Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 25.08.1962, Blaðsíða 6
6 VlSIR Laugardagur 25. ágúst 1962. JJÖFUÐVERKUR get- ur verið afleiðing ein- hvers sjúkdóms. Hann getur stafað af of háum blóðþrýstingi eða af heilaæxli. Hins vegar hefur einnig verið talið að höfuðverkur geti verið alveg sjálfstæð veiki, sem staf- aði eingöngu frá taugunum. Fyrir tíu árum sögðu læknar að um það bil 35 af hverjum 100 höfuðverkjartilfellum væru af þessari taugaveiklunartegund. Nú hafa ýmsar nýjar upp- götvanir verið gerðar á þessu sviði og farið er að líta nokkuð öðruvísi á sjúkdóminn. 'C’immtug kona kemur til læknis síns. Hún hefur þjáðst í mörg ár af krónískum verk í höfði. Nú vantar hana reglulega gott meðal til að draga úr höfuðverknum. — Það skuluð þér fá, segir læknirinn, en því aðeins að þetta sé höfuðverkur, sem verkjastillandi meðul eigi við. — Eigið þér við, að það sé hægt að gefa einhver önnur meðul við höfuðverk? — Já, það getur verið og það stafar af því að á síðustu árum Hvernig losnar mað- ur við höfuðverk? 4 á I1 hafa menn skilið betur orsakir höfuðverks sem stafar ekki af neinum öðrum sjúkdómum. — Tjér eigið við tauga- höfuðverk? — Nei, nú er litið öðruvisi á þetta. Nýjar rannsóknir sýna, að 90% af öllum krónískum höfuðverk kemur aðallega á tvennan hátt. Annað hvort vegna breytinga á æðunum eða vegna vöðvaspennu sem kemur af ofreynslu og þreytu. Annar þessara sjýkdóma er „migrenan" svokallaða og staf- ar frá æðunum. Viss einkenni koma á undan henni, oftast er hún öðrum megin í höfðinu og henni fylgja oft einkenni frá maga og meltingarfærum svo sem ógleði og uppköst. Hin tegundin kemur nær því eingöngu fyrir hjá fólki sem vinnur undir miklu álagi og spennu. Sá höfuðverkur kemur skyndilega og maður finnur til í öllu höfðinu. lækning — 1^ n hvernig fara læknar að því að finna út hvort það er slíkur höfuðverk- ur, eða hvort annað liggur að baki? — Maður rannsakar sjúkling inn nákvæmlega óg I því felst að maður spyr hann, hvaða sjúk dóma hann hafi áður fengið, hvað oft höfuðverkurinn komi og hvernig hann lýsi sér. Höfuðverkur getur stafað af sjónskekkju og öðrum augn- sjúkdómum, eða bólgu í eyr- um og af skemmdum tönnum. Því er rétt að sjúklingur fari til sérfræðinga í þessum sjúkdóm um. Þvl miður stytta alltof margir sér leiðina og fara bein- ustu leið í apótekið til að fá sér höfuðverkjartöflur í stað þc:s að fara til læknisins. Það er slæmt m.a. vegna þess að höfuðverkurinn getur verið einkenni alvarlegri sjúkdóms og það er slæmt fyrir sjúklinga að taka upp á að nota töflur án ráðlegginga lækna. Sumar þeirra komast upp í vana og menn verða að halda áfram að taka þær. Það gildir ekki sízt um töflur sem koffein er í. TTverja tegund höfuðverkjar verður að meðhöndla á sinn hátt. Gegn höfuðverk af „migrenu“-tegund eru notuð meðul með svokölluðu „ergo- tamin“, en við höfuðverk sem stafar af spennu eru notuð af- slappandi meðul. — En hvernig kemur spennu höfuðverkurinn upp? — Hann stafar einfaldlega af spennu, þegar menn reyna á sig eða komast í mikla geðs- hræringu. Ef maður verður spenntur, þá spennast og stífna vöðvarnir aftan á hálsinum og hnakkanum og koma af stað höfuðverk. Ef fólk með migrenu höfuðverk verður líka spennt getur þessi verkur bætzt við og gerir þá illt verra. Gegn þessu eru notuð af- slappandi og róandi meðul og oft er gott að láta heitan bakst- ur fylgja. Áuk þes?a getur höfuð- verkúr sem fyrr segir stafað af of háum blóðþrýst- ingi. f þeim tilfellum hefur ekki nokkra þýðingu að gefa verkjar stillandi töflur, en þá er hægt að leekka blóðþrýstinginn með góðum árangri. Ef verkurinn stafar af bólg- um, þá er gefið við honum fúkkalyf. Stafi hann af upp- hlaupi í nefslímhúð þá fær sjúklingurinn dropa sem draga úr upphlaupinu. Og ef orsökin er ofnæmi, þá er að gefa við því antihistamin. Hormonalyf geta einnig kom- ið til greina og er nú verið að gera tilraunir með hormónaefni sem menn vænta sér góðs af. Á -síðustu árum hafa orðið mikl ar framfarir í baráttunni gegn höfuðverk. Viðtækt starf Sam- eínuðu þjóðanna Efling iðnaðar í fyrirrúmi fyrstu ár 10-ára áætlunar. Efnahags- og félagsmálaráð SÞ hefur á fundi sínum í Genf samþykkt að leggja beri sér- staka áherzlu á iðnaðarþróun- ina fyrstu 5 árin I 10-ára áætl- un SÞ um hin vanþróuðu ríki. í áætl. er rætt um