Tölvumál - 01.06.1993, Qupperneq 7

Tölvumál - 01.06.1993, Qupperneq 7
Júní 1993 Agrip af sögu einmenningstölva á íslandi Vilhjálmur Þorsteinsson Árin 1979 og 1980 má kalla upp- hafsár einmenningstölvubylting- arinnar á íslandi. Um það leyti fóru hérlendir frumherjar að sjá möguleikana sem í því fólust að almenningur og lítil fyrirtæki gætu eignast sínar eigin tölvur. Árdagi: Heimilissýn- ingin 1980 Á Heimilissýningunni í Laug- ardalshöll árið 1980 voru sýndar einmenningstölvur á a.m.k. tveimurbásum. Annars vegar var bás Sameindar, þar sem sýndar voru tölvur frá Heath undir nafninu Heathkit H-89. Þessar tölvur var unnt að kaupa samsettar eða ósamsettar eftir ósk og var algengt að kaupendur kysu að setjaþær saman sjálfir, enda flestir síðskeggjaðir og vel heima í rafeindatækni. Heath-tölvan var (ef ég man rétt) með Intel 8080 örgjörva og keyrði Heath B ASIC. Hins vegar var bás Þórs hf. og Heimilistölvunnar, sem var fyrir- tæki Reynis Hugasonar. Þessi fyrirtæki sýndu Commodore PET tölvuna, sem þá var nýkomin á markað og var ætluð til almennra heimilisnota. Hinn upprunalegi Commodore PET var með 4K minni og Microsoft 8K BASIC innbyggt í lesminni (ROM). Örgjörvinn var 6502 frá MOS Technology, en hann var 8 bita og gat notað allt að 64K af minni. Tölva, skjár og segulband (snældutæki) voru sambyggð í einn kassa. Skjárinn var 9 tomm- ur, svart/hvítur, og sýndi 25 línur af texta með 40 stafi í hverri. Lyklaborðið var einna líkast lyklaborði á stórri vasatölvu. Gæludýrið frá Commodore Á sýningunni var dreift upp- lýsingum um PET tölvuna og Microsoft BASIC forritunar- málið. BASIC-túlkurinn í PET réð við fleytitölur, strengi og lista. Breytur gátu haft tveggja stafa nöfn og strengir voru auðkenndir með $-merki á eftir nafni breytunnar. Táknróf tölv- unnar innihélt enga lágstafi, aðeins hástafi enska stafrófsins og margvísleg grafísk tákn. Microsoft B ASIC í PET var mun betra en t.d. Integer BASIC í Apple II og hélst óbreytt í mörg ár. Heimilistölvan gerði samstarfs- samning við Þór hf., umboðs- aðila Commodore, um sölu og námskeið á Commodore tölvum, auk þess sem Heimilistölvan átti að sjá til þess að úrval hug- búnaðar fyrir tölvurnar væri á boðstólum hér á landi. Nám- skeiðahaldið gekk vel og voru Islendingar strax áhugasamir um að kynna sér einmenningstölvur og möguleika þeirra. Fyrst um sinn voru tölvurnar miklu fremur kynntar sem heimilistölvur en sem verkfæri á vinnustað. Áhersla var lögð á forrit fyrir heimilis- bókhald, kökuuppskriftir, jóla- kortalista, leiki og nám, og var töluvert úrval forrita fáanlegt á þessum sviðum. íslenskun reyndist mikilvæg Commodore PET þróaðist áfram og varð að Commodore 3000 línunni. Þá höfðu menn áttað sig á því að markaðurinn fyrir þessar litlu tölvur var ekki síst hjá fyrirtækjum, enda kallaði Commodore-fyrirtækið sig nú Commodore Business Machines, skammstafað CBM, og má augljóst vera hvaða hugrenninga- tengsl áttu að skapast hjá við- skiptavinum! Commodore varð mest selda ein- menningstölvan á Islandi þessi fyrstu ár, ekki síst vegna þess að fyrir hana var fljótlega búin til fullkomin íslenskulausn. Kerfis- lesminnið (system ROM) var "tekið í sundur" og skoðað, með hjálp erlendra tímarita og leið- beiningabóka. Fljótlega fannst það sem leitað var að: í fyrsta lagi hvar útlit lyklaborðsins var geymt og í öðru lagi forritið sem meðhöndlaði innslátt notandans. Var lyklaborðinu breytt í sam- ræmi við íslensk ritvélaborð og kerfisforritinu þannig að broddur yrði "dauður" og sérhljóða sem á eftir fylgdi væri brey tt í samsvar- andi broddstaf. Síðan voru ný EPROM búin til ("brennd") með þar til gerðu tæki. Upp frá þessu var skipt um ROM-kubba í nær öllum Commodore tölvum hér á landi og íslensku kubbarnir settir í staðinn. Að auki var gerð tilraun með að þýða allar kerfis- tilkynningar og -texta á íslensku og var það hin spaugilegasta æfing að forrita í íslensku B ASIC. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.