Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 8
Október 1992 Á áttunda áratugnum bættust enn við staðlar á sviði skjölunar og upplýsingamála. Þeir eru: ÍST 3:1975 Leiðrétting prófarka ÍST 4:1972 Grunnmynd eyðu- blaða ÍST 6:1971 Heftigöt ÍST7:1971 Vörslubúnaðurskjala ÍST 8:1974 Ritun dagsetninga. Frumvarpið ÍST/F5 "Kerfis- bundin vélritun" varð ekki að staðli. Þessir staðlar hafa haft þó nokkur áhrif á framleiðslu, innkaup og verklag. Undantekning er ÍST-8 sem kveður á um að rita skuli dagsetningu sem ár, mánuð og dag. Flestir hérlendis rita dag- setningu sem dag, mánuð og ár eftir sem áður. Áratugurinn 1976 til 1986 ' Árið 1978 voru sett lög um Iðntæknistofnun íslands (ITÍ), sem tók við af Iðnaðarmála- stofnun íslands, með auknu starfssviði. Lögin kveða á um að ITÍ stjórni og skipuleggi stöðlunarstarfsemi á íslandi. Á áttunda áratugnum hófust talsverð nefndastörf á vegum Skýrslutæknifélagsins varðandi stafatöflur og hnappaborð. Gerð voru drög að íslenskum stöðlum fyrir 7-bita kóta, 8-bita EBCDIC kóta og hnappaborð.[7] Stafatöflur Stafataflan fyrir 7-bitakótann var útfærsla á ISO 646 "7-bit coded characterset for information processing interchange" (sem gengur reyndar undir nafninu "ascii stafataflan"). í ISO 646 stafatöflunni eru tíu sæti frátekin fyrir sérþjóðlega stafi. Því var hægt að koma fyrir stöfunum ð, Ð, þ, Þ, æ, Æ, ö, 0 og dauða broddinum. Náðist samkomulag um niðurröðun séríslensku stafanna meðal tölvunotenda og stærstu innflytjenda tölvu- búnaðar og hefur stafataflan virkað sem de facto staðall fyrir 7- bita tæki. Þau tæki eru reyndar því senr næst horfin úr notkun og 8- bita tækin tekin við. Skýrslutæknifélagið naut góðs af því að Willy Bohn, staðla- sérfræðingur hjá IBM í Þýska- landi, hélt erindi á félagsfundi 6. des 1977 um alþjóðlega staðla og stafatöflur. Willy mun reyndar hafa liðsinnt íslendingum svo um munaði þegar unnið var að 8- bita stafatöflum fyrir Evrópu og eru allir séríslensku stafirnir í hinum veigamikla staðli ISO 8859[11]. Þessi staðall er megin grundvöllurinn fyrir því að við getum nú krafist af fram- leiðendum tölvubúnaðar að íslenskan sé útfærð á 8-bita tölvutækjum samkvæmt staðli. Til gamans fylgir í viðbæti ljósrit af fyrstu útgáfu kóðatöflu sem síðar þróaðist nokkuð óbreytt yfir í ISO 8859/1. Þessi tafla var stundum nefnd "BOHN CODE" eftir Willy Bohn. Hnappaborð Fyrsta tillagan að stöðluðu hnappaborði byggði á ISO 3243.[7] Sá staðall náði ekki útbreiðslu. Aftur á móti náði ISO 2126 "Office machines - Basic arrangement for the alphanumeric section of keyboards operated with both hands" að festast í sessi. Árið 1981 birtist tillaga að niður- röðun íslensku stafanna og sértákna sem byggði á ISO 2126.[8] Þá voru í lyklaborðs- nefnd Auðun Sæmundsson (formaður), Helgi Jónsson og Jóhann Gunnarsson. Árið 1982 kom svo út staðallinn ÍST 125:1982 Lyklaborð. Með honum fá stafimir ð, þ, æ, ö og dauði broddurinn fastan sess á ritvélum og hnappaborðum tölva. Þessi staðall er í rauninni fyrsti íslenski staðallinn sem varðar tölvutækni gagngert. Tölvuoröasafn Árið 1983 gerðist sá merkis atburður að fyrsta útgáfa Tölvuorðasafns var gefið út. Ritstjóri var Sigrún Helgadóttir. Og orðanefnd Skýrslutækni- félagsins lét ekki þar við sitja því 1986 kom Tölvuorðasafnið út í aukinni og endurbættri mynd[9]. Orðanefndina skipuðu þá Baldur Jónsson, Sigrún Helgadóttir (formaður), Þorsteinn Sæmunds- son og Orn Kaldalóns. Við gerð Tölvuorðasafnsins var lagður til grundvallar staðallinn ISO 2382 "Data processing - Vocabulary". Úttekt á tölvu- og upplýsingatækni 1986 Árið 1984 skipaði framkvæmda- nefnd Rannsóknaráðs ríkisins starfshóp til að gera úttekt á stöðu tölvu- og upplýsingatækni hérlendis. í starfshópnum áttu sæti Hjalti Zóphóníasson, Oddur Benediktsson (formaður), Sigurður Þórðarson, Páll Kr. Pálsson, Þorvarður Jónsson og Þorbjörn Broddason. Jón Erlendsson varritari starfshópsins og Páll Jensson var fenginn til að 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.