Tölvumál - 01.12.1991, Qupperneq 16
Desember 1991
Hvað eru gagnanet?
Einar H. Reynis, Pósti og síma
í grein er undirritaður skrifaði í
Tölvumál fyrir réttu ári síðan
var íjallað um framtíðarþróun
gagnanoa, eða pakkanaa. í þetta
sinn verður farið yfir á hinn
vænginn og fjallað almennt um
slflc net og eru nú sérstaklega
hafðir í huga þeir sem ekkert
þekkja til slfkra kerfa.
Gagnanetið
Vfða í heiminum eru rekin
samskiptakerfi sem sérstaklega
eru sniðin fyrir flutning
tölvugagna. Slfkt kerfi er rekið
hér á landi og kallast Almenna
gagnaflutninganetið, eða ein-
faldlegaGagnanetið. Kerfiþessi
eru misjanflegaútfærð en byggja
flest á sama grunni sem eru
alþjóðlegir staðlar ffá staðlaráðinu
CCITT (Consultive Committee
for International Telephony and
Telegraphy). Staðlarþessi byrja
allir á sama bókstafnum, X, og
Gagnanetið er oft nefnt X.25
netið, eftir aðalstaðlinum.
Staðlarnir eru margir en aðeins
fáeinir þeirra skipta almenna
notendur einhverju máli.
Hvernig vinnur
gagnanetið?
Það sem einkennir tölvunotkun f
fjarskiptum er að tengingar standa
oft lengi yfir og að
gagnaflutningur er ekki
samfelldur. Menn gefa fyrir-
skipanir frá hnappaborði og t'á
viðbragð frá töivu á hinum
endanum sem birtist á skjánum.
Þess á milli er "þögn" á línunni.
Með þetta í huga eru gagnanet
útfærð þannig að eiginlegar
símalínur eru samnýttar af
mörgum aðilum. Þegar notandi
gefur fyrirskipun á hnappaborði
er bókstöfunum safnað saman og
sendir í einu lagi og kallast slfk
sending pakki. Með þessu móti
tekst að halda verðinu á
gagnaflutningi niðri þannig að
gjaldtaka miðast fyrst og fremst
við fjölda pakka (gagnamagn) en
síður tíma, ólíkt því sem gerist
með talsíma.
Nánar tæknilega
Hér á landi er rekið opinbert
gagnanet sem samanstendur af
netstöðvum dreifðum um landið,
sem síðan eru samtengdar með
símalínum. Hver netstöð er í
raun tölva sem sinnir
jjarskiptaþjónustu og notendur
geta tengst henni með ýmsu móti.
Tengingar þessar eru ýmist
samkvæmt CCITT stöðlum, eða
utan þeirra í sérstökum tilvikum.
16 - Tölvumál