Tölvumál - 01.06.1993, Page 22
Júní 1993
Tungutakið
Þrátt fyrir ötult starf málverndarsinna er ljóst að tölvubyltingin ríður yfir hraðar en tungumálið fær hent
reiður á. Afleiðing þessa er meðal annars sú að upp hafa sprottið fjölmargir leyndir afkimar
tungumálsins, þar sem einungis innvígðir tölvunotendur hafa aðgang að samskiptakerfinu.
Einn starfsmanna Tölvumála heyrði einmitt á tal þeirra kumpána Björns og Eiríks á lítt þekktum tölvubar
í skuggahverfi Reykjavíkurborgar. Ef til vill hefur það sem hér kemur á eftir merkingu fyrir einhverja
lesendur.
E: Kveikt’á tölvunni
B: Okei. Hei, hún startar ekki, er það mónitorinn
eða er páversöpplæið farið aftur?
E: Ýtt’á rísett.
B: Okei, nú fæ ég promptið, átt þú ekki júsemeim?
E: Jú, loggaðu þig inn á mér og notaðu gamla
passorðið.
B: Okei, þá erum við komnir inn í Vinndós, á ég
að far’inn í editor eða vörd?
E: Opnaðu fælmanidjerinn, við þurfum
að lókeita fælinn.
B: Er hann ekk’á þessu dærektoríi?
E: Jú, þama er bakk fællinn, dílítaðu
honum og ríneimaðu meinfælinn.
B: A ég svo að tvíklikka?
E: Já, þá komum við inn í vördið.
B: Hei, hvar er kúrsörinn?
E: Þarna kemur hann, ókei, keyrðu
spellerinn á þetta.
B: Nó errors segir hún, eigum við
þá að rípleisa háskóli viþð
háskólinn?
E: Já, kíkjum svo á þetta í print
prívjúinu.
B: Þett’er flott, við þurfum
kannski aðeins að breyta
margínunum.
E: Já, stækkaðu þær aðeins
og færðu fúdderinn neðar.
Peidsaðu aðeins dán.
B: Þett’er last peids.
E: Ókei, printaðu’etta.
B: Hei, við fáum error.
E: Já, kansellerðu þessu, við þurfum að fara í
kontról panelinn og konnektera njúv printer,
þett’er leiserinn.
B: Ókei, þá er settöppið klárt, nú ætti þett’að
printast.
E: Jájá, gengur flott.
B: Hvað er’etta annars?
E: Veit ekki, held’etta sé eitthvað frá Orðanefnd.
E-i'rilcvJv- Oo\ \StoVv\
qm) jpeSsi rtyjo \ht* H^S
22 - Tölvumál