Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 26
Október 1992 Frá Orðanefnd Sigrún Helgadóttir, formaöur Orðanefndar SÍ oDtimize. optiinization. ontimizer Nýlega barst mér kynningar- bæklingur frá innflytjanda liug- búnaðar. Þar er texti sem greinilega er þýddur úr ensku og hefur þýðandinn haft Tölvu- orðasafnið tiltækt og notað það við þýðinguna. En okkur í orðanefndinni leist ekki eins vel á allar þýðingarnar núna og fyrir 6 árum þegar við gengum frá Tölvuorðasafninu lil prentunar. I fyrrnefndum texta var t.d. orðið ágæðingur sem var greinilega þýðing á optimizer. I Tölvuorðasafninu má finna sögnina ágæða sem þýðingu á ensku sögninni optimize og verknaðarheilið ágæðing sem þýðingu á optimizing. Sögnin optimize er noluð í aðgerðar- rannsókum og merkir að finna lausn sem hámarkar eða lágmarkar tiltekið fall og fullnægir gefnum skilyrðum. I þeim fræðum er notuð þýðingin besta og verknaðarheitið bestun fyrir optimization. Þar er ekki talað um optimizer og ekki auðséð hvaða gerandnafn ætli að hafa af sögninni besta. Ekki leist okkur á sögnina besta l'yrir 6 árum og lögðum því til að nota ágæða, sem til er í eldra máli í merkingunni "betra, bæta" og líklega leidd af nafnorðinu ágóði, en nú finnst okkur það ekki nógu gott. Optimizer í tölvutækni er venjulega forrit eða forritsbútur sem finnur ódýrustu eða hag- kvæmustu leið í einhverjum skilningi til þess að vinna tiltekið verk, t.d. nálgast gögn. Okkur datt því í hug að búa til sögnina hagkvæma, verknaðarheitið yrði hagkvæming og gerandnafnið, optimizer, héti hagkvæmir. uninterruptible power supplv I tilefni af nýlegu straumrofi í Reykjavík og nágrenni barst talið að tæki sem á ensku mun kallað uninterruptible power supply og á að verja tölvur gegn straumrofi í nokkurn tíma. Lagt er til að það heiti á íslensku straumtryggir. upload og download I Tölvuorðasafninu voru sagnirnar downloacl "flytja gögn úr tilteknu tölvukerfi í geymslu í litlu kerfi, t.d. einmenningstölvu" og upload "flytjagögn úrtilteknu tölvukerfi, t.d. einmenningstölvu, í geymslu í stærra kerfi" þýddar með senda niður og senda upp. Nýlega voru þessar þýðingar til athugunar og sýnist okkur að betra væri að nota flytja niður og ttytja upp (sbr. flytja út og flytja inn). Verknaðarheitin yrðu niðurflutningur og upp- flutningur. online og offline Lýsingarorðin online "sem er undir beinni stjórn tölvu” og offline "sem er ekki undir beinni stjórn tölvu" eru íTölvuorðasafni þýdd með sambands- og sambandslaus. Ýmsar aðrar þýðingar hafa sést á þessum orðum á undanförnum árum og hefur verið skrifað um það áður íTölvumálum. Nýlega kom fram sú tillaga að nota lýsingarorðin beintengdur og ótengdur. Væri gott að heyra álit lesenda Tölvumála á þeirri hugmynd. interoperabilitv Interoperability er heiti á hugtaki sem sést hefur á undanförnum árum í tölvubókmenntum. Sam- kvæmt nýlegu uppkasti að alþjóðlegum staðli er það sá hæfileiki kerfis að hafa samskipti, inna forrit eða flytja gögn milli ólíkra búnaðareininga á þann hátt að notandi kerfisins þurfi ekki að vita mikið um eiginleika þessara eininga. Lagt hefur verið til að interoperability heiti á íslensku verkaskiptageta. print preview. previewer og wvsiwvg Áður hefur verið rætt um þýðingu á wysiwyg (þ.e. what- you-see-is-what-you-get). Eins og þá var sagt er wysiwyg skilgreinl í uppkasti að alþjóðlegum staðli sem hæfileiki ritils til þess að birta texta jafnóðum eins og hann verður prentaður. Nola mætti prentvísi (kv.) sem þýðingu og, el' þörf er á lýsingarorði, prentvís eins og fyrr var getið. Samkvæmt fyrrnefndu uppkasti að alþjóðlegum staðli er print preview það að birta heila síðu skjals sem líkast því sem hún lítur út prentuð. Notandi verður að biðja um þessa aðgerð en prentvísin er alltaf virk ef hún fylgir ritvinnsluforritinu. Lagt er til að print preview verði kallað prentsýn.f,/-(?v/(?W(?rerforritfyrir prentsýn og mætti heita prent- sýnir (kk.). 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.