Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 5
Október 1992 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaöur SÍ Að þessu sinni fjallar pistill formanns eingöngu um eitt mál - haustráðstefnu okkar sem haldin var 24. september síðastliðinn. Mikils misskilnings hefur gætt um þessa ráðstefnu og því afar mikilvægt að leiðréttingar konti fram. Opið bréf til starfsmanna og stjórnenda SKÝRR Á hverju hausti, í byrjun sept- ember, hefur Skýrslutæknifélagið haldið vandaða ráðstefnu með erlendum fyrirlesurum. Þegar undirbúningur fyrir haust- ráðstefnuna 1992 hófst, barst stjórn til eyrna að tölvunar- fræðinemar hyggðust halda tölvusýningu sína í byrjun september og var því ákveðið að fresta haustráðstefnu okkar til seinni hluta þess mánaðar. Ráðstefna um tölvumál ríkisins M. a. vegna árekstra við sýn- inguna var fallið frá því að halda haustráðstefnuna með hefð- bundnu sniði, þrátt fyrir nokkurn undirbúning af okkar hálfu. Þess í stað var ákveðið að halda ráðstefnu um stefnu ríkisins í tölvumálum, og skyldi fjallað um málefnið bæði frá sjónarhóli þeirra hópa sem selja ríkinu þjónustu sína í tölvumálum og frá sjónarhóli fulltrúa ríkisins. Undirbúningsnefnd lagði til að fenginn yrði tölvuseljandi, ráðgjafi, hugbúnaðarhús, stór tölvunotandi hjá ríkinu, fulltrúi frá RUT nefndinni og fulltrúi ríkisins til þess að halda erindi. Ekki var talið að ástæða væri til þess að fulltrúi SKÝRR héldi erindi þar sem ekki var um að ræða ráðstefnu um stefnu ríkisins í málefnum SKÝRR, heldur tölvustefnu ríkisins í víðara samhengi. Þá hafa starfsmenn SKÝRR fjallað um málefni SKÝRR á fjölmörgum ráðstefn- um okkar. Eftir á að hyggja kann það að hafa verið rangt mat að fá ekki fulltrúa SKÝRR til þess að halda erindi. Ráðstefnan upphaflega ákveðin 17. september Ákveðið var að halda ráð- stefnuna 17. septentber að Hótel Holiday Inn og var búið að festa ráðstefnusal. Leitað var til átta aðila um erindi, með tiltölulega stuttum fyrirvara. Tveir þeirra gátu ekki haldið erindi þann 17. vegna fjarveru og því var ákveðið að frestaráðstefnunni um viku. Tveir gáfu ekki kost á sér vegna anna. Þetta var í upphafi septem- bermánaðar. Undirbúningsnefnd og stjórn ókunnugt um afmæli SKÝRR Án þess að undirbúningsnefnd eða stjórn vissi, hafði SKÝRR ákveðið að halda uppá 40 ára afmæli fyrirtækisins þennan sama dag. Þegar fregnir af því bárust var aðeins vika til stefnu og því ekki hægt að breyta ráð- stefnudegi. Fram á síðustu stundu höfðum við einnig vonað að Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri íFjármálaráðuneytinu, gæti haldi erindi á ráðstefnunni, en vegna anna við fjárlagagerð og önnur verkefni gat ekki af því orðið. Því barst tilkynningin um ráðstefnuna seinna en ella hefði verið. Umfjöllun Stöðvar 2 gaf kolranga mynd af ráðstefnunni Að venju var fjölmiðlum send fréttatilkynning um ráðstefnuna, en ekki var búist við að þeir sýndu þessari ráðstefnu áhuga, fremuren venjulega. Stöð 2 sendi þó fréttamann á vettvang og tók hann viðtal við tvo fyrirlesara, Skúla Eggert Þórðarson, vara- ríkisskattstjóra, og mig, en ég var ekki áþessari ráðstefnu í hlutverki formanns SÍ, heldur sem tölvu- ráðgjafi, en það er starf mitt. Ur þessum tveimur stuttu við- tölum gerði fréttamaðurinn æsi- kennda frétt um SKÝRR. Ber að harma það sérstaklega að fréttin gaf kolranga mynd af því sem fram fór á ráðstefnunni. Fréttamaður vitnaði m. a. til þess að SKÝRR hefðu ekki sent nema einn á ráðstefnuna en venjulega væru 10-15 manns frá þeirn á slíkum atburðum. Skýringin var auðvitað sú að SKÝRR héldu uppá 40 ára afnræli sitt þennan sama dag. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.