að stefna að þvl að hin vanþróuðu ríki eigi greiðari aðgang að heims- markaðnum, viðskiptasamningar þeirra fái fastari form, þau fái aðstoð til aukinnar fjárfestingar, ýmsar ráðstafanir verði gerðar til þess að bæta kjör fólksins í þessum löndum: með nákvæm- ari fræðslumálalöggjöf, heilbrigð iseftirliti, bættri matvæladreif- ingu, íbúðarbyggingum og rann- sakaðar verði og nýttar auðlind- ir svo að grundvöllur skapist fyrir efnahagslega framþróun. Aðrar ráðstafanir, sem sam- þykktar voru, miða að því að tryggja það að sérsjóður SÞ og áætlun um tækniaðstoð nái til- gangi sínum, þ. e. að tryggðar verði 150 milljónir dollara £ þessu augnamiði. Efnahags- og félagsmálaráðið hefur einnig samþykkt tillögu frá Jórdaníu. Þar er gert ráð fyrir að Allsherjarþingið Iýsi ánægju yfir því að nokkur að- ildarríkjanna hafa stofnað sjóð til minningar um Dag Hammar- skjöld. Fé úr sjóði þessum á fyrst og fremst að verja til þess að mennta ríkisborgara hinna vanþróuðu ríkja svo að þeir geti tekið vjð mikilvægum embætt- um í heimalöndum sínum. Sture Linnér til Grikklands. U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, hefur skipað Sture Linnér, dósent frá Svíþjóð, forstöðu- mann upplýsingaskrifstofu sam- takanna I Aþenu, en starfssvið skrifstofunnar nær einnig til Kýpur, ísraels ag Tyrklands. Linnér á einnig að stjórna tækni aðstoð SÞ I þessum löndum. Sture Linnér var áður yfirmað- ur liðs SÞ I Kongó og frá því I apríl hefur hann verið fulltrúi U Thants I Briissel að þvl er varðar málefni Kongó. Sameiginlegur markaður Mið-Ameríkuríkja. Costa Rica, E1 Salvador, Guatemala, Honduras og Nicara gua I Mið-Ameríku hafa undir- ritað þrjá samninga um sameig- inlegan markað. Samkvæmt þeim viðurkennir stjórn Costa Rica samning Mið-Ameríkurlkja um afnám innflutningstolla og tollaákvæða og I þriðja lagi samning þessara ríkja um að- gerðir I skattamálum er miða að bættri iðnaðarþróun. Með þessum samningum hafa fyrrgreind fimm lýðveldi gengið endanlega frá sáttmála um sam eiginlegan markað. I honum felst m.a. að samræmdir hafa verið innflutningstollar á rúm- lega 95% af öllum varningi, sem fluttur er inn til landanna fimm. Stofnað hefur verið frlverzlun- arsvæði og samræmdar ákvarð- anir verða teknar fyrir iðnaðar- þróun landanna I heild. Efna- hagsnefnd SÞ I Suður-Ameríku hefur starfað með nefnd ríkj-. anna fimm að því að koma á þessum samningum. Beita SÞ refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku? Formaður og varaformaður Suðvestur-Afríkunefndar SÞ hafa birt skýrslu um heimsókn i sína til Suður-Afríku og Suðvest ur-Afríku. Þeir leggja til, að Alls herjarþingið veiti Suður-Afríku stuttan frest til þess að fram- kvæma. samþykktir þingsins varðandi Suðvestur-Afríku, ella grípi Allsherjarþingið til refsi- aðgerða eða annarra ráðstafana til þess að knýja fram samþykkt ir sínar. Neiti stjórn Suður- Afríku með öllu að fara að vilja Allsherjarþingsins, er lagt til I skýrslunni, að þingið svipti S.- Afríkustjórn stjórnarumboði I Suðvestur-Afríku, Sameinuðu þjóðirnar taki þar sjálfar við stjórn og hefjist handa um að búa landið undir sjálfstæði. Loks segir I skýrslunni, að stjórn S.- Afríku mismuni kynþáttum I Suðvestur-Afríku, það sé brot á samþykkt SÞ og á mannréttinda yfirlýsingunni. Barátta SÞ gegn hungri í heiminum. Ákveðið hefur verið að sein- asta vikan £ marzmánuði næsta ár verði helguð baráttu Samein- uðu þjóðanna gegn hungri 1 heiminum. Er þess vænzt að þá viku, sem hefst 21. marz, muni nefndir, sem starfa að þessu bar áttumáli I 50 ríkjum og meira en 100 alþjóðasamtök, beita sér fyr ir ýmis konar aðgerðum til þess að vekja athygli á þvl, að 1500 milljónir manna I heiminum svelta eða þjást af næringar- skorti. í júní næsta ár verður haldin alþjóðleg matvælaráð- stefna I Washington og þar verða gerðar ýmsar samþykktir um hversu haga skuli baráttunni gegn hungri I heiminum. Ráð- gert er að hinn 21. marz n.k. verði gefin út I 48 löndum ný frímerki I sambandi við hina al- þjóðlegu baráttu gegn sultinum. FAO reynir að hindra útbreiðslu gin- og klaufaveiki. Nefnd Evrópuríkjanna, sem fjallar um gin- og klaufaveiki, hefur samþykkt á aukafundi sín- um 1 Rómaborg að leggja til að Matvæla- og landbúnaðarstofn- un SÞ (FAO) beitj sér fyrir því, Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.