Tölvumál - 01.12.1991, Qupperneq 21
Desember 1991
ómögulegt að ná til hans og hon-
um verið ómögulegt að ná þeim
upplýsingum sem verið er að
reyna að koma til hans. Hér
þurfa tölvuframleiðendur og
ljarskiptaframleiðendur að sam-
einast um að leysa þetta vandamál.
ISDN of lítið og seint?
Margra álit er að ISDN kerfið
muni leysa þessa þörf okkar fyrir
aðgang að þeim kerfum sem áður
eru nefnd. Á þeim tæpu fimmtán
árum sem ég hefi starfað við
tölvu- og íjarskiptamál hefur
ISDN alltaf verið til umræðu
og íjallað um það sem hina einu
sönnu leið. Þvf miður hefur kom-
ið íljós að ISDN er alltaf of lítið
of seint og þróunin á tölvusviði
alltaf verið einu eða tveimur
skrefum á undan. Þá leysir það
ekki þá þörf að leyfa hreyfanleika
einstaklingsins en jafhframt íullan
aðgang hans að þessum kerfum
og þeirra að honum.
Ný hugsun í tölvumálum
Þörf er fyrir nýja hugsun í tölvu-
og íjarskiptamálum. E.t.v. er
best að lýsa því tæki sem gæti
sameinað þessa þætti alla. Þessu
tæki, Snotru, lýsti ég að nokkru
á ET degi Skýrslutæknifélags
íslands árið 1989 og þótti þá
djarflegt. Tækniþróun hefur hins
vegar gert margt af þvf sem þá
var framtíðarmúsík að veruleika
en einnig hafa nýir þættir komið
til. Því er ástæða til þess að
kynna nýja útgáfu af Snotru -
Snotru 2.0.
Snotra útgáfa 2.0
- skilgreining á
framtíðartölvu
Frumskilyrði er að Snotra sé
alltaf með notandanum og aðeins
þurfi eitt númer til þess að ná til
hennar. Hún þarf að geta tekið
við upplýsingum frá öllum þeim
kerfum sem áður eru talin. Snotra
þarf því að sameina í sama tækinu
fjarskiptabúnað og tölvu. Fjar-
skiptabúnaðinn til þess að geta
haft aðgang að öðrum tölvu-,
fjarskipta- og talsfmakerfum en
tölvuna til þess að kalla fram,
birta og vinna úr upplýsingum
og sjáumþávinnslusem notand-
inn fer fram á. Snotra þarf að
vera það smá að hana megi bera
á sér án þess að mikið fari fyrir
henni þannig að hún sé alltaf þar
sem notandinn er. Þróun í smá-
rásatækni leyfa nokkra bjartsýni
um að þessu marki verði náð.
Nýjar inntaks- og
úttaksaðferðir
Vegna smæðar Snotru er ljóst að
hefðbundnar inntaks- og úttaks-
aðferðir s.s. skjár og lyklaborð
muni gera hana óþénuga. Nýlegar
framfarir í talskynjun- og túlkun
gefa tilefni til þess að ætlast til
þess að Snotra verði fær um að
skilja talað mál og tjá sig með
sama hætti, hvorutveggja um
örsmáa nema og boða sem komið
er fyrir á höfði notandans.
Ekki verður hægt að birta
myndrænt efni öðru vísi en með
myndvörpun á gleraugu eða lítinn
skjá sem yrði settur framan við
andlitið. Hvorutveggjaernotað
í dag í hernaðartækni og f iðnaði.
Margmiðlunarbúnaður
í Snotru
Þegar þessi búnaður er kominn
liggur beint við að nema út-
varps- og sjónvarpssendingar sé
þess óskað. Nú er farið að taka
ljósmyndir á seguldiska sem síðan
eru færðir í tölvu f þar til gerðu
disklingadrifi. Ekki er fráleitt að
þessa tækni megi sameina í Snotru
til þess að hún geti myndað skjöl
eða annað umhverfi notandans
til varðveislu og/eða sendingar
um bréfsímakerfið. Ekki þyrfti
að nota disklinga sem millilið
þar sem unnt yrði að setja myndina
beint á disk Snotru eða senda
hana um fjarskiptahluta hennar í
tölvukerfi notandans. Vegna alls
þessa þyrfti að vera allstór
geymslumiðill í Snotru til þess
að hún gæti geymt það sem inn
kemur en jafnframt stórar skrár
sem notandanum væru
nauðsynlegar við dagleg störf.
Nú þegar er farið að fjalla um
Qórföldun á geymslugetu þeirra
seguldiska sem eru smæstir í dag
og lfkur taldar á að enn lengra
verði komist. Með öllum þeim
búnaði sem þegar er fyrir hendi
í Snotru 2 ætti að vera auðvelt að
tengj a við hana leiðsögukerfi og/
eða tilkynn-ingakerfi til
stóraukins öryggis (var einhver
að nefna Stóra bróður??).
Er Snotra þegar til?
Þessi ffamtíðarsýn krefst öflugra
fjarskipta við umheiminn og tækni
sem er á þröskuldinum eða er
þegar til. Snotra er nú þegar til
í tilraunastofum bandaríska hers-
ins en þar hafa verið smíðaðar
einfaldar slíkar tölvur sem nota
skjá til þess að koma landakortum
og staðsetningarupplýsingum á
framfæri við hermanninn sem
ber hana. Tölvan er borin á
hjálmi hermannsins og er í fjar-
skiptasambandi við móðurtölvu.
Að lokum
Ég vona að einhver hafi haft
gaman af þessum hugleiðingum
mfnum um fjarskipti og tölvur
framtíðar. Það er skoðun mín að
við eigum af og til að lfta upp úr
amstri dagsins og láta okkur
dreyma um það sem getur orðið.
Þar eru mínir draumar ekki merki-
legri draumum þfnum.
En öll eigum við draum um bjarta
ff amtíð og ffiðsæld fyrir mannkyn
allt. Það vona ég að verði að
veruleika fyrir okkur.
21 - Tölvumál