Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 10
I 10 VISIR MINNSNG: Jóna Pálmadóttir forstöðukona Jóna Pálmadóttir forstöðukona 1 þvottahúsinu Drífu, lézt í Lands- spítalanum laugardaginn 11. þ. m. 68 ára að aldri. Jóna var fædd að Laufási við Eyjafjörð 2. mat 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Þorsteins- dóttir og Pálmi Jóhannsson, er lengst af bjuggu að Sæbóli við Eyjafjörð. Þau eru bæði látin. Æsku- og unglingsárin dvaldist Jóna ýmist á heimili foreldra sinna eða við ýmis störf í Laufási og viðar. Þar mun hún hafa lært flest þau handverk, er tíðkuðust á sveita heimilum aldamótanna. Árið 1918 fer Jóna að heiman og flyzt þá til Reykjavíkur. Fyrstu árin starfar hún á ýmsum heimil- um hér í bæ, m. a. hjá frú Georgíu og Sveini Björnssyni, sem þá var umsvifamikill málaflutningsmaður í Reykjavík, og síðar hjá frú Ef- emíu og Jens Waage. Um sama leyti vann hún ýmis störf fyrir Lelkfélag Reykjavíkur. Eftir að hafa starfað á þessum heimilum í nokkur ár, réðist Jóna til starfa hjá verksmiðjunni Hreini og var þar i rúman áratug. Varð það upphafið af kynnum hennar við hinn unga íslenzka iðnað. Árið 1931 stofnsetur hún, ásamt systur sinni Sigríði Pálmadóttur, Unni Kristjánsdóttur og Kristjönu Einarsdóttur fyrirtækið Drífa, sem verið hefir eitt viðurkenndasta þvottahús þessa bæjar síðan. Mun Jóna því alls hafa starfað rúm 40 ár við iðnaðarstörf. Sama ár og Drífa er stofnuð, er Felix Jónsson og faðir hans, að hefja byggingu stórhýsis að Bald- ursgötu 7a, og fékk Drífa þar inni með starfsemi sína, og er þar enn- þá til húsa. Þær systurnar Jóna og Sigríður, ásamt Unni Kristjánsdóttur, bjuggu að Baldursgötu 7, lengst af. Þær Jóna og Sigríður bjuggu saman þar til Sigríður lézt árið 1947, og síðan Jóna og Unnur til ársins 1955, er þær eignuðust sitt fagra heimili að Eskihlíð 18. Eftir að Þvottahúsið Drífa hóf starfsemi slna árið 1931, upphóf- ust kynni á milli fjölskyldu Felix- ar Jónssonar yfirtollvarðar og „Drífanna", eins og eigendur Drlfu voru jafnan nefndar einu nafni. Kynni þessi urðu smám saman að sterkum vináttuböndum, sem ekk- ert nema landamærin miklu fá að- skilið. Saga þessarar tryggu vináttu verður sennilega aldrei skráð, en sjaldgæf er hún samt. Með hverju árinu, sem leið, urðu böndin sterk- ari, og að siðustu var fjölskylda Felixar Jónssonar aldrei fulltalin, án þess Unnur og Jóna væru þar með. I gróandi túni við fjörðinn leika tvær fallegar systur. Andstæðurn- ar, hinn skjallhvíti Kaldbakur I norðri og iðgræn og fögur sveit Eyjafjarðar I suðri, hafa ekki enn- þá mótað skap þeirra. Þetta er sunnudagur lífsins. En aldamóta- böm eiga fáa sunnudaga. „Landsins forni fjandi*' — hafís- nn — þrengir sér inn I hverja "c, og allt upp I fjörukambinn. in er tandlægur hér, og dvelst o jafnaði annað hvert ár. Hann áerir afkomuna óvissa. Það skal þvf engan undra þó að fylgt hafi hinni ungu, glæsilegu stúlku bæði óskir og söknuður, er hún árið 1918 hleypir heimdrag- anum og leggur af stað suður heiðar. Hún hefir gott veganesti. Verk- kunnátta er góð, viljinn mikill, skapið sterkt. Norðlenzka stúlkan hefir bætzt, I hóp borgarbúa. ísland fagnar full- veldi. Unga stúlkan tekur þátt I gleðinni. Af litlum efnum eignast hún hlut I nýstofnuðu alíslenzku skipafélagi, er skal flytja börnum sínum varning utan úr hinum stóra heimi ,hún vill vera þátttakandi I raunverulega sjálfstæði, þó það kosti árslaun hennar. íslenzkur iðnaður er að hefja til- veru sína. Þetta hlýtur að vera framtíðin. Vélar, sem vinna I stað handafls. Þar er framtíð hennar ráðin. Árin líða. Heimskreppan mikla er I algleymingi. Fjórar stúlkur bindast samtökum um stofnun iðn- fyrirtækis, með þeim vélakosti, er nægja mundi þeim til framfæris. Fyrstu árin eru erfið, en samstaða þeirra ryður öllum hindrunum úr vegi. Fyrirtækið eflist og verður vel virt. Það hefir verið sagt um alda- mótabörnin, að þau hafi lifað nokkr ar aldir, svo ör hefir þróunin verið og breytingar á högum fólks. Jóna Pálmadóttir var eitt af alda- mótabörnunum. Hún