Tölvumál - 01.12.1991, Síða 15
Desember 1991
vandamáli. Hannhringdi til mín
fyrr á þessu ári og spurði hvernig
þessu væri háttað á íslandi. Ég
fór því í nokkrabanka og safnaði
saman innleggs- og úttektar-
seðlum. Á flesta áttu menn að
rita nöfn greiðanda og viðtakanda
í nf. En á einstaka stað stóð enn
þá"innborgaðaf". Éghefeinnig
tekið eftir þvf að á svuntum sem
ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa
látið útbúa íyrir símbréf er prentað
"til" eða "b.t." og "frá". Það er
þá alveg undir hælinn lagt hvort
menn taka tillit til þessa og rita
nöfn í ef. og þgf. Jóhan Hendrik
sagði að í Færeyjum stæði yfirleitt
"til" og "frá" og áleit aðþað væri
vegna danskra áhrifa þar sem
texti á slíkum seðlum væri yfirleitt
þýddur úr dönsku. í Færeyjum
hirða menn ekki heldur um að
rita nöfn í aukafalli. Það særir
máltilfinningu mína að fá t.d.
sfmbréf "til Sigrún Helgadóttir".
En mér finnst ekkert athugavert
við það að viðtakandi sé "Sigrún
Helgadóttir". Ég hvet þvf þá
sem hanna eyðublöð af þessu
tagi til þess að taka mark á
ábendingu Jóhans Hendriks og
hanna eyðublöð þannig að nöfn
geti alltaf staðið í nf.
Og enn einu sinni hvet ég lesendur
Tölvumála til þess að láta heyra
í sér, hringið, skrifið eða sendið
tölvupóst.
Nokkrar glefsur úr viðskiptasfðum
Morgenavisen Jyllandsposten:
Þýtt og endursagt: Ágúst Ú. Sigurðsson, ritstjóri
Hugbúnaðartryggingar
Æ algengara gerist nú að dönsk
hugbúnaðarfyrirtæki kaupi trygg-
ingar gegn hugsanlegum skaða-
bótakröfum frá hendi notenda
hugbúnaðarins sem þau hafa
framleitt.
Dæmi um slfkar skaðabótakröfúr:
Bókunarkerfi fyrir hótel gefur
ranglega upp (vegna hugbúnaðar-
villu) að öll herbergin séu bókuð.
Hótelið missir af viðskiptum og
fer fram á skaðabætur, sem geta
hæglega orðið banabiti lítils
hugbúnaðarfyr irtækis.
Kgl. Brand er eina danska
tryggingafélagið sem til þessa
hefur boðið samræmdar hug-
búnaðartryggingar. Á síðustu
sex mánuðum hefur hið
konunglega brunatryggingafélag
selt á fimmta tug slfkra trygginga
og mun salan ganga vel.
Þekkir nokkur lesenda Tölvumála
íslenskar hliðstæður eða eru málin
hér á landi leyst með því að
stofna nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot
þess gamla ?
Margt smátt
1-2-3/W frá Lotus er komið.
Þetta er Windows útgáfa af hinu
vel þekkta samofna kerfi sem
hefur alls staðar slegið í gegn
nema hér á Fróni.
Skrifstofukerfið Office frá
WordPerfect er nú fáanlegt fyrir
Apple Macintosh og getur tengt
saman PC og makkatölvur í
blandað net. Ennfremur eru
væntanlegar útgáfur fyrir Unix,
Vax og Windows.
Micrsoft býður upp á ýmsar
nýjungar fyrir Windows. Fyrst
má nefna að hið kunna forrit
Works, sem hefur lengi fengist
fyrir makkann og MS-DOS kemur
nú í Windows útgáfu. MS
Publisher er nýtt forrit fyrir
uppsetningu á auglýsingum,
verðlistum og lík verk.
Athyglisverð nýjung í MS
Publisher er frumkvæðishamur
en þá spyr forritið notandann
spurninga um hvað það eigi að
gera í stað þess að bíða eftir
skipunum.
Loks eru komnir tveir nýir
leikjapakkar fyrir Windows fyrir
þá sem...
Micrografx (þessir sem m.a. hafa
samið Windows teikniforritið
Designer) hafa kynnt enn eitt
teikniforritið, Windows Draw.
Það er ódýrt (1490 Dkr) og er
sagt geta allt það helsta sem
ætlast má til af vigurgrunduðu
teikniforriti (vector based).
Windows Draw fæst á kynn-
ingarverði til áramóta, aðeins
990 Dkr. Fyrir 500 Dkr fæst að
auki safn með 2200 myndum,
sem eru sérstaklega valdar fyrir
norðurlöndin !!
15 - Tölvumál