Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 20.08.1962, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 20. ágú$t 1962. Benedikt til Nord- isk Film Benedikt Árnasyni leikara var nýlega boðinn árs samning- ur af danska kvikmyndafélag- inu NORDISK FILM og hefur hann tekið því boði að því er Vísir hefur frétt. Nordisk Film lauk hér nýlega við töku kvikmyndarinnar „79 af stöðinni", gerðri eftir skáld- sögu Indriða G. Þorsteinsson- ar, og var Benedikt leikstjóran- um, Erik Balling, til aðstoðar við leikstjórnina. Fannst Balling mikið til um hæfileika hans sem Benedikt Árnason leikstjóri. leikstjóra og listamanns. Hafði Benedikt áður sýnt leikstjórnar- hæfileika sína, er „My Fair Lady“ var sett á svið, en hann var þá einnig aðstoðarleikstjóri, og leikstjórn hafði hann með höndum, er „Húsvörðurinn" var tekinn til sýningar. Leiklistarvinir munu óska Benedikt til hamingju með til- boðið, vona að það verði hon- um til aukins frama ,og að , Þjóðleikhúsið eigi eftir að fá að njóta starfskrafta hans aftur, þegar fram líða stundir. Barnið var dáið Þegar Björn Pálsson var nýkom- inn úr sjúkraflugi til Grundar- fjarðar á laugardag koin kall frá Brekku á Barðaströnd, en tveggja ára drengur hjóna úr Rvík, er stödd voru á Brekku i Gufudal, hafði veizt skyndilega með alvar- lega. Beðið var um að komið væri með lækni og súrefnistæki. Öllu var hraðað svo sem frekast var unnt að venju er slík beiðni berst og voru þeir Björn og Kristbjörn Tryggvason læknir komnir vestur eftir klukkutíma, en þá var barn- ið dáið. B. P. flutti konuna til Rvíkur, líkið og tvö börn hennar. Fjölskyldan var á ferðalagi í bíl sínum þarna vestra. Á leiðinni var B. P. beðinn að koma til Vestmannaeyja og sækja mann, sem meiðzt hafði af völdum sprengingar. Hann var að brenna alls konar rusli vegna þess, að hann er að flytja til Reykjavíkur, og stóð nálægt bálinu. Allt í einu varð sprenging og fékk hann málmflísar framan í sig og á brjóstið. Flutti B. P. hann til Rvíkur og leið manninum vel eftir að flísunum hafði verið náð og nálarförin hreinsuð. við og lenti á Hornafirði, en Friðrik og læknirinn þar lögðu af stað I bíl til Djúpavogs. Kl. 4 fór Björn af stað og kom rétt á eftir lækn- unum, sem gáfu manninum þegar blóð. Kl. 7,30 í morgun var mað- urinn kominn i sjúkrahús hér. Honum hafði verið gefið stanziaust blóð alla nóttina og leið mun betur. Mmn- ¥erður bókasafn Þorsttm sýslumanns selt / dag} Orðrómur hefur gengið um það síðustu dagana að sala á bóka- safni Þorsteins heitins Þorsteins- sonar sýslumanns stæði fyrir dyr- um og e. t. V. gengið frá sölunni einhvern næstu daga til ákveðins fombóksala í Reykjavík. Það eru nú nokkrir mánuðir liðnir frá því er bókasafnið var auglýst til sölu. Síðan það gerðist var íslenzka ríkinu boðið það til kaups fyrir ákveðið verð eða eftir því sem um semdist. Ekki hefur heyrzt að stjórnarvöldin hafi sýnt neinn áhuga á því að festa kaup á safninu, þannig að líkurnar á því að það fari í ríkiseign eru hverf- 2.200 Dregið hefur verið í áskrif- endahappdrætti Vísis. Upp kom númerið 2200. Er það númerið á inánaðargjaidskvittun fyrir júlímánuð. Vinningurinn er alls konar borðbúnaður frá verzl. Valver. Handhafi minningsmið- ans cr beðinn að snúa sér til afgreiðslumanns