Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.06.1993, Blaðsíða 11
Júní 1993 menningstölvu. í tengslum við þættina var hönnuð tölva sem hlaut nafnið BBC Microcom- puter. Þessi tölva varð talsvert útbreidd, enda hraðvirk (með 2 MHz 6502 örgjörva og góðum BASIC-túlk) og með fína lita- grafík. Hér á landi fór BBC í fjölmarga skóla og er hana enn að finna víða í tölvukennslu. íslensk tölvufyrirtæki Á árunum 1980-1984 voru í hópi helstu íslensku tölvufyrirtækjanna nokkurfyrirtæki semnúhafadáið drottni sínum eða dregið sig út úr tölvumarkaðnum. Meðal þeirra má nefna Kristján O. Skagfjörð (með DEC, Ericsson og Nokia), Skrifstofuvélar, Gísla J. Johnsen, Tölvubúðina, Tandy á íslandi (sem var með verslun við ofanverðan Laugaveg) og Hagtölu. Síðastnefnda fyrirtækið flutti inn og aðlagaði færeyskan bókhaldspakka sem skrifaður var í COBOL og átti ættir að rekja til Danmerkur. Þessi pakki var keyrður í nokkrum fyrirtækjum á Tandy TRS-80 Model IV, sem vann undir stýrikerfinu TRS- DOS. Sú tölva var m.a. inerkileg fyrir þá sök að nota 8 tommu disklingadrif. Fyrirtækið Einar J. Skúlason um- breyttist í núverandi mynd vorið 1983, þegar nýir eigendur tóku við því og fyrirtækið náði tímamótasamninguin við bank- ana um uppsetningu afgreiðslu- kerfis frá Kienzle. Eftir að Tölvubúðin hætti rekstri tók EJS við umboði hennar fyrir Victor tölvur, sem síðar reyndist hinn mesti happafengur. EJS hafði reyndar frá fornu fari verið með umboð fyrir vörur frá Victor. Örtölvutækni (í sinni upprunalegu mynd) flutti inn skjái, m.a. frá Beehive, og ýmis önnur jaðar- tæki. Sérstaða Beehive-skjánna var sú að þeir buðu fullkomna íslenskulausn, sem var fáheyrt í stórtölvuumhverfi þess tíma. Náðu þeir góðri markaðs- hlutdeild. ÖTT smíðaði einnig margvíslegan rafeindabúnað, t.d. mæla fyrir skip. Eitt fyrirtæki hefur lifað nánast frá upphafi ET-væðingarinnar, í gegn um súrt og sætt, en það er Mícrótölvan. Þar á bæ hafa menn fylgst með uppgangi og hnignun CP/M-80, reynt fyrir sér með CP/M-86 fyrir tölvur frá Vector Graphics (sem síðar ákvað að sérhæfa sig í tölvukerfum fyrir landbúnað) og AOS fyrir Data General, söðlað yl’ir í MS-DOS og tekið þátt í sniðsmækkun og netvæðingu með Novell net- kerfum. Má með sanni segja að Mícrótölvan hafi sýnt mikinn sveigjanleika í sinni viðburða- ríku sögu. IBM PC kemur, sér og sigrar Fyrstu IBM PC tölvurnar munu hafa verið fluttar inn snemma árs 1983 eða jafnvel í lok 1982. Sjálfur sá ég fyrst IBM PC á kynningu hjá tölvuskólanum Framsýn vorið 1983, en sá skóli var þá nýstofnaður. Sérstaklega kom hnappaborð PC á óvart, en það var allt öðruvísi en menn áttu að venjast; hnapparnir gáfu frá sér sérkennilegan smell þegar stutt var á þá og vendihnappurinn (Enter) hafði snertiflöt sem var jafnstór öðrum hnöppum en ekki stæiri eins og algengast var. Fyrsta IBM PC/XT tölvan kom hingað árið 1984 á vegum Skrif- stofuvéla, sem sáu um sölu PC tölva ásamt Gísla J. Johnsen og Örtölvutækni. Sú tölva var reyndar seld íslenskri forritaþróun hf., þar sem greinarhöfundur starfar, á kr. 163.000 (þá), og þótti mikið kostaboð, enda kaup- endunum fyrirskipað að láta ekki verðið uppi við nokkurn mann. Vélin var með 10 Mb disk og þótti fær í flestan sjó. I dag fást sennilega þrjár fullkomnar 486 tölvur með góðum diskum og litaskjám fyrir sömu upphæð og þessi eini PC/XT kostaði þá. Keppinautar IBM PC Eftir þetta þróaðist markaðurinn hér hratt. IBM PC/AT kom hingað 1985 og um svipað leyti fóru að bjóðast hér margvíslegar IBM samhæfðar tölvur, þar á meðal hin íslenska Atlantis. Enn voru þó til nokkrar tegundir tölva sem ekki voru IBM samhæfðar þótt þær ynnu með MS-DOS og hefðu Intel 8088 eða 8086 ör- gjörva. Meðal þeirra má nefna HP 150 tölvuna sem hafði snertiskjá, Wang Professional Computer sem seldist nokkuð hér um skeið, NEC lita-ET o.fl. Ein tölva náði sérstöku forskoti hér í árdaga MS-DOS, en það var DEC Rainbow. Þessi tölva hafði á að skipa bæði Z80 og 8088 örgjörv- um og gat keyrt bæði 8 bita og 16 bita forrit. Hún hafði einnig innbyggðan VT220 skjáhermi. DEC Rainbow var fyrsta tölva Islenskrar forritaþróunar hf. og var fyrsti íslenski viðskipta- hugbúnaðurinn fyrir MS-DOS þróaður á Rainbow. Sú tölva er enn til og bíður þess að fá sess við hæfi í glerkassa í móttöku fyrirtækisins, sem á 10 ára afmæli í ágúst næstkomandi. 11 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.