Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 7
Mánudagur 20. ágúst 1962. VISIR 80 þús. mál um ma Undanfarna tvo sólarhringa var mjög góð síldveiði og samtals veiddust um 80 þúsund mál. Síðastliðinn sólarhring veiddust samtals 52.300 mál á 71 skip. Af þeim komu 25 til Raufarhafnar með 21.150 mál, en 46 skip fóru á aust- ursvæðið með 31.150 mál. Sólarhringinn næsta áður komu 23 skip til Raufarhafnar með 18250 mál, en 29 skip til Austfjarða hafna með 19580 mál, eða samtals 37830 mál, sem veiddust á 52 skip. Stanzlaus löndun var á Raufar- höfn báða þessa sólarhringa og tals verð löndunarbið, enda þótt enn væri póg þróarrými. Það tafði og nokkuð löndun að í fyrrinótt braut norskt skip einn löndunarkranann á Raufarhöfn og var hann í lama- sessi í heilan sólarhring. Aðalveiðin í gærkvöldi og nótt var djúpt í Héraðsflóa og voru skipin síðast komin um 100 mílur austur af Dalatanga. í morgun var byrjað að hvessa bæði þar og á miðunum yfirleitt, svo ekki er bú- izt við neinni síldveiði í dag. 'Voru skipin byrjuð að leita landvars, enda kominn stiriningskaldi af norð austri. Kom með snarræði í veg fyrir bílsfuld 1 fyrrinótt tókst manni með ár- vekni og snarræði að koma í veg fyrir bifreiðarstuld. Maður þessi vaknaði um miðja nótt að heimili sínu á Dragavegi við það að hann heyrir eitthvert þrusk eða ókennileg hljóð fyrir ut- an gluggann. Hann fór fram úr og varð litið út um gluggann. Sá hann þá að tveir óþekktir menn voru komnir inn í bíl sambýlismanns síns í húsinu og voru að láta hann renna niður smávegis halla fyrir utan húsið, sýnilega til að koma honum í gang. Maðyrinn beið ekki boðanna, heldur snaraði sér út, hljóp bílinn uppi, enda var hann enn ekki kom- inn í gang. Barði hann f hurðina hægra megin og skipaði ökumanni að stöðva bílinn á stundinni. Ökumaðurinn brá skjótt við með því að opna hurðina vinstra meg- in, skjótast þar út og hverfa í myrkrið. Húsverjinn hugsaði um það eitt að komast inn í bílinn og stöðva ferð hans áður en hann kæmist á teljandi hraða, svo hann lét þjófinn afskiptalausan. Félagi bjófsins var líka kyrr í bílnum og húkti þar dauðadrukkinn án þess að hafast að eða gera tilraun til að flýja. Þegar lögteglan tók manninn tii yfirheyrslu skömmu síðar sagðist hann ekki vita haus eða sporð á manni þeim, sem settist undir stýr- ið og ætlaði að stela bílnum. Þeir hafi hitzt rétt áður og hann hafi boðið sér upp í bílinn í ökuferð um bæinn. Þrátt fyrir þetta tókst lögregl- unni í gær að hafa uppi á þjófn- um, sem er gamall „viðskiptavin- ur“ hennar og játaði hann á sig tilraunina til að stela bílnum. íþróttir Árés á peningoskóp í nótt var frekleg tilraun gerð til þess að brjóta upp ramgerðan pen- ingaskáp í verzlun einni í miðbæn- um, en hún mistókst sem betur fór. Hafði verið brotizt inn í hann- yrðaverzlun Þuríðar Sigurjónsdótt- ur Bankastræti 6 og farið bakdyra- megin inn í verzlunina. Þar inni var peningaskápur og i þjófurinn að sjálfsögðu rennt til J hans vonar- og girndarauga, enda réðst hann á skápinn með mei: og hamri og fékk meitlað af hon- um Iamirnar. En það dugði engan veginn til, því að takkar ganga aft- ur úr hurðinni, svo að hann opn- ast ekki þótt lamirnar séu teknar burt. Þjófurinn varð því að gefast) upp við fyrirtæki sitt og hverfa slyppur á brott. Hins vegar tókst honum að valda miklum spjöllum á skápnum. Snáðinn og þakið Hann brosir í kampinn þessi litli snáði. Líklega er hann að brosa að þeim, sem fullyrða að hvolfþakið á nýju íþróttahöll- inni í Laugardalnum væri eins- dæmi í veraldarsögunni. Sannleikurinn er sá, að slik hvolfþök eru á fjölda sýningar- halla og opinberra bygginga um allan hcim, nú síðasta á sýning- arskálanum á heinissýningunni i Seattle. Rannsókn leiddi í ljós, að stálþak á islenzku íþrótta- höllina hefði reynzt 2 millj. krónum dýrara en hvolfþakið úr járnbentri steinsteypu, sem nú er verið að setja upp. Þess- ar upplýsingar höfum við frá byggingamefnd hallarinnar. Og þar með er einu umræðu- og hneykslunarefninu færra í höf- uðborginni. Utsaian Aðeins 2 dagar eftir. — Viðbót komin. — Meira úrval — Meira úrval — Notið tækifærið TÖSKUBÚÐIN Laugavegi 21. Saumastúlkur ÓSKAST. Andrés Laugaveg 3 Hýtt dagblað Nýtt dagblað hóf göngu sípa i Reykjavík á laugardaginn. Nefnist það Mynd. Ritstjóri þess er Björn Jóhannsson. Útgefandi er Hilmar A. Kristjánsson. Mynd flytur frétt- ir og fróðleik í knöppu formi. Er blaðið í stærra broti en hin önnur fimm dagblöð, sem út eru gefin í bænum. Vísir býður Mynd velkomna í! hóp