Tölvumál - 01.06.1993, Side 13
Júní 1993
Sýndarveruleiki
Hannes Högni Vilhjálmsson, tölvunarfræöinemi viö Háskóla íslands
Draumurinn
ímyndaðu þér að löngum vinnu-
degi sé lokið og fyrir framan þig
flökti línuteikning af nýju lista-
safni á tölvuskjá. Undanfarnar
vikur hafa farið í að gera teikn-
ingar í fullkomnu CAD kerfi, en
nú er ekki annað eftir en að prenta
þær út og leggja fyrir byggingar-
nefnd.
Götuljósin speglast í pollum á
regnvotri gangstéttinni og rautt
neonskilti varpar dulúðlegum
bjarma á framhlið glæsilegrar
byggingar skammt frá. Þunnar
glerhurðir undir skiltinu víkja til
hliðar með lágu suði og fyrir
innan blasir við stórfenglegur
salur, baðaður í þægilegri birtu
frá ótal litlum ljóskösturum. Gos-
brunnur þey tir glitrandi vatnssúlu
gegnum framúrstefnulega högg-
mynd úr grjóti og á veggjum
hanga litrík verk milli stílfagurra
súlna. Hratt fótatak nálgast og
safnstjórinn sjálfur kemur aðvíf-
andi, þungur á brún. Þó að hann
sé mjög ánægður með bygg-
inguna í heild, þykir honum sem
stiginn upp á aðra hæð skyggi á
nokkur málverk. Þegar aðstæður
eru skoðaðar nánar kemur í ljós
að flytja þarf stigann aðeins fjær
veggnum. Við létta snertingu
líður hann hljóðlaust á nýjan stað
og safnstjórinn kinkar ánægður
kolli.
Snöggur hvinur berst frá stórum
geislaprentara við hliðina á skrif-
borðinu. Hvílíkur draumur! Þú
hlýtur að hafa dottað meðan
prentarinn var að festa teikning-
arnar á pappír. Síðasta síðan
bætist við bunka af volgum ný-
prentuðum blöðum og þú slekkur
á tölvunni. Þegar þú grípur
bunkann verður þér starsýnt á
efstu síðuna því stiginn upp á
aðra hæð hefur greinilega
hliðrast!
Sýndarveruleiki
Tölvur geta varðveitt óhemju-
magn upplýsinga, til dæmis um
útlit og eiginleika bygginga,
hæðalínur landslags, uppbygg-
ingu mannslíkamans eða sam-
setningu flókinna efna. Það væri
stórkostlegt að geta stokkið inn
í miðja tölvuteikningu og með-
höndlað gögnin eins og um
raunveruleg fyrirbæri væri að
ræða. Þá fengi maður tilfinningu
fyrir viðfangsefninu og stirð
notendaskil eins og lyklaborð og
mús væru ekki lengur að þvælast
fyrir.
Notendaumhverfi kallast sýndar-
veruleiki (Virtual Reality) þegar
gögn frá tölvu leika á skynfæri
notandans og telja honum trú um
að hann sé staddur í öðrum heimi.
Utfærsla á þessu er nýtt og spenn-
andi svið sem spannar margar
greinar tækni og vísinda.
Hvað þarf til að fólki finnist það
statt í annarri veröld?
Algengt er að tala um þrjú stig
sýndarveruleika. A fyrsta stigi er
notandinn einungis áhrifalaus
áhorfandi. Á öðru stigi er honurn
frjálst að ferðast um sýndar-
veröldina og kanna umhverfið.
Á þriðja og síðasta stiginu getur
notandinn haft áhrif á heiminn,
mótað hann eða breytt rás
atburða. Fullkominn búnaður
sýndarveruleika þarf að taka á
öllum þessunt þáttum, umhverfi,
staðsetningu og athöfnum.
Mynd 1. Ein útfœrsla sýndarveruleikabúnaðarins. Notandinn hefur
höfuðbúnað með heyrnartólum, víðóma skjá (mismunandi sjónarhorn milli
augnanna skapar þrívídd) og hljóðnema sem tekur við skipunum. Þegar
notandinn hreyfir höfuðið breytist sjónarhorn lians og með hanskanum
getur hann haft áhrif á þann veruleika sem hann upplifir.
13 - Tölvumál