Tölvumál - 01.06.1993, Side 12
Júní 1993
COPE' IT '93
Laufey E. Jóhannesdóttir
Dagana 14. -16. júníverðurhald-
in Norræn ráðstefna um upp-
lýsingatækni eða NordData ráð-
stefna. Ráðstefnan verður haldin
með nokkuð öðru sniði í ár en
undanfarin ár. Nafnihennarhefur
meðal annars verið breytt og í ár
heitir hún COPE’IT’93 eða
COPenhagen Information Con-
ference 1993 í stað gamla Nord-
Data nafnsins. Um leið hefur
hún orðið meira fjölþjóðleg en
áður.
Að þessu sinni verður hún haldin
í Kaupmannahöfn á S AS F alconer
hótelinu. Dagskráin er hin glæsi-
legasta og verður boðið upp á
yfir 60 fyrirlestra og erindi. Efni
fyrirlestranna er hið marg-
breytilegasta og ættu allir að finna
eitthvað við sitt hæfi. Til að
aðstoða gesti við að velja úr
þessum mikla fjölda fyrirlestra
hefur þeim verið raðað í fimm
flokka.
Fyrsti flokkurinn nefnist "IT -
(R)evolution in the Organisation"
eða Upplýsingatæknin, bylting
eða þróun í fyrirtækjunum. I
þessum flokki verða flutt erindi
um hlutverk upplýsingatækninnar
í fyrirtækjum framtíðarinnar og
þær kröfur sem gerðar verða til
tækninnar og þeirra sem við hana
starfa.
Annar flokkurinn nefnist "The
Changing World of Application
Systems" eða Hinn breytilegi
heimur tölvukerfa. I þessum
flokki eru m.a. erindi sem fjalla
um nýjar aðferðir og breytta
tækni við gerð hugbúnaðar. Auk
þess verður fjallað um gæða-
stjórnun í hugbúnaðargerð.
Þriðji flokkurinn nefnist
"Reshaping Systems Architec-
ture" eðaEndurmótun tölvukerfa.
Hér verður fjallað um það
hvernig nýjar kröfur og ný tækni
hafa opnað nýjar leiðir í tölvu-
notkun. Hér verður meðal annars
fjallað um sniðsmækkun og
blönduð tölvukerfi.
Fjórði flokkurinn fjallar svo um
netvæðingu eða "Network Chal-
lenges". Hér verður fjallað um
staðla, nethögun og þá hröðu
þróun sem á sér stað á þessu
sviði. Einnig verður efnt til pall-
borðsumræðu þar sem fulltrúar
frá m.a. IBM, Digital Equipment
Corporation og Hewlett Packard
ræða þau vandamál sem tengjast
rekstri tölvuneta og svara
spurningum áhorfenda. Það er
víst að þetta geta orðið líflegar
umræður. Annað efni í þessum
flokki sem vekur áhuga er
umfjöllun um þá staðla sem gilda
munu á þessu sviði innan Evrópu
og í alþjóðlegum samskiptum.
Fimmti flokkurinn er svo það
sem skipuleggjendur ráðstefn-
unnar hafa valið að kalla "Hot
Items", en það eru erindi úr
ýmsum áttum. Flutt verða erindi
um tölvuvírusa og hvernig megi
verjast þeim. Einnig verður
fjallað um öryggi í tölvukerfum
og upplýsingaleynd.
A hverjum degi verða síðan
haldin hádegiserindi fyrir þá sem
ekki gefa sér tíma til að borða.
Það er mjög líklegt að einhverjir
sleppi hádegisverðinum til að
hlusta á Phil Dorn. Hann mun
fjalla um stríðið milli OS/2, NT
og UNIX sem hann telur vera
háð á röngum grundvelli. Þetta
verður án efa spennandi erindi.
Ráðstefnan hefst að morgni 14.
júní. Formaður undirbúnings-
nefndar og varaformaður CEPIS
munubjóðagestivelkomna. Uffe
Ellemann Jensen fyrrum utan-
ríkisráðherra Danmerkur mun
síðan setja ráðstefnuna. Fyrsti
ræðumaður ráðstefnunnar verð-
ur James Martin sem margir
kannast við. Hann hefur verið
kallaður einn af upphafsmönnum
"Information Engineering" og
hefur gefið út fjölda bóka um
það efni. Hann mun spá í spilin
og velta fyrir sér hvaða áhrif ný
tækni muni hafa á þjóðfélagið
og hver staða upplýsinga-
tækninnar verði í framtíðinni.
Síðasta erindi ráðstefnunnar
verður svo flutt þann 16. júní og
fjallar það um hinar öru breyt-
ingar sem orðið hafa síðan fyrsti
örgjörvinn var tekinn í notkun.
í dagskrá ráðstefnunnar kemur
það fram að undirbúnings-
hópurinn setti sér það markmið
að halda ráðstefnu þar sem
þátttakendur gætu sótt innblástur
og nýjar hugmyndir til að takast
á við verkefni og vandamál tengd
upplýsingatækni.
Eftir að hafa farið yfir efni
fyrirlestranna og skoðað nöfn
flytjenda er mjög líklegt að
undirbúningshópnum takist þetta
markmið sitt. Vonandi verða
það margir íslendingar sem fara
til Kaupmannahafnar og sækja
sér þekkingu og innblástur á
þessarri 25. Norrænu ráðstefnu
um upplýsingatækni.
12 - Töivumál