Vísis, Ingólfs- stræti 3. andi, enda fátt bóka þar sem ekki eru til í Landsbókasafninu, eða öðrum opinberum söfnum hér- lendis. Þá munu fyrirspurnir hafa borizt erlendis frá um safn Þorsteins, en ekki vitað hvort beinlínis er um tilboð að ræða eða ekki. En hafi svo verið þá munu þau varla hafa verið jafn há og tilboð fornbóksal- ans í Reykjavík, sem er Stefán Guðjónsson á Klapparstíg 37, þvi honum hefur nú verið boðið safn- ið til kaups og má vera að hann taki endanlega ákvörðun um það í dag eða næstu daga hvort af kaupum verður eða ekki. Framh. á bls. 7. Lélegt berjasumar Þetta verður alveg sér- staklega lélegt berja- sumar, sagði hinn harð- snúni berjatínslumaður Þórður Þorsteinsson á Sæbóli í stuttu viðtali við Vísi í morgun. Nú er berjatímabilið að hefj- ast og fólk er farið að þeysa úr bænum með berjatfnuna og box í leit að berjum. Við hringd um því í Þórð og spurðum hann hvort ekki væri gott útlit fyrir mikið berjasumar. Sagðist hann geta fullvissað okkur um, að mjög lélegt berjasumar yrði í ár. Kuldarnir í vor hefðu or- sakað það. Kvaðst hann hafa þeyrst um allar áttir í leit að berjum og vera nýkominn vest- an undan jökli. Þar hefði ekkert verið að fá nema smávísira, en innan um )voru mjög stór og þroskuð ber, sem hefðu sloppið við frostin. Einnig sagðist hann hafa farið norður í land í leit að berjum, en þar hefði verið sama sagan. Þó sagðist Þórður vera nýkominn úr berjaferð, ásamt öðrum og hefðu þeir tínt um 300 kg. „Það-segir Iítið, það litla sem kemur, rennur út jafn óðum, þó að kg kosti minnst 25 kr.“ sagði Þórður að lokum. Reist á 16 tímum Fisklandanir úr togurum hafa verið alltíðar undanfarið, og nokk- ur skortur verið á verkamönnum til að vinna að löndun. Vísir spurðist fyrir um þetta. hjá Togaraafgreiðslunni í morgun, og fékk það staðfest, að nokkur vand- ræði hefðu verið vegna manneklu | við landanir í vikunni. En þetta | mætti þó varla teljast óeðlilegt. 1 gærkvöldi var hringt til Bj. P. j Togararnir hefðu komið inn hver frá Djúpavogi. Var beðið um að ! á fætur öðrum, þegar þessu langa koma með lækni og hafa blóð með- j verkfalli lauk, í vikunni, hefði verið ferðis. Dr. Friðrik Einarsson fór i landað 2200 tonnum af karfa, og ] með Birni. Vegna dimmviðris og I aldrei væri nóg af mannskap þeg- rigningar varð ekki flogið lengra i ar slíkur landburður væri. Meira en til Stokkaness, sneri Björn þar Framhald á bls. 7. Hver fær reiðhjólið? Dregið verður í sölu- sölu Visis* Nánari upplýsingar um fyrirltomulag happdrættis- ins gefur afgreiðslumaður Vísis, Ragnar Halldórsson, Ingólfs- stræti 3. Dregið verður úr nöfnum allra sölubarna Vísis. barnahappdrætti Vísis þann 15. september. Er vinningurinn reiðhjól af beztu gerð. Er sölubömum bent á að taka sem mestan þátt í S.l. laugardag var lokið við að reisa grind nær 500 fermetra húss á 16 tímum, suður á Árnar- nesi. Er þetta strengjasteypu- hús, og verður skipasmíðastöð Stálvíkur h.f. í húsinu. Lofthæð er 13,5 m. Mjög góð vinnuskil- yrði verða þarna, bjart og rúm- gott. Þetta er aðeins fyrsti áfangi í byggingu skipasmíðastöðvar- innar á Arnarnesi. Á myndinni sjást frá vinstri: Jón Sveinsson, tæknifræðingur, forstj. Stálvíkur h.f. og Birgir Símonarson, kranastjóri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.