Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 6
Október 1992 Fréttin var spuni fréttamannsins og ber ég ekki neina ábyrgð á innihaldi hennar, ef undan eru skilin þau orð sem ég mælti sjálfur í fréttinni. Vil ég ítrekaharm minn yfir því að fréttin í heild kom út sem árás á einn af okkar bestu félagsmönnum, SKYRR. Ég er reynslunni ríkari. SKÝRR lítiö ræddar á ráðstefnunni Aðeins þrír af sex fyrirlesurum nefndu SK YRR, þar af tveir mjög stuttlega, annar gagnrýndi sam- keppni SKÝRR við hugbúnaðar- hús og ég óskaði SKÝRR í lok ræðu rninnar til hamingju með afmælið og gat þess að ég teldi að fyrirtækið væri nú á hátindi enlíkurbentu tilaðæfleiri inyndu leita lausna innan eigin veggja í ljósi þess hversu ódýrt reikniafl væri orðið svo og þróunar í víð- netstengingum. Er þetta í sam- ræmi við það sem forsvarsmenn SKÝRR hafa margoft bent á sjálfir. Sá sem gerði SKÝRR að sérstöku umtalsefni, setti fram gagnrýni á samskipti stofnunar hans við SKÝRR. Svaraði Þorsteinn Garðarsson þeirri gagnrýni í almennum umræðum á eftir erindunum. Ég vil undirstrika að Skýrslu- tæknifélagið getur ekki borið ábyrgð á því sem fyrirlesarar á ráðstefnum þess segja né heldur er það hlutverk félagsins að gagnrýna það eða samþykkja. Að öðru leyti var ekki fjallað um SKÝRR á ráðstefnunni en á henni komu fram margar at- hyglisverðar ábendingar um það hvernig ríkið gæti hlúð að atvinnugreininni og hagað sér í samskiptum við hagsmunaaðila. Erindi mitt - um hvaö fjallaði þaö? Titillinn á erindi mínu, "Miðstýring - leið til ófarnaðar", hefur valdið misskilningi og margir sem ekki komu á ráð- stefnuna hafa talið að verið væri að fjalla um miðlæga tölvu- vinnslu. Það var langt í frá. Erindi mitt fjallaði um þá til- hneigingu sem nú er uppi af hálfu stjórnvalda að fjarstýra tölvu- væðingu ríkisstofnana í stað þess að líta á hana sem hluta af almennum rekstrarkostnaði og láta það í hendur h verrar stofnunar hvað hún gerir. Þá fjallaði ég ítarlega um samskipti ríkisins við ráðgjafa og gagnrýndi tillögur RUT urn breytingar á útboðs- málum ríkisins.ÞágatégSKÝRR stuttlega eins og áður er nefnt. Hvers vegna opið bréf til starfsmanna og stjórnenda SKÝRR? En því þessi langa umfjöllun um þessa ráðstefnu? Mér er kunnugt um að margir góðir félagar okkar hjá SKÝRR, hafa verið mjög áhyggjufullir vegna þeirrar um- fjöllunar sem málefni SKÝRR fengu eftir ráðstefnuna og hafa velt upp þeirri spurningu hvort Skýrslulæknifélagið hafi staðið fyrir árás á fyrirtækið og trún- aðarbrestur hafi orðið milli SI og SKÝRR. Miðað við þá umfjöllun sem ráðstefnan fékk í fjölmiðlum er eðlilegt að þessi spurning vakni. Röð óheppilegra tilviljana leiddi til þess að þessi ráðstefna okkar hefur valdið sárindum hjá góðum félögum okkar, starfsmönnum SKÝRR, og umfjöllun fjölmiðla valdið því að þeir sem ekki voru á ráðstefnunni hafa fengið kolranga mynd af því sem þar fór fram. Ég harma þetta og get aðeins vonað að þessi grein skýri málið. Skýrslutæknifélagið hefur um 25 ára skeið notið starfskrafta félagsmanna sinna og margir sýnt mikla fórnfýsi þegar taka þarf á í málefnum sem varða félagið og hagsmuni tölvugreinarinnar. Þar hafa starfsmenn SKÝRR farið fremstir í flokki. Ég vona að svo verði áfram. Halldór Kristjánsson, formaður Skýrslutœknifélags Islands Punktar.... Hagtölurá segulmiðlum OECD stofnunin, sem safnar saman alls konar tölum um auð og eíinahag jarðarbúa, hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða al- menningi áskrift að helstu skýrslum sínum, 80 talsins, - á disklingum. Nánari upplýsingar má fá frá OECD Electronic Edition, 2 rue André-Pascal, F-75775 Paris CEDEX 16 France eða í síma .... 45 24 81 65. 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.