Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Síða 8

Tölvumál - 01.12.1991, Síða 8
Desember 1991 Þjöppunarform 1-4 voru aðallega ætluð til vinnslu gagna en form 5 til gagnaflutnings og til notkunar á geymslumiðlum til langs tíma. Að síðustu skal nefndur sá eiginleiki DIS 10646 að hvorki laus stafmerki (diacritics) né önnur rittákn án færslu (non- spacing), voru leyfð í latínu- kyrillisku og grísku letri (öðru máli gegnir um arabískt og hebreskt letur). Allir þekktir merktir stafir voru því kódaðir hver fyrir sig. Kostirnir við þessa tilhögun voru þeir að allir stafir eru táknaðir með jafn mörgum bætum (hve mörgum fer eftir þjöppunarformi), og jafnframt er táknmengið í ISO 10646 fyllilega skilgreint og endanlegt að stærð. Unicode Síðastliðin 3 ár hefur hópur á vegum nokkurra þekktra tölvu- ífamleiðenda - upphaflega Xerox, Apple og Microsoft - unnið að því að semja stafatöflu sem komið gæti í staðinn fyrir ISO 10646. Þessi tafla hefur hlotið heitið Unicode. Unicode-samsteypan, sem er opin en algerlega á vegum fyrirtækjanna, hóf í árslok 1990 töluvert öfluga markaðssetningu þessarar stafatöflu, sem þó var alls ekki endanlega skilgreind. Unicode er í mörgum mikil- vægum atriðum frábrugðinn DIS 10646. Eftirfarandi atriði skipta mestu máli: * Unicode er 16 bita stafa- tafla með 65.536 sætum fyrir tákn. DIS 10646 var eins og áður er fram komið 32 bita stafatafla með 1,3 milljarða nothæfra sæta. * í Unicode eru engin þjöppunarform skilgreind. Hver stafur er ávallt táknaður með sömu bitaröð. * í Unicode er engin C0- C1 takmörkun. Þar má því nota öll 65.536 sætin (þó að 65 sætum undanteknum) fyrir rittákn. * í Unicode er notkun lausra stafmerkja og rittákna án færslu heimil. Stafinn "Á" má til dæmis tákna annað hvort með einni lóbitaröðfyrirbókstafinn samsettan eða með bitaröðinni fyrir "A" og þar á effir bitaröðinni fyrir "°" án færslu. í síðara tilvikinu væri stafurinn "Á" táknaður með 32 bitum. * í Unicode er notuð samræmd CJK-kódun. Það þýðir að sama kódun er notuð fyrir tiltekið kfnverskt, japanskt og kóreskt myndtákn ef það er af sama sögulegum uppruna í öllum málunum. Andstæð sjónarmið Engan þarf að undra þótt upp hafí komið á milli boðbera þessara tveggja hugmyndakerfa nokkur samkeppni, trúnaðarbrestur og reyndar á köflum fullkomið sambandsleysi. Mörgum þótti horfa í illt efni, og væri hollt að minnast þeirrar skiptingar í ósamhæfð kerfi sem allir þekkja á milli ASCII og EBCDIC, ISO 6937 og ISO 8859, Macintosh oglBMPC. Snemmaáþessu ári voru gerðar að minnsta kosti tvær tilraunir til að sameina töflurnar, önnur að undirlagi ECMA (European computer manufacturers association), hin af hálfu Kanada. Fundur í San Francisco í tengslum við fund í WG2 í San Francisco í maí slðastliðnum kom Ed Hart (SHARE) á óformlegum umræðum á milli fulltrúa frá WG2 og Unicode þar sem öllum til óvæntrar ánægju tókst sam- komulag um að stefna bæri að eftirfarandimarkmiði: aðsteypa DIS 10646 og Unicode saman í eina tillögu, nefnda 10646M (M=merger), sem orðið gæti alþjóðlegur staðall að aflokinni atkvæðagreiðslu í ISO-sam- tökunum. Nokkrir óformlegir vinnuhópar voru myndaðir og verkefnum deilt út til undir- búnings fúndar WG2 í Genf síðari hluta ágústmánaðar. í San Francisco var samþykkt mótatkvæðalaust að hin nýja tillaga að DIS 10646 skyldi byggjast á eftirfarandi megin- atriðum: 1) Hvert sæti verður endanlega táknað með 4 bætum. 2) Cl-takmörkunin er num- in úr gildi. CO-takmörkuninni verður einnig aflétt ef tilkvödd nefnd sérfræðinga í gagna- samskiptum telur það gerlegt. 3) Sameinuð CJK-kódun verður innleidd í BMP, en sérstök örk verður auk þess tekin frá fyrir myndtákn í japönsku. 4) Um tvo valkosti verður að ræða í 10646M hvað varðar stafmerki og rittákn án færslu. Velja má um annaðhvort að banna þau eða leyfa notkun þeirra samkvæmt sömu grundvallar- reglum og nú er fyrirskrifað í Unicode. 5) Mengi rittákna í Unicode og DIS 10646 verða sameinuð. 6) Þjöppunarform 2 og 4 verða áfram til. Genfarfundurinn WG2 kom saman til aukafúndar I Genf 19. til 27. ágúst í þeim tilgangi að koma hinni sameinuðu 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.