Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 12
Október 1992
Jónsson. Starfshópuiinn gerði
tillögur um að UT-staðlaráð
yrði lagt niður og stofnað annað
í þess stað sem héti "Fagráð í
upplýsingatækni" sem starfaði
skv. reglum STRI um fagráð.
Enn fremur samdi hópurinn
starfsreglur fyrir hið nýja ráð.
STRÍ og UT-staðlaráð voru sam-
þykk þessum tillögum.
UT-staðlaráð var lagt niður 25.
ágúst 1992 á 39. fundi ráðsins og
eftir sex ára starfsemi. Degi síðar
var Fagráð í upplýsingatækni
stofnsett.
Fagráð í
upplýsingatækni
Boðað var til stofnfundar
Fagráðs í upplýsingatækni 26.
ágúst 1992 og var reynt að ná til
allra hagsmunaaðila við boðun-
ina. Stofnfélagar voru alls 46 og
er því ljóst að breið samstaða
hefur myndast um að efla starf-
semi við stöðlun í upplýsinga-
tækni.
í starfsreglum Fagráðs í upp-
lýsingatækni segir svo:
"Viðfangsefni þess eru að:
a. móta stefnu í íslenskum staðla-
málum á sviði upplýsinga-
mála
b. stuðla að tæknilegri samræm-
ingu á sviði upplýsingatækni
c. kynna nýja staðla og eldri
staðla á sviði upplýsinga-
tækni svo og þá sem eru í
undirbúningi
d. gæta hagsmuna Islands, einkum
vegna íslenskra séraðstæðna,
með þátttöku í alþjóðlegu
staðlastarfi á sviði upp-
lýsingatækni."
Aðalfundur ráðsins skal haldinn
í febrúar ár hvert. I stjórn fram að
aðalfundi voru kjörnir:
Arnlaugur Guðmundsson,
Friðrik Sigurðsson (varafor-
rnaður),
Guðni Guðnason,
Gústaf Arnar,
Halldór Kristjánsson og
Jóhann Gunnarsson (formaður).
Heimildir
1. Hafsteinn Guðmundsson,
Stöðlun pappírsstærða, Iðn-
aðarmál, 2:26-28, 1956.
2. Þorsteinn Magnússon, Stöðlun
og fyrstu íslensku staðlarnir,
Iðnaðarmál, 9:18, 1963.
3.STAÐALLfyrirSTANDARD,
Iðnaðarmál, 1:59, 1955.
4. Sveinn Björnsson, Stöðlun,
forustugrein, Iðnaðarmál,
2:3, 1956.
5. Hörður Jónsson, Hugleiðingar
um stöðlun, Iðnaðarmál,
16:17, 1970.
6. Skrá yfir orð og hugtök varð-
andi gagnavinnslu, Skýrslu-
tæknifélag íslands, rnars,
1974.
7. Drög að íslenskunr stöðlum
fyrir 7-bita kóda, 8-bita
EBCDIC kóda og gagnaskrán-
ingarborð, Tölvumál, I. tbl.
3. árg. janúar 1978, bls. 3-7.
8. Tillaga að staðli fyrir íslenskt
lyklaborð, lyklaborðsnefnd
Skýrslutæknifélags íslands,
fjölrit, nóvember 1981.
9. Sigrún Helgadóttir (ritstjóri),
Tölvuorðasafn, 2. útgáfa,
íslensk málnefnd, Reykjavík,
1986.
10. íslensk staðlaskrá 1991,
Staðlaráð Islands, Reykjavík,
1991.
11. ISO 8859-1:1987 Information
processing; 8-bit single-byte
coded graphic character sets.
Part 1: Latin alphabet No. 1.
12. Tölvu og upplýsingatækni á
íslandi, Rannsóknaráð ríkis-
ins, RIT 1986:2, Reykjavík,
1986.
13. ÍST 32 Almennir skilmálar
um útboð og verksamninga
vegna gagnavinnslukerfa.
14. Oddur Benediktsson (rit-
stjóri), Modeling a Software
Quality Handbook, Staðlaráð
íslands, Reykjavík, 1991.
15. Þorvarður Kári Olafsson
(ritstjóri), Nordic Cultural
Requiremets on Information
Tecnology, Staðlaráð Islands,
Reykjavík, 1992.
Punktar.
■ ■■■■■
Ódýr,'þjófavörnM
í septemberhefli BYTE segir
einn dálkahöfundurinn frá
því að hann hafi sett skipanir
í ræsiskrá tölvu sinnar þannig
að hún birti nafn hans og
símanúmer á skjánum hverl
sinnsemtölvanerræst. Þetta
nægði til þess að lögreglan
gat skilað honuni tölvunni
eftir að hún hafði verið
"fengin að láni".
Að sjálfsögðu hefur ritstjóri
Tölvunrála nú þegar rnerkt
sína einkatölvu á þennan
hátt. Sú tölva er gömul og
lítt gefin fyrir myndræn
notendaskil svo hæfilegt var
að bæta tveirn línum inn í
AUTOEXEC.BAT skrána
(ECHO og PAUSE). Að
sjálfsögðu má útfæra þetta á
flóknari hátt. Makka- og
Windowssnillingum er hér
með boðið að birta út-
færslur sínar í Tölvumálum.
12 - Tölvumál