Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 20. ágúst 1962. ---------------------------------- \t'l S / R ------------------------------------------------------ 9 rétt í munur. Við erum orðin gömul núna, kerlingin treystir sér ekki lengur. Nú kem ég stund- um, og svo eru andirnar hérna, stærðar andir, Vísir ætti að taka myndir af þeim. Einhver bánnsettur angóra köttur kom hér að og drap eina, það var ljótan. Og svo er maður að klappa þessu og strjúka. Gari það ekki aftur. - Ertu hérna næturlangt? — Nei, blessaður. Ég er orð- inn 83 ára gamall, sé varla um mig sjálfur. Ég kem hingað upp eftir með Lögbergsvagninum, geng afleggjarann og fer sömu leið til baka á kvöldin. Reyni að koma svona eins oft og ég get, en auk þess er dóttir mín hérna upp frá. Þetta er henn- ar verk, hún gróðursetti trén, lagaði allt til inni og ræktaði upp túnin. Þú hefðir átt að sjá til hennar þegar hún var að bera burt grjótið. Hún kaupir Vísi, gerðist áskrifandi um dag- inn. Sjáið hvað ég er að gera. Laga karmana að glugganum, kýtta svo yfir allt. Þá ætti Vísir að taka mynd, þetta verð- ur alveg eins og nýtt. — Vi ð -verðum að vita hvað þú heitir áður en við tökum myndina? - Magnús S. Magnússon fyrr- um prentari í Gutenberg. Kon- an mín heitir Jóhanna Zoéga og staðurinn heitir Lynghóll. Þetta er fallegasti staðurinn á land- inu, það get ég sagt ykkur. Ég er hérna eins oft og ég get Þeir kölluðu mig útigang áður. Ég er að reyna að halda nafn- bótinni við. — Við birtum mynd af Lynghóli í Vísi. — Já, það er ágætt. Vísir er gott blað, ágætt blað. DVELST ALLT SUMARIÐ Við ókum áfram Vatnsveitu- veginn niður með vatninu. Niðri við vatnið sáum við furðu legan bústað, svo furðulegan að það borgar sig ekki að lýsft honum, eigandans vegna. Nokkru ofar heyrðum við hljómfagran barnagrát gegnum opinn bílgluggann og runnum á hljóðið. í hliðinu mættum við þrennu ungviði, tveim krökk- um og stúlku á gagnfræðaaldr- inum. Hún kvaðst vera barna- pía, „vera frænka barnanna, föðursystir þeirra, og pabbi mágkonu hennar, tengdapabbi bróður hennar ætti bústaðinn.“ Tengdapabbi mágkonu henn- ar. Það var og. Upp við bústaðinn stóð móð- irin, rúmlega tvítug kona, og starði á okkur, alb'úin að verja hreiðrið fyrir ókunnum dólgum og flækingum. Við kynntum okkur í tæka tíð, kváðumst vera frá Vísi, og þá hló hún „Blaðamenn". Hún hét Guðný Árdal kona Þórðar Úlfarssonar flugmanns, dóttir Inga Árdals, eigandans Mágkona tengdapabba. Nú, já þannig. „Ég dvelst hérna liðlangt sumarið og fer ekki í bæinn nema endrum og eins. Pabbi og mamma eru hérna oftasr nær líka. — Það er svo jjott fyrir börnin og fyrir míg með^börn- in, að geta verið hérna upp frá. Hún bauð okkur upp á kaffi og vísaði okkur inn. — Hér er bæði ljós og hiti og yfirleitt flest þau þægindi, sem hægt er hugsa sér. Okkur er að minnsta kosti ekkert að vanbúnaði. — Eruð þið þá ekki líka hérna á veturna? — Nei, þá er of kalt. Þó að hægt sé að kynda upp, þá sezt svo mikill raki í húsið og gólf- kuldinn er einnig það mikill að þa8 hefur ekki verið hægt. — Eru þið þá hérna allt sumarið? — Við förum rétt til að kaupa í matinn og einstaka sinnum um helgar. — Já, og svo þegar við för- um í bað, heyrðist úr hinu horninu. Þar stóð sú litla, 5 ára gömul og leit kankvís á mömmu, eins og hún vildi segja: Var þetta ekki gott hjá mér? — Ég ætlaði einmitt að fara að leggja mig, þegar þið kom- uð. Hér gerir maður engan greinarmun á degi og nóttu, er kannski búinn að snúa sólar- hringnum við áður en maður veit af. — Og löngu hætt að hafa áhuga fyrir sólböðum í þessari eilífu útiveru? — Þið getið rétt imyndað ykkur. Nú var komið að myndatök- unni „eina mynd af staðnum" sögðum við og héldum það létt verk. Blessuð börnin voru þó ekki sama sinnis og góður hálf tími leið í „gerðu það“ og „láttu ekki svona" Myndatakan gat þó að lok- um farið fram en systir tengda- sonar eigandans, barnapían sat hjá. Á skiltinu í hliðinu stóð nafn- ið: Lyngholt. GAMAN, GAMAN, SÖGÐU ÞÆR Upp við Hafravatn voru einnig bílar við bústaðina og fólk á vappi. Við ókum dágóð- an spöl fram með vatninu, velt- um fyrir okkur hvenær við hefðum ráð á að fá okkur bú- stað og ég rifjaði upp söguna um þjófana, sem höfðu sumar- bústaði að féþúfu. Við stöðvuðum bílinn og tók- um tali þrjár kátar hnátur, sem trítluðu með veginum berjablá- ar og broshýrar. Þær sögðust vera að koma úr berjamó, „þarna uppi í hlíð- inni,“ og búa niður við vatnið. Guðrún Hildur, Jónína og Krist- ín hétu þær og buðu okkur ber að borða. — Er gaman hérna í sveit- inni? spurðum við. — Ógurlega gaman, sögðu þær og hlógu. Mikið meira gaman heldur en í bænum. Hér er svo margt hægt að gera. — Komið þið hingað oft? — Alltaf þegar gott er veð- ur. Við erum núna 7 krakk- arnir, sagði Jónína, en stund- um erum við fimmtán hérna. — Þá eru svo mikilj læti að bústaðurinn er kallaður Glaum- bær, sagði Guðrún Hildur, já, og fólk hefur komið og haldið að þarna væri barnaheimili, bætti Kristín við og svo hlógu þær allar, af einskærri lífsgleði. Nú heyrðust köll neðan frá bústaðnum, og stöllurnar kváðu upp þann úrskurð að það væri verið að kalla á þær að drekka. Framhald á bls. 10. Þrjár kátar hnátur nýkomnar úr berjamó. Frá vinstri: Kristín, Guðrún Hildur og Jónina. Ekið um sumarbústaðalönd I í nágrenni Reykjavíkur \ V .v » 'j.Nfíifl'iöjfflEI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.