Tölvumál - 01.06.1993, Síða 18

Tölvumál - 01.06.1993, Síða 18
Júní 1993 eru til breytingar á lögum um fjarskipti, nr. 73/1984. Það frum- varp er nú orðið að lögum (1. apríl 1993). Með lögunum er einkaréttur íslenska ríkisins á annarri fjarskiptaþjónustu en tal- símaþjónustu annars vegar og stofnun og rekstri almenns fjar- skiptanets hins vegar afnuminn. Önnur meginbreyting felst í stofn- un Fjarskiptaeftirlits ríkisins sem miðar að því að aðskilja eftirlit og rekstur. Lagabreytingin felur engan veg- inn í sér framtíðarlausn varðandi löggjöf um fjarskipti, heldur er hún viðbrögð við aðstæðum og gerð með það í huga að samningurinn um EES tæki gildi um síðustu áramót, en nú hefur sú gildistaka frestast. Framundan er víðtækari og gagngerari endur- skoðun laganna og er að því stefnt að hægt verði að kynna frumvarp þess efnis fyrir lok ársins. Hve langt á að ganga? Nú er auðvitað spurning hversu langt eigi að ganga í því að aflétta ríkiseinokun og veita heimildir fyrir starfsemi fleiri en eins aðila. Um þetta eru skiptar skoðanir og meðal annars endurspeglast þær í mismunandi afstöðu til hinna nýgerðu lagabreytinga. Ríkis- stjórnin hefur lýst almennum markmiðum sínum. í stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar segirsvo umfjarskiptamál: "Mikil og ör þróun hefur orðið á sviði fjarskipta og fjarskiptatækni á liðnum árum og æ meiri hags- munir eru í húfi þegar skipulag og forræði er ákveðið á þeim svið- um. Islenska löggjöfin er vanbúin til að takast á við hina nýju tækni og möguleika hennar, enda að stofni til samin áður en þessi þróun varð ljós. Löggjöfin verður því endurskoðuð með því mark- miði að skilyrði skapist til að nýta sem best þá öru tækniþróun sem á sér stað til aukinnar og bættrar þjónustu við almenning og fyrirtæki. í því skyni verður m.a. aflétt ríkiseinokun á fjar- skiptaþjónustu með sambærileg- urn hætti og áformað er innan Evrópubandalagsins. Takmark- anir skulu ráðast af öryggis- kröfum og öðrum almannahags- munum sem í húfi eru." Þessi almennu markmið, sem og mark- mið EB í grænbókinni, eru auð- vitað ekki annað en heilbrigð skynsemi, svo langt sem þau ná, í ljósi þeirra tækniþróunar sem orðið hefur undanfarin ár og fyrirsjáanleg er. Eins og vikið var að í stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar hefur orðið afar hröð þróun á sviðifjarskiptatækni áundanföm- um árum. Það er ekki síst þessi tækniþróun sem hefur valdið því að einkaréttur ríkisstofnana hefur verið að víkja og fleiri fyrirtækj- um hefur verið leyft að starfa á hinum ýmsu sviðum fjarskipta- þjónustu í Evrópu undanfarin ár. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun, nefna má að í Bretlandi er um þessar mundir rætt um hvort veita eigi fleiri aðilum en breska símafyrirtækinu, British Tele- com., leyfi til að starfrækja tal- símaþjónustu og Framkvæmda- stjórn Evrópubandalagsins hefur nú þegar lagt fram tillögur sínar í þessum efnum. Nokkur ríki hafa þegar opnað fyrir samkeppni í starfrækslu hins stafræna farsíma, GSM. Ymsar leiðir hafa verið famar við veitingu leyfa, til að mynda leitaði grfska ríkisstjórnin tilboða í leyfi til reksturs tveggja farsímakerfa. Hæstbjóðendur voru ítalska ríkissímafyrirtækið STET og sameignarfyrirtæki undir forystu France Telecom og breska símafyrirtækisins Voda- fone. Fyrir leyfin greiða fyrir- tækin um 18 milljarða króna. Þetta kemur fram í fréttatímaritinu The Economist, 8.-14. ágúst 1992 og er þessari athugasemd hnýtt við fréttina, í lauslegri þýðingu: "Hið háa verð sem greitt er ætti að fá stjórnvöld annarra ríkja til að hugsa sig tvisvar um áður en þau láta frá sér leyfin." Ennfremur má nefna að í Banda- ríkjunum fer nú fram mikil og víðtæk umræða urn framtíð fjar- skipta þar í landi. Búast má við að Ijósleiðaravæðingu verði að mestu lokið á innanlandskerfi þeirra, langlínu- og staðbundnum kerfum, á árunum 2015-2030. Umræðan þar í landi fer ekki einungis fram urn kerfin sem slík, heldur ekki síður um þá stöðu sem skapast eftir að þau eru komin til sögunnar. Sú staða er, sé notuð einfölduð heildarmynd, þannig: Engin leið er að greina hvaða boð fara um kerfin, hvort fluttur er lævirkjasöngur, talað mál, gögn (data) eða bíómyndir. Þaðan af síður hvort bíómynd- irnar eru meinlausar fjölskyldu- myndir eða sóðalegar ofbeldis- myndir. Skilin á milli síma og sjónvarps, síma og tölvu, sjón- vaips og tölvu hverfa með öllu. Augljóst er, að við slíkar að- stæður dugir ekki löggjöf eins og við höfurn á íslandi og reyndar gildir í meginatriðum í flestum löndum og miðar við að greina á milli mismunandi boða sem fara um fjarskiptanetið og veitir einkaleyfi á sumum boðum en ekki öðrum. Þar sem ljóst er, að breytingar standa fyrir dyrum og ör þróun á sér stað þessa mánuði og misseri, var talið eðlilegt að skipta endur- skoðun hinnar íslensku löggjafar um fjarskipti í tvo áfanga. Annars vegar þær breytingar sem nú eru 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.