Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.10.1992, Blaðsíða 30
Október 1992 í nýjustu útgáfu af C++/Views er raunar fundin lausn á þessu vandamáli, sem þó er alls ekki viðunandi. Forskeytinu "V" er bætt við öll klasanöfn klasa- safnsins. Þannig ber klasinn "String" heitið "VString" í dag. Þetta dugir þar til eitthvert ímyndað fyrirtæki með nafn eins og "Veritas Inc." kæmi einnig fram með klasasafn með forskeytinu "V”. Hugsjónin um forritun í stórum dráttum (e. programming by the large) virðist hreinlega hafa gleymst eða þá að menn hafi veigrað sér við að snerta á þessum þætti við hönnun C++. Raunar er C++ ekki eina hlut- bundna forritunarmálið, senr hefur þennan galla. I bókinni "Object Oriented Modeling and Design" eftir Rumbaugh, Blaha, Premerlani, Eddy og Lorensen (útg. af Prentice Hall 1991) er m.a. að finna samanburð á nokkrum hlutbundnum forrit- unarmálum. Þar kemur fram (s. 331) að einungis CLOS (Common Lisp Object System) hafi það sem höfundar kalla "scoping of class names (packages)", þ.e. þann eiginleika að höndla sýnileika klasanafna. Punktar.......... Símaskráin á disklingi Póst- og símamálastjórnin hefur tilkynnt að ætlunin sé að dreifa símaskrá lands- manna á tölvutæku formi. Meðal væntanlegra kaupenda eru aðilar sem stunda vöru- kynningu með símhringing- um í fólk. Undirritaður telur að í sinni núverandi mynd séu hlutbundin forritunarmál ekki að leysa þau vandamál, sent þau þurfa að leysa á næstu 10 árum. En er þá rétt að bíða átekta og sjá hvað gerist? Nei, rétt er ð tileinka sér hlutbundinn hugsunarhátt með því að nota þau verkfæri, sem til eru í dag, en vera viðbúinn því að mun betri forritunarmál og verkfæri tengd þeim komi fram og nái vinsældum. Ljóst er að C++ er komið til að vera. Það þýðir ekki að engin önnur hlutbundin forritunarmál muni þrífast. Verið t.d. vakandi gagnvart Smalltalk, Eiffel og CLOS. Lokaorð Með hlutbundinni hugbún- aðargerð hefur án efa orðið bylting. Engum í þessari grein getur líðst að láta hana fram hjá sér fara til lengdar. Margir sjá hlutbundna hugbúnaðargerð sem eins konar frelsara. Það kann að vera rétt að einhverju leyti, en þessi bylting á hins vegar eftir að "þroskast” mikið, því hún er enn í vöggu. Er Windows opið kerfi? Nei, segja sumir sem hafa kannað málið og benda á að í Excel töflureikninum noti Microsoft Windowsaðgerðir (system calls) sem hvergi er getið í handbókum. Þeir telja sig hafa fundið u.þ.b. 100 mismunandi aðgerðir í Windows, sem ekki eru nefndar á nafn í þeim hand- bókum sem Microsoft dreifir út fyrir eigin raðir og til keppinautanna. u n kítð. ■■■■■■ Nokkurtölvuslys, sem sagt er frá í júlíhefti CACM, 1992 Sjónvarpsfréttamaðurinn Davíd Brinkley fékk rukkun frá gjaldheimtunni í Distríct of Columbia fyrir 0,10 dölurn ásamt harðorðri aðvörun um að ef hann ekki hefði greitt skuldina á tilsettum tíma myndu refsivextir upp á 2137 dali verða innheimtir. Hann greiddi umyrðalaust og fékk með þessu skondna frétt í þáttinn sinn. Þegar G.C. Blodgett varð 101 árs gantall þrefaldaðist tryggingariðgjaldið af bfln- um hans. Ástæðan var sú að tölvukerfi tryggingarfélags- ins taldi hann vera 1 árs gamlan og valdi iðgjald samkvæmt því. Hann var fyrsti viðskiptvinurinn sem náði þessum aldri. Ekki fylgdi þó sögunni hversu hátt iðgjald hann var krafinn um árið á undan. Mánaðarlegi vatnsreikn- ingurinn hans Malcolm Grahams var óvenju hár, 22000 dalir og vatnsmagnið tæpar 10 milljón gallónur. Ástæðan reyndist vera sú að skipt hafði verið um vatnsmæli hjá honum á álestratfmabilinu. Nýi mæli- rinn hafði verið frumstilltur á tölu sem var dálítið lægri en sú sem gamli mælirinn hafði sýnt, væntanlega til að tryggja hag viðskipta- vinarins. 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.