Tölvumál - 01.06.1993, Síða 8
Júní 1993
Apple kemur til
sögunnar
Radíóbúðin fékk einnig snemma
(um 1980) umboð fyrir Apple-
tölvumar. Þá var Apple II afar
vinsæl í Bandaríkjunum, en
Commodore hafði e.t.v. betri
fótfestu í Evrópu. Apple II var
fremur frumstæð í upphafi,
aðeins með heiltölu-BASIC
(Integer BASIC) og tengja þurfti
eigið snældutæki við tölvuna
sem þýddi að erfitt gat verið að
skiptast á snældum vegna
mismunandi stillingar tækjanna.
Apple fékk þó fljótt forskot á
Commodore að einu leyti: þeir
voru langt á undan með
disklingadrif. Það réð sennilega
úrslitum um það hversu fljótt
Apple náði fótfestu í fyrirtækjum
(með hjálp VisiCalc forritsins,
fyrsta töflureiknisins). Einnig
varð það Apple til framdráttar
að Apple-tölvurnar var hægt að
stækka með viðbótarspjöldum í
spjaldaraufum. Apple-tölvurnar
voru eins og Commodore aðeins
með hástafi í táknrófi sínu og
sýndu 24 línur með 40 stöfum í
hverriáskjánum. Iþeimvar6502
örgjörvi.
Fljótlega kom til sögunnar
Applesoft BASIC sem var að
mestu leyti skrifað af Microsoft,
og leysti það Integer BASIC af
hólmi. Einnig komu fljótlega á
markaðinn spjöld sem stinga
mátti í lausa rauf og gerðu kleift
að sýna 80 stafi í línu á skjánum
og nota bæði há- og lágstafi.
Furðutölvur
Frá þessum bernskuárum ET eru
margskonar furðutölvur. Ein
útbreiddasta tölvan í árdaga ET
var Tandy TRS-80 Model I, sem
hafði Intel 8080 örgjörva. í
minnstu útgáfu var aðeins í henni
1K af RAM-minni og niðurskor-
ið BASIC sem reyndar var ættað
frá Microsoft. í því voru t.d.
aðeins tvær strengbreytur, A$ og
B$,ogengarfleytitölur. Skjárinn
var 16 línur með 64 stöfum í
hverri. Tölvan var sambyggð
við lyklaborðið, en tengdist frí-
standandi sjónvarpsskjá.
Meðal annarra sérviskulegra
tölva sem nokkurra vinsælda nutu
á þessum fyrstu árum (1978-1982)
voru Exidy Sorcerer (sem aldrei
kom til Islands mér vitanlega),
sænska tölvan Luxor ABC-80 -
sem varð nokkuð útbreidd á
Norðurlöndum - og CP/M tölvan
SuperBrain. Mér er enn minnis-
stæð tölva nokkur frá Ohio
Scientific sem aðeins var eitt ein-
tak til af á landinu. Sú tölva var
hin óaðgengilegasta í alla staði,
með lélegan skjá, vondan ritil
(editor) fyrir BASIC og lélegt
lyklaborð. Engu að síður seldist
hún allnokkuð í Bandaríkjunum
og víðar.
Fistölva frá 1981
Þegar menn eru í dag að dásama
hversu mikið sé hægt að minnka
tölvurnar með nútíma tækni,
verður mér gjarnan hugsað til
tölvunnar sem ég keypti í
Bandaríkjunum árið 1981.
Tölvan sú var þróuð í samvinnu
Sharp í Japan og Tandy/Radio
Shack í Bandaríkjunum og gekk
þar undir nafninu Tandy TRS-80
Pocket Computer. Tölvu þessa
hef ég notað allar götur síðan.
Hún gengur fyrir rafhlöðum, er á
stærð við vasatölvu en nokkru
ílengri, og hefur QWERTY
lyklaborð og innbyggt BASIC.
Reyndar er minni hennar aðeins
1K, en það er feykinóg fyrir
nokkur einföld forrit og helstu
minnisatriði.
Nirvana fyrir
aðdáendur RISC
Hinir ráðandi örgjörvar á þessum
tíma voru sem fyrr segir
MOSTEK 6502 og Intel 8080.
Motorola-fyrirtækið var þó kom-
ið til sögunnar með 6800 ör-
gjörvann, og var hann notaður
hér í a.m.k. einni tölvu sem
staðsett var hj á Raunvísindastofn-
un Háskólans og notuð í rit-
vinnslu, með íslenskuðu rit-
vinnsluforriti.
Til að vega upp á móti takmörk-
unum BASIC var mikið fonitað
í smalamáli. 6502 smalamál er
nánast Nirvana fyrir aðdáendur
RlSC-tækni. I því eru aðeins 52
skipanir og allir notkunarmögu-
leikar rúmast í 8 bitum. Eins eða
tveggja bæta stika má bæta við
nokkrar skipanir. Arkítektúrinn
er 100% "load/store", þannig að
allar aðgerðir vinna með
registur, annað hvort sem upp-
sprettu eða endastöð gagna.
Registur eru reyndar aðeins þrjú
(accumulator, X og Y), og aðeins
er unnt að reikna í einu þeirra.
Þau eru öll 8 bitar að stærð. Ekki
er boðið upp á neinar reikni-
aðgerðir flóknari en samlagningu
og frádrátt 8 bita talna. Deiling
fleytitalna kostar t.d. þúsundir
skipana. Staflinn(stack)erfastur,
256 bæti á vistföngum 256-512.
Þrátt fyrir allt þetta var 6502 afar
skemmtilegur að forrita í smala-
máli og hraði t.d. útskriftar á skjá
var engu síðri í 1 Mhz 6502 en í
33 Mhz 486 tölvum nútímans.
Helstu
forritunarmálin
Helsta hástigs-forritunarmálið
var Microsoft BASIC, eins og
áður hefur verið minnst á, en
það var fáanlegt bæði fyrir 6502
8 - Tölvumál