhrif á hönnun tölvukerfa
og vinnu forritara og kerfis-
frœðinga?
Já, samræmd notendaskil koma
til með að hafa áhrif á hönnun
hugbúnaðar. í framtíðinni verður
hönnun notendaskilanna aðskilin
frá hönnun hugbúnaðarins að öðru
leyti. Astæðurnar fyrir þvf eru
eftirfarandi:
* Hægt verður að fylgja
þróun tækninnar í forrits-
grunninum, til dæmis að því er
varðar gagnasöfn og samskipti,
án tiilits til framsetningarinnar á
skjástöðinni.
* Auðveltverður að þýðaforrit
á önnur tungumál. Hugbúnaður
er í dag venjulega hannaður fyrir
alþjóðlegan markað en ekki eitt
land. Hægt er að halda
kostnaðinum og tímanum sem
fer í þýðingarnar innan
skynsamlegra marka ef
notendaskilin, sáhluti forritsins
sem er þýddur, eru aðskilin frá
forritsgrunninum, sem verður að
virka eftir forskrift án tillits til
hvaða tungumál er notað.
Samræmd notendaskil gera
tölvuumhverfið manneskjulegra.
Tilgangurinn með þeim er að
hylja margbrotið eðli kerfísins
fyrir notandanum. Þetta er afar
ögrandi viðfangsefni fyrir
forritara og kerfisfræðinga. í
samræmdum notendaskilum er
það samkvæmni sem máli skiptir
en ekki nákvæmni. Með sam-
ræmdum notendaskilum er komið
til móts við tölvunotendur og
þörfum þeirra sinnt á því
tungumáli sem þeir nota í starfí,
á einfaldan, ljósan og samræmdan
hátt.
4. Hvernig eiga samrœmd
notendaskil eftir að þróast?
Lögð hefur verið áhersla á það í
kynningu á samræmdum notenda-
skilum að þau boði ekki stöðnun
heldurþróun. Þó að uppbygging
grunnútgáfu notendaskilanna
(Basic) verði hin sama í
framtíðinni þá er þróaðri útgáfa
þeirra (Advanced) í stöðugri
endurskoðun. I þróaðri útgáíunni
er unnið að því að breyta
meðhöndlun teikna eða "íkona"
og gera hana enn myndrænni.
* Nú er eitt teikn
(skrárteiknið) dregið að öðru
teikni (prentarateikninu) og
aðgerð fer í gang (skráin er
prentuð).
* Þetta mun breytast þannig
að tvö teikn (skrárteiknið og
prentarateiknið) renna saman í
eitt. Skrárteiknið fer í gegnum
prentarateiknið á meðan prentunin
stendur yfir en þegar henni lýkur
skiljast teiknin í sundur og verða
aftur tvö.
Verið er að rannsakabæði tal- og
snertitækni í sambandi við
samræmd notendaskil. í fram-
tíðinni verður hægt að:
* Nota hefðbundið hnappa-
borð.
* Snerta skjáinn með
fingrinum til að koma af stað
aðgerð.
* Nota mús.
* Tala til tölvunnar og segja
henni fyrir verkum.
Gagnavinnsla framtíðarinnar
verður í fáu lík gagnavinnslu
liðinna ára. Hvernig ætti það
1 íka að vera þegar PS /2, gerð 70,
í framtíðinni verður
hönnun
notendaskilanna
aðskilin frá hönnun
hugbúnaðarins að
öðru leyti
er sambærileg að afli við þær
tölvur sem töldust stórtölvur fyrir
aðeins 10-15 árum. Það
ótrúlegasta við samanburðinn er
að PS/2, gerð 70, kemst fyrir á
skrifborðshorni notandans en
stórtölvan þurfti sérhæfðan
tengibúnað, sérstakt gólfefni og
stóran gólfflöt.
Framundan eru spennandi tímar.
Verið er að brúa bilið milli
manneskjulegra þátta og
tækninnar og þar með gera okkur
kleift að njóta hennar.
6 - Tölvumál