Tölvumál - 01.12.1991, Page 18
Desember 1 991
Fjarskipti, tölvur framtíðar
Halldór Kristjánsson, verkfræðingur
Eríndi flutt á 50 ára afinælisráðstefnu RVFÍ, 8.11.1991
Inngangur
Ég hefi kosið að þreyta lesendur
ekki með upptalningu á stöðlum
og flóknum tækniatriðum en
leggja frekar í almennum orðum
út af hugtakinu fjarskipti - tölvur
framtíðar. Munégfyrstrekjaað
nokkru þróun tölvusamskipta en
síðan reyna að skyggnast fram á
við - hvers má vænta.
Fyrstu tölvurnar
Fyrstu tölvurnar voru stór tæki
sem kröföust mikillar orku, mann-
afla og viðhalds svo þær mættu
vinna. Búnaður til samskipta
manns og tölvu var mjög frum-
stæður ámælikvarðaþeirratölva
sem við nú þekkjum þó þær hafi
verið bylting á sfnum tíma.
Vegna hins gífurlega kostnaðar
við smíði og rekstur þessara tölva
voru þær á fárra færi. í skýrslu
sem unnin var fyrir EBM á þessum
árum var komist að þeirri
niðurstöðu að þörfum mannkyns
fyrir tölvur um ókomna framtíð
yrði fullnægt með nokkrum
stórum tölvum af þeirri gerð sem
þá var verið að vinna að. Annað
hefur sem betur fer komið í ljós!
Inn- og úttak þessara fyrstu tölva
var með þeim hætti að aðeins var
á fárra færi að stjórna þeim.
Mikilvægi þeirra sem kunnu á
þær var því að sama skapi mikið.
Það er ekki fyrr en með tilkomu
Teletype lyklaborðsprentara og
tenginga þeirra við tölvurnar sem
möguleikar á aðgangi margra að
tölvuafli opnast. Þessi þróun hélst
í hendur við þróun tenginga og
skilgreiningu samskiptastaðla sem
ætlað var að tryggja að tölvan og
jaðartækið ynnu snurðulaust
saman
Skjáir mikið stökk
Víðtækari breyting varð þegar
hinir hægvirku prentarar viku
fyrir skjám sem gátu á tiltölulega
hraðvirkan hátt birt textann á
skjá í stað pappírs. Samhliða
varð aukning á samskiptahrað-
anum þannig að unnt var að
senda 500 - 1.000 tákn til skjásins
á hverri sekúndu.
Fram komu mismunandi táknróf
frá tölvuframleiðendum sem
gerðui samskipti á milli ólíkra
tölva erfiðar auk þess sem í sumum
tilvikum voru búin til sérstök
samskiptamál til þess að stjórna
staðsetningu og útliti tákna á
skjánum. Tölvuafl lækkaði þó
lítið í verði og enn um skeið var
miðlæga tölvuvinnslan eina hag-
kvæma lausnin á tölvuvæðingu.
Fjarvinnsla kemur til
sögunnar
Með tengingu lyklaborðsprentara
og skjáa við tölvur verður Qar-
vinnsla mikilvægari en þá eru
notaðar Ifnur um langan veg til
aðgangs að tölvum, um mótald,
frá stöðum sem ekki eru í næsta
nágrenni við tölvuna.
Tölvuffamleiðendur skilgreina nú
samskiptastaðla til notkunar við
Qarskipti á milli tölva og tölvu
og skjás. Þessir staðlar eru ólíkir
frá mismunandi framleiðendum
og því enn aukið á erfiðleika á
samskiptum á milli ólfkra tölva.
Sala á reikniafli
Tími sölu á reikniafli og vinnslu
var nú runninn upp og spruttu
upp fyrirtæki sem lifðu á því
eingöngu að selja öðrum aðgang
að reikniafli, vinnslu og forritum.
Með þróun í tölvutækni og
gífurlegri lækkun á kostnaði við
öflun tölvukrafts dagaði þessi
fyrirtæki uppi á altari tímans.
Engu aö síður hafa nokkur þessara
fyrirtækja lifað fram á þennan
dag en víst er að hlutverk þeirra
mun breytast gífurlega á næstu
árum ef þau eiga þá nokkra framtíð
fyrir sér.
Ethernet mikil bót
Með tilkomu Ethernet 1981
verður næsta stóra stökkið og þá
opnast möguleiki á því að tengja
saman marga skjái og prentara
með háhraðatengingu við mið-
læga tölvu - staðarnetshugtakið
verður til. Þrátt fyrir þetta er
reikniaflið ennþá miðlægt og
hraðinn milli skjás og tölvu eykst
ekki að marki. Fjarvinnslan er
ennþá bundin af þeim hraða-
takmörkunum sem voru á
venjulegum símalínum eða eitt
til tvö þúsund tákn á sekúndu.
Engu að sfður var hér einn
áfanginn í þeirri þróun sem síðar
átti eftir að hafa mikil áhrif á
uppbyggingu tölvukerfa.
A þessum tíma eru samskipti á
milli tölvu og notanda á því
formi að skjárinn birtir það sem
ffá tölvunni kemur og lyklaborðið
er notað til að senda tölvunni
nýjar upplýsingar og skipanir.
Engin greind er til staðar í
vinnustöðinni.
18 - Tölvumál