Tölvumál - 01.06.1993, Side 9
Júní 1993
og 8080 örgjörvana. Annað vin-
sælt forritunarmál var CBASIC,
sem hannað var af Gordon
Eubanks er nú starfar sem forstj óri
Symantec.
Athyglisvert kerfi sem náði
nokkurri útbreiðslu var svokallað
UCSD p-kerfi (p-system), sem
nefnt var eftir University of Cali-
fornia í San Diego þar sem það
var hannað. Þetta kerfi var sam-
byggt stýrikerfi, Pascal-þýðandi
og túlkur, og var fáanlegt m.a.
fyrir Apple II. UCSD p-kerfið
gerði skólum kleift að kenna
Pascal í stað BASIC á ódýran
hátt.
íslenskur
viðskiptahugbúnaður
Sá íslenski hugbúnaður sem ég
er kunnugastur frá þessum tíma
er af skiljanlegum ástæðum Við-
skiptakerfi I og II sem ég vann að
sem starfsmaðurTölvuskólansog
Tölvubúðarinnar, en þessi fyrir-
tæki tóku við af Heimilistölvunni.
Viðskiptakerfi I var byggt á
bandarískum bókhaldshugbúnaði
sem skrifaður var í CBASIC og
gefinn út í bókarformi hjá
Osborne/McGraw-Hill í Banda-
ríkjunum. Fyrirtæki nokkurt þar
í landi hafði aðlagað hugbún-
aðinn að Commodore tölvum.
Upphaflega var sá hugbúnaður
þýddur á íslensku og reynt að
selja hann hér, en fljótlega kom í
ljós að kröfur íslenskra fyrirtækja
voru frábrugðnar þeim sem
þekktust í Guðs eigin landi. Þá
var ráðist í algjöra endurskrift
bókhaldskerfanna fyrir íslenskar
aðstæður, og árangurinn varð
Viðskiptakerfi II, en í því voru
meðal annars fjárhags-, við-
skiptamanna- og birgðabókhald
ásamt nótuskráningu, auk toll-
skýrslugerðar, verðútreikninga
og tollvörugeymslukerfis. Einnig
voru launabókhald og tilboðs-
kerfi skrifuð á vegum Tölvu-
búðarinnar.
Þessi forrit voru á hátindi sínum
notuð í um 80 fyrirtækjum hér á
landi. Dæmigerður vélbúnaður
hjá notanda Viðskiptakerfis II var
Commodore CBM 8032 tölva
með 32 K RAM og 12 tommu
skjá með 80x25 stöfum. Þessar
tölvur höfðu alvöru lyklaborð
og buðu upp á hástafi og lágstafi.
Tölvunni tengdist svo CBM 8050
disklingastöð í sérkassa, sem
hýsti tvö 5 1/4" disklingadrif frá
Micropolis, og prentari sem oft
var risastór hlunkur af gerðinni
CBM 8024 (framleiddur af
Mannesmann Tally).
Viðskiptakerfi II var skrifað í
Commodore BASIC og 6502
smalamáli. Meðal annars var öll
skráavinnsla, sem byggðist á
tvíundartrjám (binary tree), og
skjávinnsla (inntak og úttak á skjá)
forrituð í smalamáli.
Merkilegur áfangi í sögu ís-
lenskrar hugbúnaðargerðar var
ritvinnslukerfið Ritþór, sem
keyrði á Commodore. Þetta forrit
var skiifað af Erni Karlssyni í
100% smalamáli, og þurfti að
koma fyrir bæði forriti og rit-
vinnsluskjali í 32 kílóbætum
minnis. Þrátt fyrir þessar tak-
markanir gat Ritþór unnið í
WYSIWYG (What You See Is
What You Get) ham með jafn-
aðan og miðjaðan texta, breitt,
venjulegt og undirstrikað letur,
skorið og límt texta o.s.frv.
Ritþór var notaður í tugum fyrir-
tækja um allt land.
"Donglur"
Afritun hugbúnaðar í óþökk höf-
unda var stórt vandamál á fyrstu
árum ET-byltingarinnar ekki
síður en nú. Strax komu fram
svokallaðar "donglur" (dongles)
sem eru litlar plasthúðaðar ein-
ingar sem settar eru á eitthvert
úttakstengi tölvunnar. M.a. var
viðskiptahugbúnaður Tölvu-
búðarinnar verndaður með
"donglu" af þessu tagi.
VisiCalc og fleiri
brautryðjendur
Helsti erlendi hugbúnaðarpakk-
inn sem notaður var á Apple II og
Commodore var VisiCalc frá Per-
sonal Software, sem hannaður
var af Dan Bricklinog BobFrank-
ston. VisiCalc var sem kunnugt
er fyrsti töflureiknirinn fyrir ET
og hefur gjarnan verið sagt að
Apple II hafi selst að rniklu leyti
útáVisiCalc. VisiCalc var skrif-
aður í smalamáli og þótti hrað-
virkur, sérstaklega miðað við
vélbúnaðinn sem hann keyrði á.
í kjölfar VisiCalc komu VisiFile,
VisiGraph og fleiri foirit, sem
reyndar voru flest skrifuð í
BASIC. Personal Software varð
ekki langlíft fyrirtæki þrátt fyrir
velgengni í upphafi. Bob Frank-
ston fór til Lotus en Dan Bricklin
stofnaði eigið hugbúnaðarfyrir-
tæki.
Á Commodore bauðst vinsælt
gagnagrunnsforrit undir nafninu
OZZ frá Bristol Software Factory
íBretlandi. M.a. varOZZnotaður
hérlendis hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins um skeið.
CP/M og hin
blýþunga Osborne 1
CP/M stýrikerfið, sem varð mjög
vinsælt í ET-heiminum 1980-
1982, náði einnig nokkurri út-
breiðslu hér á landi. Kerfið var
skrifað hjá Digital Research í
Bandaríkjunum undir stjórn Gary
9 - Tölvumál