átti því láni að fagna að sjá land sitt rlsa úr fátækt og örbirgð, til sjálfstæðis og sjálfsbjargar. Það voru hennar laun. Jóna Pálmadóttir verður i dag kvödd hinztu kveðju. Minningin um stórbrotna konu verður eftir hjá þeim, er henni kynntust. Henni verður vart betur lýst en með þessum orðum skáldsins: Harða, blíða, heita, sterka sál. Hjarta þitt var eldur, gull og stál, ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróin við minn hjartastað. Fjölskylda mín þakkar henni ó- gleymanlegar samverustundir, og fyrir þá ástúð er birtist f öllum hennar gjörðum til okkar. Blessun Guðs fylgi lienni. Tékkneskir strignskór uppreintaðir Fara rétt í bað - Framhald af bls. 9. — Við þurfum ekkert að drekka, fjallið gaf okkur að drekka, sagði Kristín af mikl- um alvöruþunga, og henni datt' ekki I hug að fara strax. Við vildum þó ekki tefja þær leng- ur, skiluðum berjadósinni og spurðum þær að lokum hvort þær væru þama I sumarbústöð- unum eingöngu á sumrin. Þær hættu allar að hlæja, litu stórum augum á mig, síð- an hver á aðra, og skríktu svo allar enn hærra en fyrr. — Auðvitað, manni, annars héti þetta ekki sumarbústaðir. FYRIR BARNABÖRNIN í hlíðinni hinum megin við veginn, var einn bústaður um- girtur og hálffalinn I gróður- settum trjám. Það var eini bú- staðurinn þeim megin, en nokk- uð langt til hægri handar, var einn I smíðum. Upp af brekk- unni þar fyrir ofan var einn bílfarmur af fólki og tfndi ber. Við gengum á vit smiðsins, þóttumst þurfa að vita, hvað fjallið héti og fórum síðan hvergi. — Fjallið heitir Hafravatns- hyrna, en bústaðinn er ég ekki [ búinn að skfra ennþá, sagði í smiðurinn, sem hét Baldur Öx- ■ dal. — Ég er I raur1 ' •"■'.ginn smiður, aldrei læ- fúska við þetta I fríinu f !a það hóllustuathnefi. — Ertu nýbúinn að kaupa landið? J — Ja, því var úthlutað fyrir nokkru af bænum og ég var svo heppinn að fá eina spild- una. Þær eru nú ekki nema sjö. Þetta verður ekki stór bú- staður, um 30 fermetrar og ein hæð. Hér verður varla nokkuð vatn eða ljós, enda er mein- ingin að hafa staðinn rétt til að skreppa hingað upp eftir um helgar og I fríum. Ég byggi þetta ekki sízt fyrir barnabörn- in. — Byggir þú bústaðinn einn? — Sonur minn hjálpar mér, en að öðru leyti ætla ég að gera þetta einn. Reyna að ná honum fokheldum fyrir haust- ið. Nú er ég nýkominn I frí, og tek þá Mosfellsrútuna upp að Reykjum og labba svo hing- að út. Svo er ég að dunda þetta yfir daginn, fram til 7—8. — Er það ekki erfiðleikum bundið að þurfa að ganga svona langt, Baldur? — Nei, nei, það kemur ekki að sök. Ég tel það einmitt kost að hafa bústaðinn svona nálægt bænum, þetta er enga stund veriö að skreppa þetta. Áskriftasími Vísis er 1 76 60 Mánudagur 20. ágúst 1962. Félag íslenzkra myndlistamanna heldur hina árlegu samsýningu sína í byrjun september. Félagsmenn og aðrir þeir, er áhuga hafa á að sýna, sendi verk sín til dóm- nefndar félagsins í Listamannaskálanum mánudaginn 27. ágúst kl. 5 til 7 s.d. Félag íslenzkra myndlistarmanna. Monto Ratsuðutækin 200 amp tyrirliggjandi Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Þessi tæki hafa verið i notkun hér á tandi i 20 ár og reynzt afbragðs vel. Ratfækjaverzlun Islands ht Skólavörðustíg 3 Sími 1795/76 Nauðungaruppboð verður haldið í Tollskýlinu á hafnarbakkan- um, hér í bænum, eftir kröfu Kristins Ó. Guð- mundssonar hdl. o. fl. þriðjudaginn 21. ágúst n.k. kl. 1.30 e. h. Seld verða alls konar hús- gögn, plötuspiíarar fyrir veitingastofur (juke- box), búðarvogir, reikningsvélar, vélhreins- ari og sýruker, ísskápur, ritvélar, radio- grammofónn, segulbandstæki o. m. fl. Enn fremur verða seldar ýmsar gerðir sauma- véla, vörur o. fl. úr þb. Gunnars Jóhannsson- ar, 2 eldavélar úr skuldafrágöngudánarbúi Stefáns Runólfssonar, bátur með utanborðs- mótor, veðskuldabréf og 2 hlutabréf í Borg- arvirki h.f. tilheyrandi félagsbúi Unnar Jóns- dóttur og Finnboga Kjartanssonar. ' k Borgarfógetinn í Reykjavík. LAUGAVEGl Þórir Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.