íslenzkra dagblaða. Mamiekla — Eiamhald af 16. síðu: að segja hefði togarinn Víkingur j ekki fengið nógu skjóta afgreiðslu í heimahöfn sinni og komið hingað og ekki verið vísað frá. Þetta heföi svo gengið allt með seiglunni. í vikunni sem leið komu 7 togarar inn með afla, og í morgun sá ellefti. Hvalfell. og fari að kenna, þá er ekki þar með sagt, að maður sé hættur að syngja. Réstur — liirar i Afgreiðslustúika óskast í matvöruverzlun. Tilboð ásamt upp- lýsingum sendist Vísi fyrir þriðjudagskvöld, merkt: Verzlun. Framhald at bls. 1. framkoma á leiksviðinu og kennsla í óperusöng. ★ — Hvað er langt síðan þér lögðuð út í heiminn til söng náms? — Það eru nú 34 ár og ég er ánægður með þessi ár. Ég hef stundao óperusöng, sem hefur verið mér aðalatriðið í lífinu. Á síðasta starfsári konunglega leikhússins söng ég í þremur óperum og þó ég flytjist heim Framhald af bls. 1. lögmálum, enda gengu þar spakir menn á milli, en mikill hiti var í mönnum og seinna um kvöldið safnaðist allmargt manna út á flugvöll í þeim er- indagjörðum að „tala við dóm- arann“, þegar hann færi. Leikur KR og Akureyringa endaði jafn, 1—1, eftir harðan og baráttumikinn leik. Skoruðu Akureyringar fyrst, begar um 15 mínútur voru til leiksloka, en KR jafnaði þegar um fimm mínútur voru eftir. Héldu leik- menn Akureyri svo og áhorf- endur því fram, að mark KR hefði verið ógilt fyrir rang- stöðu og létu óspart þá skoðun sína í Ijós. Það er út af fyrir sig heil! kapítuli að segja frá þeirri ós- vinnu hvernig áhorfendur haga sér á knattspyrnukappleikjum nyrðra. Rignir þar yfir leik menn og dómara ókvæðisorðum og lífláfshótuiium á þann hátt. að til stórrar skammar er fyrir i norðanmenn, ekki þð síður þar ; -em þarna á í hlut mest full- orðið fólk. Er leitt frá þessu að segja, en þeir knattspyrnugestir, sem gista Akureyri, eru flestallir á | einu máli um þennan dóm. Framhald af bls. 3. inn. Strangur dómur, þar eð hér var greinilega ekki brotið viljandi. Björn Helgason hinn ágæti fyr- irliði ísfirðinga tók spyrnuna en brenndi af nokkuð gróflega. ísfirðingar sóttu ekki síður en Valsmenn í síðari hálfleik og áttu m. a. eitt dauðafæri. Mark ísa- fjarðar kom svo á 35. mínútu síð- ari hálfleiks, og höfðu ísfirðingar þá leikið alls 440 mínútur í I. deild og skorað aðeins 2 mörk. Markið var annars eina mark leiksins, sem var nokkuð hreint. Hinn kröftugi en óheflaði innherji Erling Sigurlaugsson plataði 3 varnarleikmenn Vals upp við enda- mörkin og gaf síðan á Sigurð Gunnarsson, miðherja, sem skoraði örugglega þar sem( hann var einn og óvaldaður á vítapunkti. fsfirðingar sóttu mjög effjr markið, en Valsmenn áttu þó hættulegasta færið, skot Skúla Þorvaldssonar í markvörð og stöng. Valsmenn áttu lélegan leik, eink- um framlínan sem gerði sig seka um alls konar yfirsjónir og kæru- leysi. Vörnin var góð og stóðst yfirleitt áhlaup Ísafjarðarframlín- unnar, sem er gædd allt of lítilli lagni en yfirleitt strönduðu állar aðgerðir á hæfnisskorti ísfirðinga. fsfirðingar léku nú sinn síðasta leik að sinni í I. deild, en i leikj- um sínum hafa þeir orðið að horfa á mikla yfirburði andstæðinganna og fengið mörg mörk í sumum leikjanna, einkurp þó á heitna- velli sínum, þar sem þeir fengu tvö stór burst. Langbeztur ísfirð- inganna eins og oft áður var Björn Helgason, mjög lipur og uppbyggj- andi leikmaður, en markvörðurinn Kristján Guðmundsson er einnig skemmtilegur og bakvörðurinn Þor valdur Guðmundsson sýndi skemmtilegan og traustan leik. Áhorfendur voru fáir í Laugar- dal í gær. Rékasafn — Framhald af bls. 16. fornbóksala. Hann sagði, að hann hafi á sínum tíma gert ákveðið Vísir átti í morgun tal við Stefán verðtilboð í safn Þorsteins og það yrði lagt til grundvallar við vænt- anlega samningsgerð. Hins vegar taldi hann þó með öllu óvlst, að hann gæti gengið að þeim skilmál- um sem umboðsmenn erfingjanna settu um greiðslur og tryggingu. Hann taldi sig ekki geta réist sér hurðarás um öxl og ekki vilja taka á sig skuldbingar sem óvíst væri að hann gæti staðið við. En ef ti! vill skýrast málin strax í dag. ancs — Framhald af bls. 1. ágúst. Þar segir María að hún sé mjög spennt en geri sér ekki mikl- ar vonir um verðlaun i keppninni. Hins vegar var það álit margra, sem fylgdust með undirbúningi feg urðarsamkeppninnar, að María kæmist mjög iangt. Hefur hún vak- ið mikla athygli vestra og komið oftar en einu sinni fram f sjón- varpi. María er ekki væntanleg heim fyrr en eftir næstu mánaðamót.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.