Tölvumál - 01.06.1993, Side 23

Tölvumál - 01.06.1993, Side 23
Frá Orðanefnd Sigrún Helgadóttir, formaður orðanefndar SÍ Júní 1993 Að þessu sinni mun ég ræða um ýmislegt sem Orðanefnd hefur fjallað um að undanförnu. Er þar bæði um að ræða ný heiti og einnig ýmsa gamla drauga sem Orðanefnd hefur fjallað um áður, en okkur fannst ástæða til þess að endurskoða. connectivity Þetta er eitt af tískuorðunum í tölvuheiminum og samkvæmt nýjustu staðlatillögu frá ISO er það "hæfni kerfis eða tækis til þess að tengjast öðru kerfi eða tækjum án þess að gerðar séu á því breytingar". Lagt er til að connectivity sé kallað tengjan- leiki. portability Hér er annað tískuorð og sam- kvæmt sömu staðlatillögu er það "hæfni forrits til þess að unnt sé að inna það í ólíkum gagna- vinnslukerfum með litlum eða engum breytingum og án þess að það sé þýtt á annað forritunar- mál". Lagt er til að portability sé kallað víðnýti. Víðnýti er hvorugkynsorð og beygist eins og fánýti og ónýti. Ef þörf er á lýsingarorði mætti nota víðnýtur, sbr. fánýtur og ónýtur, og tala um víðnýt forrit. hard copy, soft copy Þetta eru gamlir kunningjar sem í Tölvuorðasafninu voru kallaðir fastrit og sviprit. Við höfum á tilfinningunni að þessi orð hafi ekki notið mikillar lýðhylli og tókum þau því til endurskoðunar. Nú er lagt til að hard copy heiti prentrit og er þá vísað til þess að þar er um að ræða prentað eintak af texta eða myndum. Soft copy virðist geta haft tvær merkingar. í fyrsta lagi er átt við "fram- setningu gagna sem er ekki varanleg, t.d. á skjá". Nú finnst okkur að það ætti frekar að heita svipmynd. I öðru lagi virðist stundum átt við "tölvutæka framsetningu skjals" og mætti kalla það sviprit. Gott væri að fá álit lesenda á þessum tillögum. desktoppublishing Þetta er líka gamall kunningi sem ýmsir hafa glímt við að þýða og oft hefur verið skrifað um. Nýlega kom fram sú hugmynd að kalla desktop publishing einfaldlega heimaútgáfu til aðgreiningarfráþeirri útgáfu sem fer oftast fram í prentsmiðjum. Allir vita að heimabakstur fer fram í eldhúsum á heimilum en ekki í brauðgerðarhúsum. high density, low density Nýlega vorum við beðin um þýðingar á þessum lýsingarorð- um sem eru notuð um gagna- miðla. í þýðingu á Kerfi 7 fyrir Macintosh er nafnorðið háþéttni notað um high density og nafnorðið lágþéttni um low density. Orðið háþéttni hefur einnig verið notað í þýðingar- starfi Orðabókar Háskólans fyrir IBM. Nú hefur komið ifam sú tillaga að nota óbeygðu lýs- ingarorðin þéttsœta og strjálsœta. Þá má tala um þéttsæta diska, disklinga og segulbönd og sömu- leiðis um strjálsæta diska, disklinga og segulbönd. Punktar... Næstum því samtíma, þjöppuð, þanin og þættuð... Það er ekki auðvelt verk að þýða erlent tæknimál yfir á íslenska tungu og marg- víslegar þrautir eru lagðar á herðar þeim sem taka að sér þetta vanþakkláta starf. í nýjasta hefti Raflosts, blaðs rafmagnsverkfræðinema, birtir einn greinarhöfundur þýðingu á fyrirbærinu NICAM, sem er staðall fyrir stafrænar útvarpssendingar. NICAM stendur fyrir "Near Instantaneous Companded Audio Multiplex". Á okkar ástkæra máli verður þetta "NÆstum því Samtíma, þjöppuð, þanin og þættuð VÍÐÓMA útsending". Það er eins gott að kveikja varlega á viðtækinu þegar þessar útsendingar kornast í gagnið. 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.